Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 515 svör fundust

Hvað hefur vísindamaðurinn Tinna Laufey Ásgeirsdóttir rannsakað?

Tinna Laufey Ásgeirsdóttir er prófessor við Hagfræðideild Háskóla Íslands. Hún stundar margvíslegar rannsóknir sem snúa að hegðun og lífsstíl einstaklinga. Þar má nefna tengsl heilsu og afdrifa á vinnumarkaði, áhrif efnahagssveiflna á heilsu, heilsuhegðun og aðra þætti svo sem búsetu og svefn. Auk þess hefur Tinna...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Elsa Eiríksdóttir stundað?

Elsa Eiríksdóttir er dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar snúa að því hvernig fólk lærir verklega kunnáttu, hvernig yfirfærsla þekkingar og færni á sér stað og hvernig uppbygging náms og framsetning námsefnis getur haft þar áhrif, sérstaklega í upphafi náms. Núverandi rannsóknarverkefni s...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Kristján Jóhann Jónsson stundað?

Rannsóknir Kristjáns Jóhanns eru fyrst og fremst á sviði íslenskra bókmennta og bókmenntakennslu. Doktorsritgerð Kristjáns fjallaði um rómantíska tímabilið og Grím Thomsen. Fræðistörf Kristjáns eru aðallega á sviði bókmennta fyrri alda, það er 1350-1900, og íslenskukennslu. Kristján skrifaði bækurnar Lykilinn að N...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Ingi Rúnar Eðvarðsson stundað?

Ingi Rúnar Eðvarðsson er prófessor og deildarforseti við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann hefur stundað rannsóknir á þekkingarstjórnun í íslenskum fyrirtækjum. Þekkingarstjórnun felur í sér að skrá niður þekkingu starfsfólks innan fyrirtækja, flokka hana og miðla innan fyrirtækis til að bæta árangur, svo ...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson rannsakað?

Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson er lektor í efnafræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans eru á sviði lífrænnar efnafræði og hafa aðallega tengst efnasmíðum fjölliða með áhugaverðum uppbyggingum sem og lyfjatengdri efnafræði. Þéttsetnar burstafjölliður hafa aðalkeðju með ágræddar hliðarkeðjur. ...

Nánar

Af hverju strjúka kettir oft?

Kötturinn fer sínar eigin leiðir, segir máltækið, og það er talsvert til í því. Sambýli manns og kattar hefur lengst af helgast af því gagni sem kettir gera með því að veiða mýs, rottur og önnur dýr sem valdið geta tjóni. Þetta hefur helst skipt máli þar sem menn stunda akuryrkju og annar landbúnað og safna birgðu...

Nánar

Hvaða gildi hafa dagdraumar?

Dagdraumar eru hluti af hugsanaflæði okkar í vöku. Fræðimenn hafa komist að því að dagdraumar eru mestir á unglingsárunum en eftir því sem fólk eldist dregur úr dagdraumum þess. Á gamals aldri eru kynferðislegir dagdraumar og hetjudraumar afar fátíðir. Þegar fólk er upptekið af krefjandi verkefnum gefast fá tækifæ...

Nánar

Er vaktavinna skaðleg heilsu á einhvern hátt?

Vitað er að almennt hefur vaktavinna áhrif á svefn, líðan og heilsu þeirra sem hana stunda. Það er þó einstaklingsbundið hversu vel fólk nær að aðlagast vaktavinnu eða síbreytilegum vinnutíma. Talið er að einn af hverjum fimm hætti í vaktavinnu af því að hann þolir hana ekki. Það sem virðist skipta mestu máli...

Nánar

Hvað er vitað um Bræðralag Síons? Er það enn til?

Í bókinni Da Vinci lykillinn eftir Dan Brown kemur svokallað Bræðralag Síons mikið við sögu, en það er sagt vera leynifélag sem stofnað var fyrir næstum 1000 árum til þess að varðveita ákaflega mikilvægt leyndarmál (hér verður ekki sagt meira til þess að spilla ekki fyrir þeim sem ætla sér að lesa bókina seinna). ...

Nánar

Getið þið sagt mér eitthvað um sögu Harvard-háskóla?

Harvard-háskóli í Cambridge, Massachusetts, á sér langa sögu og mun ég því aðallega fjalla um stofnun skólans og starfsemi hans fyrstu áratugina þar á eftir. Ítarlega umfjöllun um sögu skólans má til að mynda finna í bók Samuels S. Morisons, Three Centuries of Harvard. Harvard-háskóli (fyrst nefndur Harvard Col...

Nánar

Hvaðan koma orðin amma og afi?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaðan koma orðin AMMA og AFI? Hafa þau einhverja þýðingu aðra en þá, sem almennt er þekkt? Orðin amma 'föður- eða móðurmóðir' og afi 'föður- eða móðurmóðir' eru afar gömul og þekkjast í mörgum indóevrópskum málum þótt merkingin sé ekki alltaf hin sama. Í fornháþýsku merkti amm...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Ástráður Eysteinsson stundað?

Ástráður Eysteinsson er prófessor í almennri bókmenntafræði við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Hann hefur fengist við stefnur og strauma í nútímabókmenntum Vesturlanda, með áherslu á bókmenntir innan málsvæða ensku, þýsku og íslensku, en jafnframt rannsakað alþjóðlega virkni og vægi lykilhugtaka eins og módernism...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Anna Kristín Sigurðardóttir stundað?

Anna Kristín Sigurðardóttir er prófessor í menntastjórnun við Deild kennslu- og menntunarfræða á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og formaður námsbrautar um menntastjórnun og matsfræði. Rannsóknir hennar beinast einkum að menntaumbótum í skólum og menntakerfum. Viðfangsefni hennar í rannsóknum beinast að þró...

Nánar

Fleiri niðurstöður