Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 448 svör fundust

Hvaða aðferðir nota fornleifafræðingar við að tímasetja fornleifar?

Aðeins er hægt að tímasetja hluti sem bera læsilegar áletranir, nema eitthvað annað sé vitað um þá. Fyrir iðnbyltingu eru það einkum legsteinar og mynt sem bera áletranir. Tímasetningar slíkra áletrana eru sjaldnast ákveðin ártöl heldur til dæmis veldistími konunga eða annars konar tilvísanir í fólk eða atburði se...

Nánar

Hvað eru flatir vextir?

Vaxtaútreikningar geta verið flóknari en ætla mætti við fyrstu sýn vegna þess að nokkrar mismunandi aðferðir koma til greina við að reikna út vexti. Hér verður þremur aðferðum lýst. Í fyrsta lagi er hægt að nota svokallaða flata vexti en þá eru vextir eingöngu reiknaðir af höfuðstól en ekki af ávöxtun fyrri tí...

Nánar

Hvernig finnið þið út fjarlægðirnar í geimnum?

Þetta er góð spurning og varðar grundvallaratriði í stjarnvísindum því að fjarlægð stjarna og vetrarbrauta skiptir að sjálfsögðu sköpum þegar menn meta mikilvæga eiginleika þeirra, svo sem raunverulega birtu. Í stuttu máli má segja að menn beiti mjög mismunandi aðferðum við þetta eftir því hver fjarlægðin er. Það ...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Pétur Orri Heiðarsson rannsakað?

Pétur Orri Heiðarsson er dósent í lífefnafræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans snúast að miklu leyti um að skilja eiginleika og hlutverk prótína og kjarnsýra. Til þess notar hann þverfaglegar aðferðir með rætur í eðlisfræði, efnafræði og líffræði. Megináhersla í rannsóknum Péturs Orra er að n...

Nánar

Hvað er faraldsfræði?

Til eru margar skilgreiningar á faraldsfræði, en þær eru flestar svipaðar að innihaldi. Eftirfarandi skilgreiningu er að finna í faraldsfræðiorðabók Last (1995): Með faraldsfræði er átt við rannsóknir á dreifingu og áhrifaþáttum ástands eða fyrirbæra er varða heilbrigði í tilteknum þýðum. Jafnframt fæst hún við ...

Nánar

Hvernig myndast straumflögótt berg?

Vísindavefurinn fékk senda myndina sem er hér fyrir neðan og henni fylgdi spurningin: Hvernig myndaðist þetta? Höfundi sýnist þetta vera straumflögótt storkuberg sem frostveðrun hefur klofið í þynnur. Straumflögótt berg myndast iðulega úr seigfljótandi bergkviku sem sígur fram meðan hún er að storkna. S...

Nánar

Er hægt að dulkóða gagnagrunn á heilbrigðissviði þannig að enginn geti fundið ákveðinn einstakling? Hvers vegna? Hvers vegna ekki?

Þetta er athyglisverð spurning. Stutta, einfalda og tæknilega svarið er já, og munum við byrja á að útskýra hvað er átt við með því, en síðan verðum við að bæta en..., og ennfremur... við það svar. Já Telja má víst að allir fræðimenn sem stunda rannsóknir á sviði dulritunar séu sammála um að með nútíma dulrit...

Nánar

Hvað er hugræn sálfræði?

Með orðunum hugræn sálfræði gæti verið átt við það sem á ensku er kallað cognitive psychology en það hefur verið nefnt vitsmunasálarfræði á íslensku. Það orð gefur sæmilega hugmynd um hvað við er átt en auðvitað væri hægt að gera því betri skil í lengra máli. Einnig gæti verið að spyrjandi sé í rauninni að spy...

Nánar

Eru samtöl (eigindlegar rannsóknir) vísindi?

Fyrst þarf að greina örstutt þau hugtök sem felast í spurningunni. Samtöl, sem einnig ganga undir nafninu djúpviðtöl, er aðferð sem beitt er í félags- og heilbrigðisvísindum þar sem viðfangsefnið er fólk. Hér skilgreini ég félagsvísindi vítt; þau innibera fjölmargar greinar svo sem félagsfræði, stjórnmálafræði, ma...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Ásdís Helgadóttir rannsakað?

Ásdís Helgadóttir er lektor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni rannsókna hennar hafa verið hönnun og beiting tölulegra aðferða fyrir hlutafleiðujöfnur, sérstaklega þeirra sem koma við sögu í varmaflutnings- og straumfræði. Oft er of flókið að leysa slíkar...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Atli Benediktsson rannsakað?

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði, hefur helgað sig rannsóknum í fjarkönnun, mynsturgreiningu (e. pattern recognition), vélrænu námi (e. machine learning), stafrænni myndvinnslu, gagnabræðslu (e. data fusion) og lífverkfræði. Rannsóknir Jóns Atla hafa einku...

Nánar

Fleiri niðurstöður