Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Ingibjörg Gunnarsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Ingibjörg Gunnarsdóttir er prófessor í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknastofu í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala.

Ingibjörg hefur komið að fjölbreyttum rannsóknum á sviði næringarfræði síðastliðin 20 ár, í samstarfi við innlenda og erlenda rannsóknahópa. Ingibjörg hefur meðal annars rannsakað áhrif næringar á meðgöngu á heilsu móður og tengsl næringar og vaxtar fyrstu ár ævinnar við heilsu allt fram á fullorðins ár.

Rannsóknahópur undir stjórn Ingibjargar vinnur nú að þróun einstaklingsmiðaðarar næringarmeðferðar á meðgöngu. Fyrsta skrefið er þróun skimunar fyrir óheilsusamlegu fæðuvali eða næringarefnaskorti í upphafi meðgöngu, sem getur aukið líkur á kvillum á meðgöngu eða haft áhrif á vöxt og þroska barnsins. Ingibjörg vinnur einnig að rannsóknum á næringarmeðferð ýmissa sjúklingahópa í tengslum við verkefni sem hlotið hafa stuðning frá Evrópusambandinu og íslenskum rannsóknasjóðum.

Ingibjörg Gunnarsdóttir hefur meðal annars rannsakað áhrif næringar á meðgöngu á heilsu móður og tengsl næringar og vaxtar fyrstu ár ævinnar við heilsu allt fram á fullorðins ár.

Ingibjörg er fædd 1974. Hún lauk stúdentsprófi frá Framhaldsskólanum á Húsavík 1993 og BS-prófi í matvælafræði frá Háskóla Íslands árið 1997. Hún lauk meistaranámi í næringarfræði frá Háskóla Íslands 1999, en sótti námskeið við KVL í Kaupmannahöfn (nú Kaupmannahafnarháskóli) haustið 1998. Ingibjörg tók á þessum tíma virkan þátt í uppbyggingu Rannsóknastofu í næringarfræði, hóf doktorsnám, ásamt því að leika með A-landsliði Íslands í blaki á árunum 1994-2011.

Ingibjörg lauk doktorsprófi árið 2003 og hefur hlotið fjölda styrkja og viðurkenningar fyrir nám og störf, þar á meðal Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs árið 2014. Hún er meðhöfundur fjölda alþjóðlegra ritrýndra vísindagreina og hefur tekið virkan þátt í samfélagsumræðu og miðlun upplýsinga um næringu til almennings, meðal annars gegnum vefsíðuna www.nmb.is.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

20.1.2018

Síðast uppfært

14.4.2021

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Ingibjörg Gunnarsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 20. janúar 2018, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74978.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 20. janúar). Hvað hefur vísindamaðurinn Ingibjörg Gunnarsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74978

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Ingibjörg Gunnarsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 20. jan. 2018. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74978>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Ingibjörg Gunnarsdóttir rannsakað?
Ingibjörg Gunnarsdóttir er prófessor í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknastofu í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala.

Ingibjörg hefur komið að fjölbreyttum rannsóknum á sviði næringarfræði síðastliðin 20 ár, í samstarfi við innlenda og erlenda rannsóknahópa. Ingibjörg hefur meðal annars rannsakað áhrif næringar á meðgöngu á heilsu móður og tengsl næringar og vaxtar fyrstu ár ævinnar við heilsu allt fram á fullorðins ár.

Rannsóknahópur undir stjórn Ingibjargar vinnur nú að þróun einstaklingsmiðaðarar næringarmeðferðar á meðgöngu. Fyrsta skrefið er þróun skimunar fyrir óheilsusamlegu fæðuvali eða næringarefnaskorti í upphafi meðgöngu, sem getur aukið líkur á kvillum á meðgöngu eða haft áhrif á vöxt og þroska barnsins. Ingibjörg vinnur einnig að rannsóknum á næringarmeðferð ýmissa sjúklingahópa í tengslum við verkefni sem hlotið hafa stuðning frá Evrópusambandinu og íslenskum rannsóknasjóðum.

Ingibjörg Gunnarsdóttir hefur meðal annars rannsakað áhrif næringar á meðgöngu á heilsu móður og tengsl næringar og vaxtar fyrstu ár ævinnar við heilsu allt fram á fullorðins ár.

Ingibjörg er fædd 1974. Hún lauk stúdentsprófi frá Framhaldsskólanum á Húsavík 1993 og BS-prófi í matvælafræði frá Háskóla Íslands árið 1997. Hún lauk meistaranámi í næringarfræði frá Háskóla Íslands 1999, en sótti námskeið við KVL í Kaupmannahöfn (nú Kaupmannahafnarháskóli) haustið 1998. Ingibjörg tók á þessum tíma virkan þátt í uppbyggingu Rannsóknastofu í næringarfræði, hóf doktorsnám, ásamt því að leika með A-landsliði Íslands í blaki á árunum 1994-2011.

Ingibjörg lauk doktorsprófi árið 2003 og hefur hlotið fjölda styrkja og viðurkenningar fyrir nám og störf, þar á meðal Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs árið 2014. Hún er meðhöfundur fjölda alþjóðlegra ritrýndra vísindagreina og hefur tekið virkan þátt í samfélagsumræðu og miðlun upplýsinga um næringu til almennings, meðal annars gegnum vefsíðuna www.nmb.is.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...