Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 400 svör fundust

Hvað er læknisfræðinám við Háskóla Íslands langt?

Fullmenntaður læknir á Íslandi hefur að baki 12-14 ára menntun og þjálfun, en jafnvel meira hafi hann lokið doktorsnámi. Formleg kennsla í læknisfræði hófst á Íslandi með stofnun Læknaskólans árið 1876. Læknadeild Háskóla Íslands var stofnuð um leið og skólinn sjálfur árið 1911 og síðan þá hafa yfir 2000 lækna...

Nánar

Hvers vegna hafa Bandaríkin stutt Ísrael eins og raun ber vitni, meðan mörg önnur ríki fordæma brot Ísraels á alþjóðasamþykktum?

Stuðning Bandaríkjanna við Ísrael má skýra að miklu leyti með hinum miklu áhrifum, sem fólk af Gyðingaættum hefur í Bandaríkjunum, ekki síst í fjölmiðlum og stjórnmálum. Bandarískum Gyðingum hefur vegnað þar mjög vel. Það virðist vera svo erfitt að öðlast stjórnmálaframa í Bandaríkjunum í óþökk Gyðinga, að enginn ...

Nánar

Hvenær var fyrsta forritunarmálið fundið upp? Er það enn notað?

Fyrsta forritunarmálið er talið vera Plankalkül, sem skilgreint var af Konrad Zuse á árunum 1942-1946. Þó var skilgreining málsins ekki gefin út opinberlega fyrr en árið 1972. Sökum þess hve seint skilgreining Plankalkül var gefin út var það aldrei notað og hafði því ekki mikil áhrif á þróun forritunarmála. Þess m...

Nánar

Hver var véfréttin í Delfí og hvaða hlutverki gegndi hún?

Véfréttin í Delfí var staður þar sem Forngrikkir gátu fengið goðsvar frá hofgyðju Apollons. Delfí var forngrísk borg í suðurhlíðum Parnassosfjalls í Fókishéraði. Eldra nafn borgarinnar var Pýþó, dregið af nafni Pýþonsslöngu sem Apollon átti að hafa drepið. Ekki er ljóst af hverju borgin var síðan nefnd Delfí, s...

Nánar

Hvað merkir aðventa?

Aðventa er annað heiti á jólaföstu. Hún hefst fjórða sunnudag fyrir jóladag og stendur því í fjórar vikur. Orðið aðventa hefur verið notað í málinu að minnsta kosti frá því á 14. öld og er tökuorð úr latínu adventus í merkingunni 'tilkoma'. Að baki liggur latneska sögnin advenio 'ég kem til' sem leidd er af latnes...

Nánar

Hver er Jerome S. Bruner?

Jerome S. Bruner.Jerome S. Bruner er fæddur í New York árið 1915. Hann lauk B.A.-prófi við Duke-háskóla og stundaði síðan nám í sálfræði við Harvard-háskóla og lauk doktorsprófi við þann sama háskóla 1941. Hann varð prófessor við Harvard 1944 og hefur verið við þann skóla síðan. Hann var forseti bandaríska sálfræ...

Nánar

Af hverju heitir bakkelsið ástarpungar?

Heitið ástarpungur um kúlulaga, djúpsteikt kaffibrauð þekkist að minnsta kosti frá fjórða áratug 20. aldar. Sennilega er það lögun kökunnar sem kallað hefur á nafnið en óneitanlega minnir hún á þennan hluta af kynfærum karla. Elsta dæmi á timarit.is er úr sögu í dagblaðinu Vísi frá 1934: ofan á allar góðgerðir...

Nánar

Getið þið útskýrt fjórðu víddina?

Skuggi sem venjuleg teningsgrind varpar er tvívíð mynd en fjórvíð teningsgrind gæti varpað þrívíðum skugga. Hér er slík skuggamynd af fjórvíðri teningsgrind í snúningi. (Smellið til að sjá hreyfimynd.)Í þessu svari verður að mestu skoðuð svokölluð evklíðsk rúmfræði, þar sem fjarlægðir eru líkar því sem við eigum a...

Nánar

Hvort eru fleiri tegundir af fiskum með brjósk eða bein?

Mun fleiri tegundir beinfiska (Osteichthyes) en brjóskfiska (Chondrichithyes) eru þekktar í dag í ám, vötnum og heimshöfum jarðarinnar. Rúmlega 20.000 tegundum beinfiska hefur verið lýst en í kringum 800 tegundum brjóskfiska. Beinfiskar eru í raun langstærsti hópur hryggdýra, en næst koma fuglar með um 9.000 tegun...

Nánar

Hvað búa margir í Ástralíu?

Í dag eru íbúar Ástralíu um 22 milljónir. Ástralía er sjötta stærsta land í heimi, um það bil 75 sinnum stærra en Ísland. Stærsti hluti landsins er eyðimörk. Flestir íbúanna, eða rúmlega 85%, búa við ströndina í suðaustur- og austurhluta landsins. Þar eru borgirnar Sydney, Melbourne, Adelaide, Brisbane og höfuðb...

Nánar

Hvað eru til margir kraftar?

Hér er væntanlega átt við hversu margar tegundir krafta séu til, því að ýmiss konar kraftar verka milli flestra hluta og það mundi æra óstöðugan að ætla sér að telja þá! Í venjulegri, hefðbundinni aflfræði er mest fjallað um togkrafta, þrýstikrafta, núningskrafta, þyngdarkrafta og fleira. Í rafsegulfræði lærum ...

Nánar

Fleiri niðurstöður