Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 556 svör fundust

Hvað er átt við þegar talað er um vergar þjóðartekjur?

Með vergum þjóðartekjum er einfaldlega átt við allar tekjur þjóðarinnar á tilteknu tímabili, oftast einu almanaksári. Með tekjum er einkum átt við laun, hagnað fyrirtækja og vaxtatekjur. Önnur hugtök sem oft eru notuð til að lýsa svipuðum stærðum eru verg landsframleiðsla og verg þjóðarframleiðsla. Verg landsframl...

Nánar

Hver fann upp golf?

Margir halda að golf hafi verið fundið upp í Skotlandi. Ástæðu þess má rekja aftur til ársins 1457, en þá sendi skoska þingið frá sér ályktun þess efnis að banna ætti bæði fótbolta og golf (futbawe and ye golf) sökum þess að slíkar íþróttir væru til einskis nýtar. Nú eru menn farnir að efast um að ofangreind þi...

Nánar

Hvaða áhrif hefur hrekkjavakan á hlutabréfamarkaði?

Því er til að svara að hrekkjavakan sem slík hefur líklega ekki merkjanleg áhrif á alþjóðlega hlutabréfamarkaði. Hins vegar er til vel þekkt mynstur í ávöxtun hlutabréfa sem kennt er við hrekkjavökuna. Það lýsir sér þannig að ávöxtun hlutabréfa á alþjóðamörkuðum er lakari sex mánuðina fram að hrekkjavökunni, það e...

Nánar

Hvað er stríðsglæpamaður?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er stríðsglæpamaður? Hvað þarftu að vera búinn að gera til þess að vera þekktur sem stríðsglæpamaður? Einfaldast er að svara spurningunni þannig að stríðsglæpamenn eru þeir sem hafa verið sakfelldir fyrir stríðsglæpi af viðurkenndum dómstól. Hér á landi mætti þess vegna v...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Ragný Þóra Guðjohnsen stundað?

Ragný Þóra Guðjohnsen er lektor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknarefni hennar snúa að ungu fólki og velferð þeirra í víðu samhengi; bæði tækifærum sem skapast á unglingsárum með því að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og áskorunum sem verða á vegi þeirra. Rann...

Nánar

Hvað merkir opus í nöfnum á klassískum verkum ?

Opus í latínu þýðir 'verk'. Þegar fjallað er um tónlist er orðið notað um 'tónverk' eða 'tónsmíð'. Tónskáld og útgefendur nota þetta orð þegar verkum er raðað í tímaröð: Opus 1, opus 2 o.s.frv. Opus-tölusetning getur þó verið blekkjandi um aldur verks. Mörg fyrri verka Beethovens voru til dæmis gefin út seint ...

Nánar

Hvað er hugmyndasaga?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er hugmyndasaga og hvað getur maður mögulega orðið eftir að hafa menntað sig í henni? Einfalt svar gæti verið svohljóðandi: Hugmyndasaga er saga hugmynda, hugmyndastrauma eða hugmyndakerfa, hvort sem um er að ræða heimspekilegar hugmyndir, vísindakenningar, pólitís...

Nánar

Er hægt að skilgreina hvað telst vera íslenskt orð?

Eitt sinn var ég spurður hvort computer says no væri íslenska. Þetta er þekktur frasi sem á uppruna sinn í gamanþáttunum Little Britain frá því upp úr aldamótum og fólk bregður oft fyrir sig þótt annars sé verið að tala íslensku. Í fljótu bragði kann það að virðast fráleitt að spyrja hvort þetta sé íslenska – þett...

Nánar

Hvað eru fornaldarsögur?

Fornaldarsögur (sbr. einnig fornaldarsögur Norðurlanda) er samheiti fyrir íslenskar miðaldasögur sem fela í sér margvísleg áþekk einkenni. Fornaldarsögur voru mikið til skráðar á 13. og 14. öld og ef til vill litlu síðar, en byggja þó margar hverjar á aldagömlum kveðskap og munnmælum, enda fjalla þær um fornsögu N...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Aðalheiður Guðmundsdóttir stundað?

Aðalheiður Guðmundsdóttir er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar spanna vítt svið innan íslenskra fræða og hefur hún meðal annars fengist við rannsóknir á handritum, frásagnarfræði, fornaldarsögum, riddarasögum og rímum. Doktorsrannsókn Aðalheiður fjallaði um Úlfhams ...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Árni Heimir Ingólfsson stundað?

Árni Heimir Ingólfsson stundar rannsóknir á sviði tónlistarfræði. Árni Heimir hefur aðallega fengist við að rannsaka íslenska tónlistarsögu allt frá miðöldum og fram á 20. öld. Viðamikill þáttur í rannsóknum hans eru íslensk nótnahandrit fyrri alda (frá um 1200–1800) og sá vitnisburður sem þau veita um tónlist sem...

Nánar

Hvað er fullkomnun?

Stórt er spurt og kannski ekkert annað en dæmi um guðsduld að ætla sér að svara þessari spurningu, sérstaklega ef svarið á að vera fullkomið! Með það í huga er þó hægt að benda á einhverjar leiðir til þess að hugsa um fullkomnun og þá sérstaklega af hverju við leitum hennar í ótal myndum. En fyrst er gott að hu...

Nánar

Hvað var að gerast í sögu heimspekinnar um 1918?

Saga heimspekinnar er ákaflega margbrotin og getur reynst þrautinni þyngra að átta sig á hvað var efst á baugi á ákveðnu árabili. Þetta á sérstaklega við um upphaf tuttugustu aldar enda voru þá umbrotatímar og mikil gerjun átti sér stað. Þær hræringar má skoða í samhengi við það sem var helst að gerast í raunvísin...

Nánar

Hver er Nancy Chodorow og hvert er hennar framlag til fræðanna?

Nancy Chodorow er bandarísk fræðikona, fædd 1944. Hún hefur fræðilegan bakgrunn í félagsfræði, mannfræði, sálgreiningu og fleiri greinum. Hún hefur skrifað fjölda bóka og greina og fengið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín. Rannsóknir Chodorow hafa að mestu snúist um þverfræðilega úrvinnslu á kenningum og...

Nánar

Hvaða munur er á eddukvæðum og dróttkvæðum?

Elstu varðveittu eddukvæði eru væntanlega frá sama tíma og elstu varðveittu dróttkvæðin þar sem segir frá bardögum konunga sem seðja hræfuglana með bardagafýsn sinni og hugdirfsku. Eins og eddukvæðin eru dróttkvæðin einungis varðveitt í ungum handritum, þeim elstu frá 13. öld, en fræðimenn hafa talið að þau séu mö...

Nánar

Fleiri niðurstöður