Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1070 svör fundust

Hvernig verka sprengipillur eða sprengitöflur?

Svokallaðar sprengipillur eða sprengitöflur innihalda virka efnið nítróglýserín og eru notaðar við brjóstverk frá hjarta, öðru nafni hjartaöng (e. angina). Brjóstverkur er einkenni margra kvilla, svo sem loftvegasýkinga, bakflæðis og stoðkerfisverkja, en hjartaöng stafar af blóðþurrð í hjartavöðva sem oft orsakast...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Guðnason rannsakað?

Jón Guðnason er dósent við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík. Hann leggur stund á rannsóknir í talmerkjafræði og máltækni. Rannsóknir Jóns í talmerkjafræði snúa aðallega að því að hanna og þróa aðferðir við að greina heilbrigði og hugrænt á...

Nánar

Hvað er gersveppur?

Gersveppir eru einfrumungar sem sjást ekki með berum augum og eru oftast hring- eða egglaga. Eiginlegir gersveppir tilheyra svonefndum gerabálki (Saccharomycetales). Helsta einkenni ættbálksins er að sveppirnir æxlast kynlaust með einfaldri skiptingu eða knappskoti, eins og sést hér á myndinni til hliðar. Á ákv...

Nánar

Er norðlenska flokkuð sem hreimur eða mállýska?

Þegar talað er um „norðlensku“ er venjulega átt við ákveðin einkenni í framburði, einkum svokallað harðmæli og raddaðan framburð. Harðmæli felst í því að bera lokhljóðin p, t og k fram fráblásin inni í orðum, t.d. æpa, vita, vaka ([aiːpʰa], [vɪːtʰa], [vaːkʰa]), í stað ófráblásinn...

Nánar

Til hvers er botnlanginn?

Botnlanginn er hol tota sem gengur út frá botnristlinum. Hlutverk hans eða tilgangur í mönnum er mjög á huldu. Til dæmis virðist unnt að fjarlægja hann hvenær sem er á ævinni án þess að það hafi nein sýnileg áhrif. Hins vegar gegnir botnlanginn mikilvægu hlutverki í ýmsum dýrum. Talið er að botnlangi í mönnum sé l...

Nánar

Hvaða gildi hafa dagdraumar?

Dagdraumar eru hluti af hugsanaflæði okkar í vöku. Fræðimenn hafa komist að því að dagdraumar eru mestir á unglingsárunum en eftir því sem fólk eldist dregur úr dagdraumum þess. Á gamals aldri eru kynferðislegir dagdraumar og hetjudraumar afar fátíðir. Þegar fólk er upptekið af krefjandi verkefnum gefast fá tækifæ...

Nánar

Hverjir eru litir hesta?

Litafjölbreytni er eitt einkenna íslenska hestsins. Helstu litir og litaafbrigði eru þessi: Rauður: Fjölbreytilegur, frá fölrauðum til nánast bleiks yfir í sótrauðan. Liturinn á tagli og faxi er oft svipaður og á búk en einnig ljósari. Bleikur: Ljósari en rauði liturinn. Munurinn felst í því að húðin er ljós...

Nánar

Getið þið flokkað haförn frá ríki niður í tegund?

Haförninn (Haliaeetus albicilla) er ein af þremur tegundum ránfugla í íslenskri fuglafánu. Hann er í senn langstærstur og sjaldgæfastur hérlendra ránfugla. Haförninn er flokkaður á eftirfarandi hátt: Ríki (Regnum) Dýraríki (Animalia) Fylking (Phylum) Seildýr (Chordata) Undirfylking (Subphylu...

Nánar

Hvert er kjörlendi elgsins og hvers konar gróðri sækist hann eftir?

Elgurinn (Alces alces) er stærsta tegund hjartarættarinnar (Cervidae). Elgir eru háfættir og hálsstuttir, um 1,5-2,0 metrar á hæð yfir herðakamb og vega oftast í kringum 850 kg. Helsta einkenni þeirra eru mikil og sérstæð horn en það eru aðeins tarfarnir sem skarta þeim. Elgir hafast við í skóglendi á norðlægum sl...

Nánar

Hvað er slangur gamalt fyrirbrigði?

Erfitt er að skilgreina nákvæmlega hvað átt er við með orðinu slangur. Það nær yfir óformlegt orðfæri sem er frábrugðið viðurkenndu málsniði. Slanguryrðin eru oft tengd ákveðnum hópum í samfélaginu sem nota þau sem sitt sérstaka mál. Slangur einkennist af óvenjulegri orðmyndun, orðaleikjum og myndmáli og er fyrst ...

Nánar

Hver fann upp tónlistina?

Enginn veit hver fann upp tónlistina, en víst er að hún hefur verið með mönnunum ótrúlega lengi. Sumir halda því meira að segja fram að tónlist sé ekki bundin við nútímamanninn Homo sapiens sapiens heldur hafi hún einnig verið til hjá öðrum tegundum manna. Í því samhengi er oft talað um svokallaða Neanderdalsflaut...

Nánar

Hvað ræður kyni barns?

Í stuttu máli má segja að kyn barns ráðist af því hvort Y-kynlitningur er í okfrumunni sem fóstrið þroskast af eða ekki. Þar sem Y-kynlitningar eru bara í körlum er það faðirinn eða öllu heldur sáðfruma hans sem ákvarðar kyn barns. Skoðum þetta aðeins nánar. Upphaf nýs einstaklings er þegar tvær frumur, eggfrum...

Nánar

Hvað eru til margar dýrategundir í heiminum?

Á jörðinni er afar fjölbreytt dýralíf og um þessar mundir eru þekktar um 1,5 milljónir dýrategunda. Innan dýraríkisins (Animalia) skiptast tegundirnar í mjög ólíka hópa dýra sem aðskildust tiltölulega snemma í þróunarsögunni. Dýr skiptast fyrst í fylkingar hryggleysingja (Protochordata) og seildýra (Chordata)m en ...

Nánar

Hver er skilgreiningin á parodíu?

Orðið parodía er komið úr grísku og merkir bókstaflega 'hliðarsöngur'. Það er yfirleitt notað um eftirlíkingar á alvarlegum skáldverkum þar sem fyrirmyndin er skopstæld. Íslenska orðið skopstæling nær bæði yfir parodíu og hugtakið travestíu en það er dregið af ítalska orðinu travestire sem merkir að 'dulbúa'. E...

Nánar

Fleiri niðurstöður