Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 879 svör fundust

Hvaða kvarðar eru helst notaðir til að mæla stærð jarðskjálfta?

Fljótlega eftir að skjálftamælingar hófust á virkum skjálftasvæðum, varð ljóst að jarðskjálftar voru mjög misstórir. Áhrif þeirra og tjón sem af þeim leiddi, var ekki sérlega góður mælikvarði á mikilvægi atburðanna í jarðfræðilegum skilningi. Þörf var á að finna kvarða sem gerði kleift að bera saman stærðir skjálf...

Nánar

Hvernig fjölga ísbirnir sér?

Hvítabirnir (Ursus maritimus) eru að mestu leyti einfarar. Þeir fara yfir stórt svæði til að afla sér fæðu og fylgja árstíðabundnum hreyfingum hafíssins. Þegar langt er liðið á veturinn eða snemma vors breytist dreifing þeirra á lagnaðarísnum nokkuð og þeir þétta sig meira saman samfara minnkandi ísþekju. Við þess...

Nánar

Hvaða heimildir hafa vísindamenn fyrir því hvenær ísöldin hafi verið?

Ísaldir skilja eftir sig margvíslegar menjar sem jarðfræðingar geta greint og túlkað. Þar má fyrst telja jökulsorfnar klappir, eins og í Öskjuhlíðinni í Reykjavík, og jökulruðning sem jöklar ísaldar hafa skilið eftir sig. Ennfremur U-laga dali og firði, sem skriðjöklar ísaldar hafa sorfið. Hér á landi bera móbergs...

Nánar

Hafa loftsteinar fundist á Íslandi?

Í sólkerfinu er fullt af grjóti og málmhnullungum sem kallast einu nafni geimgrýti. Margt af því kemur úr smástirnabelti sem er á milli Mars og Júpíters og einnig úr halastjörnum sem hafa sundrast. Á hverjum einasta degi skella milljónir steina á lofthjúpi jarðar. Þessir steinar eru þá nefndir loftsteinar (e. m...

Nánar

Hver var Kurt Martin Hahn og hvert var hans framlag til skólamála?

Þýska skólamanninum Kurt Martin Hahn hefði ekki líkað við þá óvirku athöfn að glápa á síður veraldarvefsins í tíma og ótíma. Hann vildi að ungt fólk væri virkt, skapandi og áræðið. Hahn fæddist í Berlín 5. júní 1886. Hann var þýskur gyðingur, undir sterkum áhrifum af Ríkinu eftir Platon og hafði mikil áhrif á skól...

Nánar

Hvaða rök eru fyrir efahyggju?

Efahyggja er almennt hugtak sem nær yfir hugmyndir um að ekki sé hægt að öðlast þekkingu á tilteknum hlutum eða þáttum. Oft takmarkast efahyggjan við einhverja tiltekna hluti eða þætti mannlegs lífs. Til dæmis er talað um trúarlega efahyggju þegar efast er um að hægt sé að vita að Guð sé til. En efahyggja getur lí...

Nánar

Berum við ábyrgð á eigin gerðum ef hægt er að spá fyrir um þær?

Til að svara þessari spurningu skulum við fyrst hugsa okkur einfalt dæmi: Maður ekur á ofsahraða niður brekku en neðst í brekkunni er kröpp beygja. Vegna þess hvað maðurinn ekur hratt er fyrirsjáanlegt af öllum kringumstæðum að hann muni ekki ná beygjunni; með öðrum orðum er hægt að spá fyrir um að hann muni aka ú...

Nánar

Hvernig er dýralíf á Grikklandi?

Elstu rituðu heimildir um dýralíf eru frá Grikklandi. Hinn mikli fræðimaður fornaldar Aristóteles (384-322 f.kr) lýsti ekki aðeins þeim dýrum sem fundust í nágrenni hans heldur setti hann einnig fram kenningar um tilurð þeirra og eðli. Rit hans voru grunnur að þekkingu og lærdómi manna við háskóla víða í Evrópu n...

Nánar

Hvers vegna eru hreindýr í útrýmingarhættu?

Hreindýr (Rangifer tarandus) eru útbreidd á heimskautasvæðum allt í kringum norðurpól. Stórir stofnar finnast í austanverði Síberíu, í Noregi, Kanada, Grænlandi, Alaska og í Asíu allt suður til 50° gráðu N-breiddar í Kína. Áður fyrr lifðu þau mun sunnar og voru útbreidd um Kanada og allt suður til Maine á vesturst...

Nánar

Geta áunnir eiginleikar erfst milli kynslóða?

Í stuttu máli er svarið nei. Áunnir eiginleikar vísa til eiginleika sem mótast við þjálfun og þroskun einstaklingsins, líkt og hreysti og vaxtarlag vegna líkamsræktar og mataræðis eða vegna menntunar og reynslu. Til dæmis erfist tungumálakunnátta ekki frá foreldrum til barna. Þótt umhverfisáhrif geti mótað samspil...

Nánar

Hvers vegna voru stafirnir c, q, z og w felldir úr íslenzka stafrófinu?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Í svari á vefnum vefnum við spurningunni Hvenær féllu c, q, z og w úr íslenska stafrófinu og hvers vegna? er ekkert getið hvers vegna. Sem sagt engin rök fyrir þessari ótrúlegu aðgerð, en hins vegar ýmislegt tínt til sem rökstyður það að hafa þá inni. Þess vegna er spurt: ...

Nánar

Hvað er ljósmyndaminni?

Aðrar spurningar: Af hverju gleymum við sumu, en annað munum við? Er hægt að þjálfa heilann upp í svokallað ljósmyndaminni? Hvað veldur ljósmyndaminni og er það eitthvað sem hægt er að þjálfa? Hversu nákvæmt er ljósmyndaminni? Svonefnt leifturminni (e. flashbulb memory) er minni sem geymir mjög skýrar minnin...

Nánar

Hvað er stokkhólmsheilkenni?

Stokkhólmsheilkennið er hugtak sem vísar til jákvæðs tilfinningasambands gísls við gíslatökumann sinn. Það var sænski geðlæknirinn Nils Bejerot (1921-1988) sem skilgreindi hugtakið fyrstur árið 1973, þegar hann aðstoðaði sænsku lögregluna að upplýsa bankarán sem var framið í Kreditbanken í Stokkhólmi sama ár. Bank...

Nánar

Fleiri niðurstöður