Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4526 svör fundust

Hvað getið þið sagt mér um jafnhleðslusýrustig prótíns?

Amínósýrur eru byggingarefni prótínsameinda og sumar þeirra hafa hlaðna virknihópa. Yfirborð prótína hefur því hleðslu sem fer eftir fjölda og gerð amínósýranna og sýrustigi lausnarinnar. Jafnhleðslusýrustig (pI) er það sýrustig þar sem heildarhleðsla prótíns er núll. Við sýrustig neðar en pI viðkomandi prótíns e...

Nánar

Getur verið að bæjarnafnið Gottorp í Húnaþingi þýði gott varp?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvaðan kemur bæjarnafnið Gottorp í Húnaþingi? Getur verið að það þýði gott varp? Gottorp er bær í Vesturhópi í Vestur-Húnavatnssýslu. Bæjarnafnið var gefið af Lauritz Christiansson Gottrup (1648-1721) lögmanni á Þingeyrum 1694 eða 1695 þegar hann byggði upp eyðibýlið...

Nánar

Hvað er prívatbíll? Hvað er prívat gamalt orð?

Orðið prívat og samsetningar með prívat- að forlið fara að tíðkast mjög þegar kemur fram á 19. öld (sjá Ritmálssafn OH). Hins vegar rata þessi orð ekki í prentaðar orðabækur fyrr en upp úr miðri 20. öld, að Íslenzk orðabók Menningarsjóðs (1963) og Viðbætir við orðabók Blöndals (1963) koma út. Í fyrstu og annarri ú...

Nánar

Af hverju var númerið 112 valið sem neyðarnúmer?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er einhver sérstök ástæða fyrir því að talnarunan einn-einn-tveir (1-1-2) er valin sem neyðarnúmer? Hvers vegna ekki 1-2-3 eða 1-1-1? Fyrst var mælt með númerinu 112 sem samræmdu neyðarnúmeri af Samtökum póst- og fjarskiptastjórna í Evrópu árið 1972. Númerið var síðan g...

Nánar

Hvað éta hagamýs?

Hér er einnig svarað spurningunni:Éta mýs ost? Hagamýs lifa villtar í náttúru Íslands og éta það sem þær finna og ætilegt er í nágrenni við bústaði sína (holur í jarðvegi eða glufum). Hagamýs safna forða í holur sínar og ganga í hann yfir vetrarmánuðina þegar lítið er um annað æti. Þetta eru gjarnan ber sortulyng...

Nánar

Eru segulpóll og norðurpóll ekki sami póllinn?

Nei, segulpóll og norðurpóll eru ekki sama fyrirbærið. Norðurpóll og suðurpóll eru þeir pólar þar sem jarðmöndullinn eða snúningsásinn sker yfirborð jarðar í norðri og suðri og eru skilgreindir sem breiddargráðurnar 90°N og 90°S. Hreyfingar segulpólsins á norðurheimskautinu. Segulpólarnir sem finnast bæði í ...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um frumefnið ál?

Ál er frumefni nr. 13 í lotukerfinu. Ál er silfurhvítur léttmálmur með mólmassa 26,98 g/mól. Efnið er sterkt miðað við eðlisþyngd og auðvelt í mótun. Þessir eiginleikar álsins endurspeglast í því að það er annar mest notaði málmurinn í heiminum á eftir stáli. Ál er ekki segulmagnað en eins og almennt gildir um mál...

Nánar

Er það satt að geimfarar fái sér epli við lendingu á jörðu?

Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Er það satt að geimfarar fái sé epli við lendingu á jörðu? Af hverju og hvenær kom þessi siður á? Já, þessi siður tíðkast að minnsta kosti þegar rússnesk geimför lenda á jörðu. Lítið er tekið af ferskum matvælum út í geim, þar sem þau skemmast fljótt. Aftur á móti bíða g...

Nánar

Af hverju er grjótið á Mars rautt?

Mars er fjórða reikistjarnan frá sólu og sú næstminnsta. Þegar við skoðum Mars í sjónauka virðist hún vera rauðleit. Þessi rauði litur er tilkominn vegna járnoxíðs í berginu en járnoxíð kallast öðru nafni ryð. Meira má lesa um rauða lit reikistjörnunnar í svari Stjörnufræðivefsins við spurningunni: Hvers vegna er ...

Nánar

Hvaða typpi er uppi á honum?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hver er uppruni orðatiltækisins „það er uppi á honum typpið“ og er hér verið að vísa til karlskyns kynfæra eða hefur orðið typpi aðra merkingu í þessu samhengi? Orðið typpi hefur fleiri en eina merkingu: 'toppur, nabbi, bóla, húnn á siglutré, snerill, getnaðarlimur...

Nánar

Hver fann upp píanó?

Píanó getur flokkast sem hljómborðshljóðfæri, ásláttarhljóðfæri og strengjahljóðfæri. Það hefur strengi sem slegið er á með hömrum, en hömrunum er stjórnað af hljómborði. Píanókeikarinn spilar því í raun á hljómborð. Píanó hafa yfirleitt 88 nótur, 52 hvítar og 36 svartar. Stundum eru nóturnar í öðrum lit. Strengir...

Nánar

Hvað er pipar og hvernig verður hann til?

Pipar er krydd úr berjum piparjurtarinnar (Piper nigrum). Piparjurtin er klifurjurt upprunnin í hitabelti Asíu. Jurtin getur náð 4-6 metra hæð. Þriggja til fjögurra ára gömul byrjar jurtin að blómstra litlum hvítum blómum sem verða að berjum og kallast piparkorn. Til eru nokkrar gerðir af pipar og fer bragð og lit...

Nánar

Nýta menn marglyttur, væri hægt að borða þær?

Upprunaleg spurning Ásu hljóðaði svona:Hvað er marglytta og hvaða gagn gerir hún fyrir okkur mennina? Marglyttur tilheyra fylkingu holdýra (Cnidaria). Holdýr eru gjarnan flokkuð í hveljur, sem skiptast í smáhveljur (Hydrozoa) og stórhveljur (Scyphozoa), en til þeirra heyra marglyttur, og holsepa (Anthozoa) sem ...

Nánar

Hver fann upp á stígvélum?

Stígvél er skófatnaðaðar sem nær að minnsta kosti upp fyrir ökkla. Stígvél geta náð upp að hné og hæstu stígvél eru klofhá. Stangveiðimenn nota til að mynda slík stígvél sem kallast yfirleitt vöðlur. Ekki er með fullu víst hvenær menn fóru að klæðast stígvélum. Sumir vilja rekja sögu þeirra aftur til ársins 100...

Nánar

Fleiri niðurstöður