Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4526 svör fundust

Af hverju varð Hollywood miðstöð kvikmyndabransans í heiminum?

Þetta eru í raun tvær spurningar. Í fyrsta lagi, hvers vegna urðu Hollywood og Kalifornía miðja bandarísks kvikmyndaiðnar? Og í öðru lagi, hvers vegna varð bandarísk kvikmyndagerð ráðandi í heiminum? Fyrsta miðstöð bandaríska kvikmyndaiðnaðarins var New York auk þess sem nokkur stór framleiðslufyrirtæki áttu s...

Nánar

Hvað er ránlífi?

Til að við áttum okkur á gerðum fæðunáms lífvera á jörðinni er gott að skipta þeim í tvennt: Í fyrsta lagi eru frumbjarga lífverur, sem ýmist stunda efnatillífun eða ljóstillífun en hins vegar eru hinar ófrumbjarga lífverur; þeim flokki tilheyra meðal annarra þær lífverur sem stunda ránlífi. Ránlífi má skilg...

Nánar

Hvað er sauðlaukur sem Sauðlauksdalur er kenndur við?

Sauðlauksdalur er fyrrum prestssetur í Rauðasandshreppi í Vestur-Barðastrandarsýslu. Í kirknatali Páls Jónssonar biskups frá því um 1200 er staðurinn aðeins nefndur Dalur: Kirkja í Dal (Ísl. fornbréfasafn XII, 13). Í Prestssögu Guðmundar góða frá fyrri hluta 13. aldar er nafnmyndin Sauðlausdalr (Sturlunga saga I, ...

Nánar

Hversu margir alþingismenn voru á hinu forna Alþingi?

Ekki er vitað nákvæmlega hvernig Alþingi á Þingvöllum þróaðist áður en ritöld hófst, kristni var lögtekin og skriflegar heimildir um þingið urðu til. En helsta heimild okkar um skipulag Alþingis á þjóðveldisöld er lögbókin Grágás. Varðveitt handrit hennar eru ekki skráð fyrr en á síðustu áratugum þjóðveldisins, og...

Nánar

Hver fann upp fallhlífina og til hvers eru fallhlífar notaðar?

Vegna þyngdarkraftsins falla flestir hlutir til jarðar. Hann gefur öllum hlutum sömu hröðun og hraða ef hann er einn að verki. Ef steinn og fjöður eru látin falla samtímis til jarðar úr sömu hæð fellur steinninn á jörðinni á undan, ekki af því að hann er þyngri heldur vegna þess að hlutfallslega meiri loftmótstaða...

Nánar

Hvar bjuggu ísbirnir á ísöld?

Í stuttu máli þá hafa hvítabirnir (Ursus maritimus) á ísöld lifað nálægt ísröndinni rétt eins og þeir gera í dag. Munurinn var aðeins sá að þá náði ísinn miklu sunnar en hann gerir nún. Miðað er við að ísöld hafi hafist fyrir um 2,6 milljón árum og skiptist hún í jökulskeið og hlýskeið. Síðasta jökulskeið hófst...

Nánar

Getur það virkilega gerst að það rigni froskum eða fiskum?

Margir hafa greinlega áhuga á því hvort það geti í raun og veru rignt fiskum eða froskum og þá af hverju? Vísindavefurinn hefur fengið fjölmargar spurningar um efnið, meðal annars þessar hér: Er mögulegt að það rigni froskum, hefur það gerst, hvers vegna gerist það, og ef ekki, hvaðan er sú saga komin? Ég las ei...

Nánar

Hvað verpa mörgæsir mörgum eggjum og hversu lengi eru eggin að klekjast út?

Útungunartími mörgæsa er á bilinu 30-64 dagar, allt eftir því hvaða tegund á í hlut. Í töflunni hér fyrir neðan má sjá útungunartíma og meðalfjölda eggja í varpi hjá þeim 17 mörgæsategundum sem nú lifa á jörðinni. Rétt er að taka fram að upplýsingarnar koma úr ýmsum áttum, sumar heimildir gefa upp ákveðinn dagafj...

Nánar

Af hverju lét Júlíus Sesar árið byrja á janúar?

Dagatalið var í fyrstu tæki til að greina á milli hátíðis- og hvíldardaga og vinnudaga bænda. Hjá Rómverjum til forna hófst árið í mars. Elstu heimildir um tímatal Rómverja greina frá því að þá hafi árið (lat. annus) verið fjórir mánuðir sem báru nöfn sem við þekkjum úr rómverskri goðafræði: Mars, apríl, maí og jú...

Nánar

Hver er munurinn á flensu og COVID-19?

Verulegur munur er á flensu og COVID-19 - það er engan veginn hægt að segja að COVID-19 sé eins og hver önnur flensa, enda um tvo aðskilda sjúkdóma að ræða sem orsakast af tveimur gjörólíkum veirum. Þegar nýr faraldur smitsjúkdóms greinist er gjarnan horft um öxl og fyrri faraldrar skoðaðir. Þetta getur verið gagn...

Nánar

Hvenær var blómatími grískrar heimspeki og hvenær lauk honum?

Nú er spurt um gullöld grískrar heimspeki. Hugtakið ‘blómatími’, eins og ‘gullöld’ og önnur áþekk hugtök, er fyrst og fremst merkimiði sem við höfum búið til og notum til þess að upphefja ákveðið tímabil sem okkur þykir af einhverjum ástæðum mikið til koma. Við köllum eitthvert tímabil í sögu heimspekinnar blómatí...

Nánar

Var Haraldur hárfagri bara uppspuni Snorra Sturlusonar?

Samkvæmt Íslendingabók Ara fróða Þorgilssonar varð landnám Íslands á stjórnarárum Haralds hárfagra. Texti Ara hljóðar svo: Ísland byggðist fyrst úr Norvegi á dögum Haralds hins hárfagra, Halfdanarsonar hins svarta, í þann tíð ... er Ívar Ragnarssonur loðbrókar lét drepa Eadmund hinn helga Englakonung; en það var ...

Nánar

Hverjir semja reglurnar um flóttamenn?

Mikilvægustu reglurnar um flóttamenn eru alþjóðlegar og samræmdar í öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna með svokölluðum flóttamannasamningi. Hann var undirritaður árið 1951 af aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna og við hann var bætt árið 1967. Ísland gerðist aðili að samningnum árið 1957. Hvert þjóðríki setur sín...

Nánar

Fleiri niðurstöður