Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 484 svör fundust

Hversu hátt hlutfall ferna og bylgjupappa kemur til endurvinnslu á Íslandi?

Úrvinnslusjóður sér um umsýslu úrvinnslugjalds og ráðstöfun þess og heldur utan um upplýsingar um hvað kemur til úrvinnslu. Árið 2006 var farið að leggja úrvinnslugjald á allar umbúðir úr pappa og plasti en fram að þeim tíma voru fernur einu umbúðirnar sem báru slíkt gjald og var það arfleifð frá mjólkuriðnaðinum...

Nánar

Hvað tákna stjörnurnar, rendurnar og litirnir í bandaríska fánanum?

Árið 1777, nánar tiltekið 14. júní, voru fyrstu fánalög Bandaríkjanna samþykkt. Þá var ákveðið að fáninn skyldi samanstanda af 13 láréttum línum, 7 rauðum og 6 hvítum línum inn á milli. Í efra vinstra horninu skyldi vera blár rétthyrningur með 13 hvítum stjörnum. Rendurnar 13 tákna hin upphaflegu fylki Bandaríkjan...

Nánar

Hvað eru margar frumeindir í einni súrefnissameind?

Hvert frumefni hefur ákveðið efnatákn sem samanstendur af einum eða tveimur bókstöfum. Til dæmis hefur súrefni efnatáknið O, vetni H, kolefni C, helín He og svo mætti lengi telja. Uppbyggingu efna er hægt að lýsa með nokkrum efnaformúlum. Í svonefndri sameindaformúlu (e. molecular formula) kemur fram hvaða fru...

Nánar

Hvað eiga menn við með orðinu tilboð? Er það listaverð eða frávik frá listaverði og hvað þá með orðið sértilboð?

Orðið tilboð hefur fleiri en eina merkingu. Það er samkvæmt Íslenskri orðabók notað í fyrsta lagi um ‛boð, það að bjóðast til einhvers’ og í öðru lagi um ‛það sem boðið er (upp á)’. Í fyrri merkingunni er átt til dæmis við að gera tilboð í verk, húsnæði, bíl, vörur og fleira. Þá eru oftast lögð inn til...

Nánar

Hvers vegna verða sumir feimnir?

Þegar spurt er hvort fólk sé feimið eða ekki svarar að jafnaði mjög hátt hlutfall fólks því til að það sé feimið, eða allt að 40%. Almennt séð er vafasamt að líta svo á að dálítil feimni sé endilega óæskileg. Hún kann að endurspegla að við látum okkur miklu skipta hvernig við komum öðrum fyrir sjónir. Í feimni ...

Nánar

Hvað er Grænlandsjökull mörg prósent af öllu landinu?

Grænland er 2.166.086 km2 að flatarmáli. Þar af hylur ís 1.755.637 km2 eða rúmlega 80% af landinu. Til samanburðar má geta þess að jöklar á Íslandi eru um 10% af flatarmáli landsins. Grænlandsjökull er önnur stærsta jökulbreiða heims á eftir Suðurskautsjöklinum. Jökullinn er um 2.400 km langur frá norðri til...

Nánar

Hvaða plöntur éta hreindýr helst og hvaða tegundir forðast þau?

Á árunum 1980 til 1982 fóru fram rannsóknir á fæðuvali hreindýra á beitilöndunum fyrir norðan Vatnajökul. Snæfellsöræfi eru helstu vor- og sumarbeitilönd hreindýranna á þessu svæði. Þegar vorið gengur í garð, færa dýrin sig smám saman inn á snjóþyngri svæðin og nýta þannig yngstu og næringarríkustu plönturnar á hv...

Nánar

Af hverju er Ísland ekki aðili að Geimvísindastofnun Evrópu?

Íslendingar eiga ekki aðild að Geimvísindastofnun Evrópu (e. European Space Agency, ESA) vegna þess að þeir hafa aldrei sóst eftir aðild. Í nóvember árið 2003 kom engu að síður hópur sérfræðinga frá ESA til Íslands til að kynna starfsemi samtakanna fyrir ráðamönnum og fulltrúum vísinda og rannsókna á Íslandi. Ekke...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Ágústa Pálsdóttir stundað?

Ágústa Pálsdóttir er prófessor í upplýsingafræði við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknir hennar eru á sviði upplýsingahegðunar í tengslum við heilsusamlegan lífsstíl. Miklu skiptir að fræðsla um heilsueflingu nái til sem flestra þjóðfélagsþegna. Miðlun upplýsinga þarf þ...

Nánar

Geta lofttegundir sem gufa upp af hveraleir verið skaðlegar?

Eins og getið er um í svari sömu höfunda við spurningunni Af hverju er leir við hveri mismunandi á litinn? eru helstu lofttegundirnar sem streyma upp á háhitasvæðum koltvísýringur og brennisteinsvetni, og á vissum svæðum einnig vetni. Tvær þær fyrrnefndu eru þyngri en andrúmsloftið og hafa því tilhneigingu til þes...

Nánar

Getur of mikið kynlíf valdið fósturmissi?

Óvíst er hvað átt er við með of mikið kynlíf en gengið er út frá því að vísað sé til fjölda kynmaka yfir ákveðið tímabil. Flestir hafa einhver viðmið um það hvað sé gott og gefandi kynlíf og hversu oft sé eðlilegt að hafa kynmök. Það sem einum finnst vera of mikið eða of lítið kynlíf getur öðrum fundist vera við h...

Nánar

Fleiri niðurstöður