Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 367 svör fundust

Hvað er elsta tré jarðar gamalt og hvaða tegund er það?

Fram til ársins 2013 var furutré sem gekk undir gælunafninu Methusaleh elsta lifandi tré jarðar sem vitað var um. Methusaleh er fura af tegund sem á latnesku nefnist Pinus longaeva og er talið vera meira en 4800 ára gamalt. Þetta tré er í Hvítufjöllum í Kaliforníu í Bandaríkjunum en nákvæm staðsetning þess er ekki...

Nánar

Af hverju er orðið hvítvoðungur stundum notað um nýfædd börn?

Orðið hvítvoðungur merkir annars vegar ‘ungbarn, kornabarn’ og hins vegar í eldra máli ‘nýskírður maður’. Í Íslenskri orðabók (2002:xiii) er það merkt með krossi sem segir að orðið sé fornt eða úrelt. Í riti Páls Vídalín, Skýringar yfir fornyrði lögbókar þeirrar er Jónsbók kallast (í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólan...

Nánar

Hvaðan kemur íslenska orðið von?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur íslenska orðið „von“? Er eitthvað vitað um orðsifjar þess? Kvenkynsorðið von ‘vænting’ er þekkt í elsta máli í myndinni ván. Breytingin vá > vo hófst á 14. öld (á > ó > o á eftir v, það er ván > vón > von) (Stefán Karlsson 2000:26). Kvenkynsorðið von ‘vænting’ ...

Nánar

Hvaðan kemur orðið formyrkvaður og hvenær var það fyrst notað?

Sögnin að formyrkva ‛myrkva, gera dimman’ kemur fyrst fyrir í málinu 1558 svo vitað sé í þýðingu Gísla Jónssonar á Margarita Theologica … samkvæmt riti Christians Westergaards Nielsens Låneordene i det 16. århundredes trykte islandske litteratur frá 1946. Að baki liggur danska orðið formørke í sömu m...

Nánar

Hvaðan kemur orðtakið 'ekki baun í bala'?

Orðatiltækið „ekki baun“ er gamalt í málinu. Það er þekkt úr gömlum rímum og eldra er sambandið e-ð dugir ekki meira en ein baun. Það kemur fyrir í Riddarasögum. Líkingin er dregin af því hversu smáar baunir eru. Yngra er að skeyta balanum aftan við. Það orð er valið annars vegar vegna þess hve lítið fer fyrir ein...

Nánar

Hvers konar ljón eru þeir sem eru samkvæmisljón?

Orðið samkvæmisljón er bein þýðing á danska orðinu selskabsløve. Það er notað um mann eða konu sem yndi hefur af því að sækja samkvæmi. Orðið er ekki gamalt í íslensku. Það virðist koma fram á prenti um miðja síðustu öld en er líklega eitthvað eldra í talmáli. Samkvæmisljón? Frekara lesefni á Vísindavefnum: Er ...

Nánar

Hvort er réttara að segja keypti eða kaupti?

Sögnin að kaupa er veik sögn sem beygist í kennimyndum kaupa - keypti - keypt. Sögnin beygist þannig í nútíð og þátíð: Nútíð - Þátíð 1.p.et. kaupi - keypti 2.p. kaupir - keyptir 3.p. kaupir - keypti 1.p.ft. kaupum - keyptum 2.p. kaupið - keyptuð 3.p. kaupa - keyptu Á eldra málstigi varð hljóðbreyting í ...

Nánar

Get ég fengið að sjá rúnastafrófið eins og það var á Íslandi?

Rúnir eru elsta form skrifleturs meðal germanskra þjóða. Orðið rún getur merkt leyndarmál, einkamál eða vísdómur. Til eru tvær gerðir af rúnakerfum. Eldra kerfið hefur 24 rúnir og var notað frá 2. öld e. Kr. fram til þeirrar áttundu. Þá var tekið upp nýtt rúnakerfi með 16 rúnum. Yngri rúnirnar hafa aðeins fundist ...

Nánar

Hver er sönnun þess að Leifur heppni fann Ameríku?

Gunnar Karlsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, hefur svarað hér á Vísindavefnum spurningunni Hvor var á undan að finna Ameríku, Leifur eða Bjarni Herjólfsson? Þar segir hann að ekkert sé hægt að fullyrða um hver fann Ameríku fyrstur norrænna manna. Fornleifauppgröftur í L’Anse aux Meadows á Nýfundnala...

Nánar

Af hverju heitir Alþingi ekki Alþing?

Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Af hverju heitir Alþingi Alþingi en ekki Alþing? Þ.e. af hverju þessi -i ending? Orðið þing beygðist til forna eins og í dag, í þágufalli þingi og í eignarfalli þings. Í fornnorrænni málfræði eftir Adolf Noreen er ekki minnst á hliðarmyndina þingi, aðeins þing. Í fornmá...

Nánar

Endurnýjast allar frumur líkamans endalaust?

Frumur líkamans endurnýjast ekki endalaust. Það er mjög misjafnt eftir vefjagerðum hversu hröð endurnýjunin er. Beinvefur grær til dæmis hratt eftir brot og vefir húðarinnar og slímhúða endurnýjast hratt, enda verður mikið slit á þeim. Vöðvavefir, taugavefir og sumir blóðvefir endurnýjast hins vegar mjög lítið eft...

Nánar

Er nafnorðið þolinmóður notað yfir verkfæri?

Upprunalega spurningin var: Kannist þið við nafnorðið þolinmóður? Gæti það verið verkfæri eða pinninn sem heldur hurðalömum saman? Þetta er komið frá eldra fólki sem fallið er frá fyrir löngu. Mögulega er um misheyrn eða misskilning að ræða en mig langar samt að forvitnast um þetta. Nafnorðið þolinmóður er n...

Nánar

Er nafnið Snorre upprunalegra en Snorri?

Bókstafurinn –e í Snorre stendur í algerri bakstöðu. Forngermanskt –i í bakstöðu varð í forníslensku mjög snemma og fyrir ritun íslenskra heimilda að –e, samanber geste, hirþe í stað gesti, hirði. Þegar fyrir 1250 kom –i inn aftur í stað –e þótt fyrri ritháttinn megi sjá mun lengur í sumum handritum. Samkvæmt þess...

Nánar

Fleiri niðurstöður