Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 635 svör fundust

Hvenær er maður gamall?

Það er erfitt að segja til um við hvaða aldur fólk er gamalt því aldur er afstæður. Ungt fólk hefur allt aðra skoðun en þeir sem eldri eru á því hvenær einhver er orðinn „gamall“. Fæstum finnst þeir sjálfir vera gamlir, fólk hefur eitthvað viðmið sem það notar til að meta aldur og sá aldur hækkar eftir því sem við...

Nánar

Oft er sagt að allt sé afstætt, en er svo í raun?

Þegar einhver segir: “Það er alltaf rigning um helgar” skiljum við að viðkomandi meinar í raun og veru að sér finnist oft rigna um helgar en ekki að það rigni allan sólarhringinn um hverja einustu helgi. Á sama hátt má ætla að fullyrðingin “Allt er afstætt” geti þýtt að margt sé afstætt en ekki að bókstaflega allt...

Nánar

Hversu gömul er Valagjá hjá Heklu?

Spurningin í heild sinni hljóðar svona: Góðan dag. Ég hef áhuga á að fá upplýsingar um aldur Valagjár norðan Heklu. Hef verið að reyna að "gúggla" Valagjá en lítið fundið. Afstæður aldur gæti hjálpað. Valagjá myndaðist við gos úr eldstöðvakerfi Heklu, líklega stuttu fyrir landnám. Breytingar urðu á vir...

Nánar

Hvaða aðferðir nota fornleifafræðingar við að tímasetja fornleifar?

Aðeins er hægt að tímasetja hluti sem bera læsilegar áletranir, nema eitthvað annað sé vitað um þá. Fyrir iðnbyltingu eru það einkum legsteinar og mynt sem bera áletranir. Tímasetningar slíkra áletrana eru sjaldnast ákveðin ártöl heldur til dæmis veldistími konunga eða annars konar tilvísanir í fólk eða atburði se...

Nánar

Er Herjólfsdalur eldgígur?

Í ritinu Náttúrvá á Íslandi [1], bls. 410-411, segir svo: Jarðfræði Heimaeyjar er allvel þekkt núorðið. Hannes Mattson og Ármann Höskuldsson[2] sýndu fram á það, út frá jarðlagaskipan og uppbyggingu eyjarinnar, að fyrir utan hraun og gjall frá 1973 hafi hún öll orðið til í eldgosum síðustu 5-20 þúsund árin, eða e...

Nánar

Hvort deyja menn „um“ eða „fyrir“ aldur fram?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Ég er með fyrirspurn um íslenskt mál sem mig langar að fá svar við. Þetta varðar hluta af starfi mínu. Hvort er réttara að segja: „Hann (hún) lést fyrir aldur fram árið ... aðeins ... ára að aldri“ „Hann (hún) lést um aldur fram árið... aðeins ... ára að aldri“ Með ...

Nánar

Hver eru helstu ritverk Platons?

Corpus Platonicum Að frátaldri Málsvörn Sókratesar, sem er varnarræða Sókratesar fyrir réttinum, eru öll verk Platons í formi samræðna. Alls eru honum eignaðar 42 samræður, þrettán bréf og eitt safn skilgreininga (nánast eins og heimspekileg orðabók). Þessi verk hafa öll varðveist og nefnist heildarsafnið einu ...

Nánar

Hvað er hæsti aldur sem til er í dýraríkinu?

Hæsti aldur sem greinst hefur meðal dýra er hjá kúskelinni (Arctica islandica), sem lifir meðal annars innan íslensku efnahagslögsögunnar. Auðvelt er að aldursgreina þessar samlokur með því að telja vaxtarhringi á skel þeirra, en þeim svipar mjög til árhringja í trjám. Elsti skráði einstaklingur kúskeljarinnar, og...

Nánar

Hvað eruð þið gömul?

Ritstjórn Vísindavefsins er í dag þann 9. maí 2006 samtals 186 ára. Við ritstjórnina starfa 5 manns og því er meðalaldur ritstjórnarmeðlima 37,2 ár, en miðgildið myndi vera 35 ár. Einn starfsmaður ritstjórnar er þó aðeins í hálfu starfi og því er spurning hvort aldur þess einstaklings teljist aðeins til hálfs. ...

Nánar

Hvað er hljóðmúr?

Hljóðmúr er ekki múr sem hlaðinn er úr steinum eða steyptur heldur vísar orðið til þess sem gerist þegar hlutur fer hraðar en hljóðið í því efni sem umlykur hann. Flestir hafa tekið eftir því að hljóðið ferðast með endanlegum hraða. Glöggt dæmi um það má upplifa með því að fylgjast með fljúgandi þotu á heiðskír...

Nánar

Hvað er hraunið sem kom upp í Geldingadölum gamalt?

Aldur hrauna miðast við þann tíma sem liðinn er frá því hraunin runnu á yfirborði jarðar.[1] Gosið í Geldingadölum hófst 19. mars 2021 og því lauk um sex mánuðum síðar. Hraunið er því aðeins um eins árs gamalt þegar þetta svar er skrifað. Ekki þarf að beita neinum sérstökum aðferðum til að aldursgreina hraun se...

Nánar

Hvað eru mörg börn í heiminum?

Eins og bent er á í svari við spurningunni Hvort eru fleiri fullorðnir eða börn í Afríku? þarf að byrja á því að ákveða við hvaða aldur á að miða þegar talað er um börn. Í því svari er miðað við að til barna teljist þeir sem eru 14 ára og yngri en sú aldursviðmiðun er höfð til hliðsjónar á heimasíðu Sameinuðu þj...

Nánar

Hvert er elsta og yngsta berg Íslands?

Elsta berg sem nú er ofan sjávarmáls á Íslandi er um það bil 16 milljón ára og er það að finna á ystu annesjum á norðanverðum Vestfjörðum, en lítið eitt yngra berg finnst austast á Austfjörðum. Eldra berg en það er sokkið í sæ. Um aldur Íslands er nánar fjallað í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hver...

Nánar

Fleiri niðurstöður