Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 289 svör fundust

Hvað þýðir orðið gimpi?

Orðið gimpi getur merkt ‘þéttir og grófir knipplingar’ og er þá dregið af sögninni að gimpa sem notuð er um að hekla á alveg sérstakan hátt (= gimba). Það er þá tökuorð úr gamalli dönsku gimpe ‘hekla banddregla’. En -gimpi kemur einnig fyrir sem síðari liður í samsetningunni himpingimpi, einnig ritað himpigimpi...

Nánar

Hvað hétu allir guðir Egypta?

Egyptar til forna tilbáðu fjöldamarga guði, svo margar raunar að nær ómögulegt væri að telja þá alla upp í svari sem þessu. Skúli Sæland segir í svari sínu við spurningunni Hverjir voru guðir Egypta til forna? að í upphafi hafi egypskir guðir verið af tvennum toga; annars vegar voru guðir í dýrsmynd sem tilhey...

Nánar

Hvað er átt við með orðinu ku, eins og þegar sagt er það ku vera?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er átt við með orðinu ku? Til dæmis það ku vera. Hvaðan kemur þetta? Ku er samandregin mynd af sögninni að kveða og þekkist allt frá 18. öld. Um er að ræða 3. persónu eintölu og fleirtölu í þátíð: Hann ku vera farinn, hún ku vera lasin, þeir ku vera lagðir af stað, þær ku...

Nánar

Hver er uppruni orðsins „að ulla“?

Orðið ulla er oftast notað í barnamáli sem upphrópun. Þá er um það að ræða að reka út úr sér tunguna að einhverjum, ulla á einhvern, oftast með einhverju hljóði, viðkomandi til óvirðingar. Af sama toga eru upphrópanirnar ullabí og ullabjakk sem lýsa viðbjóði, að eitthvað sé óæti, alger óþverri. Orðið ulla er o...

Nánar

Hver bjó til púsluspil í fyrsta sinn og hvaða ár var það?

Menn vita ekki hver bjó fyrstur til púsluspil, né heldur hvaða ár það var, enda yrði líklega erfitt að skilgreina það. Hins vegar má rekja uppruna púsluspila til Englands á nítjándu öld. Þau voru í fyrstu ætluð sem kennslutæki, einkum við landafræðikennslu. Síðar voru þau einnig notuð við kennslu í sögu, lestri, o...

Nánar

Hvað merkir að vera grandvar og grandlaus?

Orðið grandvar merkir ‘samviskusamur, siðprúður, varkár, nákvæmur’ en grand(a)laus merkti í fornu máli ‘saklaus’ en í nútíma máli ‘sem á sér einskis ills von, grunlaus’. Einnig má nefna orðin grandgæfni ‘vandvirkni, nákvæmni’ og grandskoða, einnig ritað grannskoða, ‘skoða vandlega’ (sjá Íslenska orðsifjabók 1989:2...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Jónas R. Viðarsson rannsakað?

Jónas R. Viðarsson er faglegur leiðtogi á sviði Rannsókna og nýsköpunar hjá Matís ohf. þar sem hann fer fyrir faghóp er kallast „örugg virðiskeðja matvæla“. Rannsóknir Jónasar eru af ýmsum toga og snúa meðal annars að fiskveiðistjórnun, sjálfbærni, úrbótum í virðiskeðjum sjávarafurða og rekjanleika, svo fátt eitt ...

Nánar

Er vitað hversu mikil áhrif keltneska hafði á íslensku á landnámstímanum. Eru til dæmis einhver tökuorð úr keltnesku algeng í daglegu máli?

Áhrif keltnesku á íslensku í upphafi Íslands byggðar eru einkum á sviði tökuorða, mannanafna og örnefna. Merkasta rannsóknin á þessu sviði er verk Helga Guðmundssonar, Um haf innan, sem kom út hjá Háskólaútgáfunni 1997. Undirtitill bókarinnar er Vestrænir menn og íslenzk menning á miðöldum. Á blaðsíðum 127-160 er ...

Nánar

Hver er uppruni orðsins stúlka?

Orðið stúlka er í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar skýrt sem ‘ung, ógift kona, stelpa’. Það er sama orð og í færeysku stulka og finnst í sænskum mállýskum sem stulka ‘unglingsstelpa’ og í nýnorsku stulk. Af sama toga er nýnorska sögnin stulka, stolka ‘ganga stirðlega, staulast’. Nafnorðið er þó tæ...

Nánar

Af hverju límist lím?

Lím eru af ýmsum gerðum en verka þó flest með sambærilegum hætti. Flest lím sem við notum dagsdaglega eru blönduð vatni eða öðrum leysiefnum (vökva) en í mismiklum mæli þó. Virku efnin í líminu eru þannig gerð að í þeim eru efnahópar sem mynda veik tengi við sameindir á yfirborði þeirra hluta sem límið getur lí...

Nánar

Til hvers þurfum við tær?

Í hvorum fæti eru 26 bein og 33 liðamót. Um 20 vöðvar hreyfa þessi bein og sinar toga líkt og teygjur í beinin þegar vöðvarnir dragast saman. Í hvorum fæti eru 100 liðbönd sem tengja bein við bein og brjósk við bein og halda öllum hlutum fótarins saman. Stóratá tekur þátt í að halda jafnvægi og hinar tærnar vir...

Nánar

Hvað er átt við þegar menn hátta sig eða fara í háttinn?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Ég og Nína barnabarnið mitt erum að velta fyrir okkur sõgninni að hátta. Hátta sig eða fara í háttinn. Hvaðan kemur þetta og hvernig verður orðið hátta til? Karlkynsnafnorðið háttur merkir ‘venja, útlit, aðferð ...’ og af því er leidd sögnin hátta ‘haga til’, til dæmis því er s...

Nánar

Fleiri niðurstöður