Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 306 svör fundust

Hvað ef Þjóðverjar hefðu verið á undan að hernema Ísland, væri þá menning okkar og kannski mál öðruvísi í dag?

„Ja, natürlich,“ væri freistandi svar við spurningunni. Hefðu Þjóðverjar hernumið Ísland á undan Bretum árið 1940, haldið völdum hér og æ síðan ráðið ríkjum um gervalla Evrópu, jafnvel víðar, þá hefði það vitaskuld haft áhrif á menningu okkar og tunguna sömuleiðis. Frelsi væri væntanlega af skornum skammti og einr...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér innrásina í Normandí?

Í byrjun árs 1944 var orðið ljóst að Þjóðverjar væru að tapa heimsstyrjöldinni. Þeir höfðu borið lægri hlut í baráttunni um Atlantshafið og Sovétmenn höfðu snúið vörn í sókn á austurvígstöðvunum. Við Miðjarðarhaf höfðu bandamenn náð að hrekja Þjóðverja úr Afríku og ráðast inn í bæði Sikiley og Ítalíu. Þjóðverjar h...

Nánar

Af hverju var fólk alltaf svo alvörugefið á gömlum ljósmyndum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Af hverju sýna ljósmyndir fólk fyrir rúmlega einni öld það alltaf svo alvörugefið? Hef heyrt að það hafi verið vegna þess að ljósop myndavéla var lengi opið og gat því mynd verið óskýr ef ekki var hægt að vera með einn svip - og þá var auðveldast að brosa ekki. Aðrir segja að fó...

Nánar

Getur kannabis læknað krabbamein?

Upprunaleg spurning Helgu var: Læknar kannabis krabbamein alveg? Ef svo er, hvað er mikið thc í kannabisinu? Og Kristinn spurði: Er til einhver sönnun um að kannabisplanta dragi úr vexti eða drepi krabbameinsfrumur? Lækningamætti kannabis er reglulega lýst í fjölmiðlum og á Internetinu. Sumir telja að ly...

Nánar

Hvað gerði Jósef Stalín sem leiddi til góðs?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Heil og sæl, við erum nemendur í grunnskóla og erum að vinna verkefni um Jósef Stalín. Við vorum að velta fyrir okkur hvaða hluti hann hefur gert sem hafa leitt til góðs. Jósef Stalín (1879-1953) var leiðtogi Sovétríkjanna í næstum 30 ár. Á Vísindavefnum hefur áður verið f...

Nánar

Hver var György Lukács og fyrir hvað er hann þekktur?

Ungverski heimspekingurinn og bókmenntafræðingurinn György eða Georg Lukács (1885-1971) var einn áhrifamesti og umdeildasti fræðimaður marxískrar hefðar á tuttugustu öld. Þekktastur er Lukács fyrir endurskoðun sína á undirstöðukenningum marxískrar þjóðfélagsgreiningar, kenningar sínar um skáldsöguna og skrif sín u...

Nánar

Af hverju var Jón Gerreksson biskup drepinn og hver var þar að verki?

Jöns Gerekesson Lodehat, eða Jón Gerreksson eins og Íslendingar hafa jafnan kallað hann, var danskur aðalsmaður, fæddur um 1378. Um þrítugt varð hann erkibiskup í Uppsölum í Svíþjóð, vafalaust að undirlagi Danakonungs, Eiríks af Pommern, sem ríkti þá jafnframt yfir Svíþjóð, því að vinátta var með þeim konungi og J...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um geimfarið Rosetta?

Rosetta er ómannaður rannsóknarleiðangur Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) til halastjörnunnar 67P/Churyumov-Gerasimenko. Rosetta var skotið á loft 2. mars árið 2004 og komst á braut um halastjörnuna þann 6. ágúst 2014. Með í för er lítið lendingarfar sem á að lenda á halastjörnunni í nóvember 2014. Það verður í f...

Nánar

Hvers konar hertækni var leifturstríð eða Blitzkrieg Þjóðverja?

Á fyrstu árum seinni heimsstyrjaldarinnar beitti þýski herinn nýstárlegri bardagaaðferð sem fól í sér samspil skriðdrekahernaðar og sprengjuflugvéla. Þannig var hægt að sækja hratt fram og koma í veg fyrir að andstæðingurinn næði að skipuleggja varnir. Þessi hernaðaraðferð hefur verið kölluð Blitzkrieg eða lei...

Nánar

Hvað er svona merkilegt við pendúl Foucaults?

Hugsum okkur að veðurfar væri þannig á jörðinni að við sæjum aldrei til himins vegna skýja. Mannkynið færi þá á mis við allar upplýsingar sem hægt er að afla með því að virða fyrir sér himininn dag og nótt, velta fyrir sér því sem þar er að sjá, mæla það út og skoða sem best. Hverju mundi þetta nú breyta í hugmynd...

Nánar

Hvað er sýndarveruleiki?

Orðið sýndarveruleiki er gjarnan notað sem þýðing á enska orðasambandinu „virtual reality“, en það er einkum haft um tölvulíkön sem líkja eftir afmörkuðum sviðum veruleikans. Elstu dæmin um sýndarveruleika, í þessum skilningi, eru flughermar sem notaðir hafa verið til að þjálfa flugmenn frá því á 7. áratug 20. ald...

Nánar

Fleiri niðurstöður