Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 679 svör fundust

Hversu lítil göt komast hagamýs í gegnum?

Mýs, líkt og rottur, geta verið miklir skaðvaldar í híbýlum fólks, auk þess sem flestum finnst óþægilegt að vita af þeim inni á heimilinu. Það er ekki óalgengt að mýs komi inn í hús hér á landi. Bæði eru það húsamýs (Mus musculus) og hagamýs (Apodemus sylvaticus) og fer að bera meira á þeim þegar kólna tekur í veð...

Nánar

Er einhver munur á gasmagni í kviku eftir tegund hennar?

Flest efnasambönd sem ætla verður að séu alltaf í eldfjallagasi eru þar í smáum mæli. Þess er þó að geta að eituráhrif sumra lofttegunda eru mikil þótt styrkur þeirra sé lítill. Reginmunur er á heildarmagni lofttegunda í mismunandi kvikum. Basalt er allajafna snautt af gasi (0,2-0,5%), en kísilrík kvika, svo sem r...

Nánar

Hvað er herma og hvernig er hægt að brjóta gler með henni?

Herma (e. resonance) er það kallað þegar hlutur er sérstaklega næmur fyrir sveiflum sem eru á þröngu tíðnibili og svarar þeim á einhvern tiltekinn hátt. Ef lesandinn tekur sér í hönd lóð í bandi eða bara ílangan hlut og lætur hann sveiflast með því að hreyfa höndina, þá sér hann fljótt að stærð sveiflunnar er alge...

Nánar

Hvað er tunglið langt frá jörðu?

Tunglið er að meðaltali 384.400 km frá jörðu. Mesta fjarlægð þess er 405.500 km en minnsta 363.300 km. Ástæða þess að tunglið er ekki alltaf í sömu fjarlægð frá jörðu er sú að braut þess um jörðu er ekki hringur heldur sporbaugur ("ellipsa"). Miðskekkja hennar er 0,0549 en í því felst meðal annars að fjarlægð jarð...

Nánar

Af hverju fæðumst við með botnlanga fyrst hann er óþarfi í líkamanum?

Botnlanginn er lítil tota sem gengur út frá botnristlinum. Jónas Magnússonar segir í svari sínu við spurningunni Til hvers er botnlanginn?:Hlutverk hans eða tilgangur í mönnum er mjög á huldu. Til dæmis virðist unnt að fjarlægja hann hvenær sem er á ævinni án þess að það hafi nein sýnileg áhrif. Hins vegar gegnir ...

Nánar

Hvernig er fjölskyldulífið hjá skjaldbökum?

Ekki er um “fjölskyldulíf” að ræða hjá skjaldbökum heldur mætti segja að fálæti foreldranna gagnvart afkvæmum sínum sé nær algert. Sem dæmi má taka hina stórvöxnu leðurskjaldböku, Dermochelys coriacea, sem eyðir mest öllum tíma sínum í sjónum. Karldýrið, pabbinn, hefur það eina hlutverk að sæða kvendýrið. Þega...

Nánar

Hvers vegna er álftin friðuð?

Í áliti nefndar sem fjallaði um friðun álftarinnar á Alþingi árið 1913 (sama ár og haförninn var friðaður) segir: Þá er svanurinn, og um alfriðun hans má búast við að verði skiftar skoðanir, en nefndin er í engum vafa um að rjett sje að friða hann. Svanurinn er hin mesta prýði í íslensku fuglalífi, nytjar hans mun...

Nánar

Af hverju eru strútar með svona lítinn heila?

Strúturinn (Struthio camelus) hefur vissulega lítinn heila miðað við okkur mennina. Heilinn í strútum er svipaður og hjá öðrum fuglum en þar sem hann er stærstur allra núlifandi fugla þá er hlutfallsleg stærð heilans miðað við líkamsþyngd frekar lítil. Þetta á reyndar við um margar aðrar fuglategundir. Heili strú...

Nánar

Hvers vegna er ekki hægt að fara um Bermúdaþríhyrninginn?

Í svari HMH við spurningunni: Hvað er Bermúdaþríhyrningurinn? stendur: Bermúdaþríhyrningurinn svokallaði er svæði á Norður-Atlantshafi sem má afmarka með þríhyrningi sem dreginn er frá Miami í Flórída til Bermúda-eyja og þaðan til Púertó Ríkó. Þar hafa yfir 50 skip og 20 flugvélar horfið frá því um miðja 19. öld,...

Nánar

Af hverju er fólk hrætt við köngulær?

Hér er einnig svarað spurningu Bjargar Jónsdóttur: Af hverju er fólk haldið fælni gagnvart ýmsu, til dæmis skordýrum? Hræðsla við köngulær og önnur smádýr er oftast ástæðulaus. Hún er þó furðu algeng, sem gæti stafað af því að náttúruval hafi í árdaga verið þeim hliðhollt sem kunnu að forðast smádýr. Einnig er ...

Nánar

Hvar er hægt að finna lesefni um Einstein og myndir af honum?

Mynd fengin af áhugaverðu vefsetri, Albert Einstein Online Handa þeim sem lesa ensku er auðvitað mýgrútur af vefsetrum með gögnum um Einstein. Auk þess eru til nokkrar nýlega ævisögur sem verða nefndar hér á eftir. Það nýjasta og besta sem er að finna á íslensku um Einstein og verk hans er í þýddri bók eft...

Nánar

Er alheimurinn bara eitt sólkerfi eða út um allt?

Alheimurinn er allt sem er til, allt sem hefur verið til og allt sem mun vera til.Þannig orðaði bandaríski stjörnufræðingurinn Carl Sagan það. Sólkerfi er aðeins agnarsmár hluti af vetrarbraut sem er einnig agnarsmár hluti af öllum alheiminum. Alheimurinn er allt. Alheimurinn er svo stór að lítið vit væri í...

Nánar

Fleiri niðurstöður