Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4526 svör fundust

Hvaðan kemur heitið á frumefninu arsen?

Arsen er frumefni með sætistöluna 33. Latneskt heiti þess er Arsenicum og efnatáknið er As. Heiti þess kemur úr arabísku, az-zernikh. Zernikh kemur upprunalega úr persnesku, þar sem zar merkir gull. Það vísar til gula litarins í litarefninu arsen-þrísúlfíð, sem er eitt efnasamband arsens. Persneska orðið zar me...

Nánar

Hvers konar menn voru flugumenn?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Í Íslendingasögunum er oft talað um flugumenn. Hvað er þetta orð gamalt í málinu og hver er upphafleg merking orðsins flugumaður? Orðið flugumaður þekkist þegar í fornum heimildum, til dæmis Flateyjarbók, Víga-Glúms sögu og fleiri ritum. Í orðabók Johans Fritzners yfi...

Nánar

Af hverju eru fellibyljum gefin nöfn?

Fellibyljum eru gefin mannanöfn til að auðvelda umræðu um þá. Nafngift er auk þess talin draga úr líkum á misskilningi við miðlun viðvarana ef margir fellibyljir eru samtímis á ferð. Fyrr á tímum var algengt að fellibyljir væru nefndir eftir dýrlingum, en heimildir eru um kvenmannsnöfn frá 19. öld. Árið 1953 hó...

Nánar

Í hvaða matvælum er helst að finna frumefnið litín (lithium)?

Litín (Li) finnst víða, en í mjög breytilegu magni, í plöntum (0,4 til 1000 míkrógrömm/g) og jarðvegi (frá því innan við 10 og yfir 100 míkrógrömm/g) (1 míkrógramm = 10-6 g). Í plöntum er þessi styrkur mjög háður tegundum, sem og þeim jarðvegi sem plönturnar vaxa í. Í austur-evrópskri rannsókn reyndist litínmagn í...

Nánar

Hvað þýðir spútnik?

Orðið spútnik er rússneska og þýðir förunautur eða fylgdarmaður. Í hugum flestra tengist þó orðið spútnik gervitunglum sem Rússar komu á braut um jörð fyrstir manna og mörkuðu upphafið að geimferðakapphlaupi Rússa og Bandaríkjamanna. Fyrsti gervihnöttur Rússa fór út í geiminn þann 4. október 1957. Sá kallaðist...

Nánar

Hvað er fiskeldi?

Fiskeldi, stundum kallað sjávardýraeldi er hvers kyns ræktun á sjávar og ferskvatns dýrum. Ræktun sjávardýra á borð við karpa á sér mjög langa sögu. Forn kínversk handrit sem talin hafa verið skrifuð á 5 öld f.Kr. sýna fram á að Kínverjar hafi ræktað vatnakarpa víða við austurströnd Kína. Mun eldri heimildir e...

Nánar

Hvað þýðir orðið "halelúja"?

Í Íslensku orðsifjabókinni kemur fram að hal(l)elúja er hvorugkynsorð. Halelúja er sagt vera upphrópun og fagnaðarsöngur eða fagnaðarákall í kirkjumáli. Halelúja er tökuorð í íslensku sem er ættað úr hebresku. Orðið þýðir lofaður sé Drottinn og hebreski rithátturinn er hallelu Jah (Jah er stytting fyrir Jahve)...

Nánar

Hvað er osmósa?

Þegar leysiefni og lausn eru aðskilin með himnu sem einungis hleypir í gegn um sig sameindum leysiefnisins leitast viðkomandi sameindir til að fara frá leysiefninu yfir í lausnina. Við það þynnist lausnin, þ.e. styrkur uppleysta efnisins í lausninni minnkar. Fyrirbæri þetta nefnist osmósa. Almennt getur osmósa át...

Nánar

Hvað eða hver var eða er „Hollendingurinn fljúgandi“?

Ef leitað er á Netinu með leitarorðinu „Hollendingurinn fljúgandi" kemur í ljós að nafnið tengist ólíkum hlutum. Til dæmis bera ýmis fyrirtæki nafnið "Hollendingurinn fljúgandi". Á meðal þeirra má nefna veitingahús, diskótek, flugskóla, bátasmíðastöðvar, bakarí og meira að segja sorphreinsunarfyrirtæki. Nafn...

Nánar

Hvernig er dýralífið í Sahara?

Sahara-eyðimörkin er sú stærsta í heimi. Hún er um 5.000 kílómetrar frá austri til vesturs og 2.000 kílómetrar frá norðri til suðurs. Sahara nær yfir nánast alla Norður-Afríku og þekur um þriðjung heimsálfunnar. Eyðimörkin nær frá Atlantshafinu í vestri, að Rauðahafinu í austri og frá Atlasfjöllunum og Miðjarðarh...

Nánar

Hvað borguðu Bandaríkjamenn fyrir Alaska þegar þeir keyptu það?

Árið 1867 keyptu Bandaríkin Alaska af Rússlandi fyrir 7,2 milljónir bandaríkjadala. Forsögu kaupanna má rekja till þess er danskur landkönnuður, Vitus Bering, kom til Alaska árið 1741. Hann hafði ásamt félögum sínum ferðast alla leið yfir Síberíu og yfir sundið milli Alaska og Síberíu en það er nú kennt við hann o...

Nánar

Hvers vegna er flaggað í hálfa stöng?

Á Íslandi er flaggað í hálfa stöng á sorgarstundum. Á meðan jarðarför fer fram er fáninn í hálfa stöng á meðan að jarðarförin stendur yfir en að athöfn lokinni skal fáninn dreginn að húni og blakta þar til sólarlags. Á ensku er talað um að flaggað sé í half mast eða í hálft mastur þegar fáni er dreginn í há...

Nánar

Grætur einhver dýrategund, önnur en maðurinn?

Flest, ef ekki öll, spendýr sýna hryggð og gefa frá sér hljóð sem hugsanlega er hægt að túlka sem grát. Engin dýrategund grætur þó á sama hátt og maðurinn. Rannsóknir á atferli apa, meðal annars rannsóknir hins fræga prímatafræðings, Jane Goddall, hafa sýnt fram á að ungir simpansar gefa frá sér einhvers konar...

Nánar

Hvað er laxsíld?

Laxsíld er samheiti yfir nokkrar tegundir af laxsíldaættinni (l. Myctophidae). Laxasíldar eru litlir, þunnvaxnir og stórmynntir fiskar sem halda sig á miðsævinu á úthafinu. Í riti Gunnars Jónssonar, Íslenskir fiskar er getið um 10 tegundir af þessari ætt sem fundist hafa innan íslensku efnahagslögsögunnar en all...

Nánar

Fleiri niðurstöður