Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 598 svör fundust

Hvernig er hægt að sanna að 1=2?

Það má gera á ýmsa vegu. Til dæmis má nefna þennan: Látum a og b vera tvær tölur og segjum að þær séu jafnar, það er a = b. Þá fæst með einfaldri margföldun á jöfnunnia2 = abÞað er jafngilta2 - b2 = ab - b2sem er aftur jafngilt(a-b)(a+b) = b(a-b)Það er jafngilta+b = bEf við rifjum nú upp að a = b fáum við 2...

Nánar

Hver var meðalhagvöxtur á Íslandi á tuttugustu öld?

Á tuttugustu öld, frá 1901 til 2000, var hagvöxtur eða meðalvöxtur landsframleiðslu Íslands á raunvirði rétt tæp 4% á ári. Á sama tíma fjölgaði landsmönnum um því sem næst 1,3% á ári svo að landsframleiðsla á mann jókst um 2,7% á ári að raunvirði. 4% á ári virðist ef til vill ekki mikið en dropinn holar steinin...

Nánar

Hvað kostar að kaupa allar mögulegar raðir í íslenska Lottóinu?

Fjallað hefur verið um mögulegar talnaraðir í íslenska Lottóinu hér á vefnum og kemur þar fram að fjöldi mögulegra útkoma er 501.942. Til að vera viss um að vinna í Lottóinu þarf því að kaupa 501.942 raðir. Hver röð kostar 75 krónur og kosta raðirnar samtals þá rúmar 37,6 milljónir króna. Einfaldur fyrsti vinni...

Nánar

Geta síamstvíburar verið stelpa og strákur?

Síamstvíburar geta ekki verið strákur og stelpa heldur eru þeir alltaf af sama kyninu. Þeir eru í raun eins og eineggja tvíburar, komnir af einu og sömu okfrumunni sem myndaðist þegar ein sæðisfruma frjóvgaði eitt egg, og eru því með nákvæmlega eins erfðaefni. Hins vegar hefur skipting okfrumunnar í tvo einstaklin...

Nánar

Er til lágmarksstærð?

Oft er erfitt að lifa sig inn í hugsunarhátt liðinna alda, ekki síst þegar heimildir eru götóttar eins og við á um forngrísku atómsinnana og hugmyndir sem kviknuðu kringum þá. En samkvæmt hugmyndum manna nú á dögum virðist mega skipta spurningunni um lágmarksstærð í tvennt: Er til lágmarksstærð í veruleikanum krin...

Nánar

Hver er munurinn á að deila með og að deila í?

Rétt er að segja deilt sé í teljara með nefnara. Það er að segja að $\frac{2}{3}$ er talan sem fæst þegar deilt er í tvo með þremur. Stærðfræðinni og stærðfræðingum er til happs að í greininni ríkir nokkuð samhæft, alþjóðlegt ritmál. Hvar sem ég mæti stærðfræðingi annars staðar í heiminum, jafnvel aðeins grunns...

Nánar

Flett upp í svörum Vísindavefsins um 300.000 sinnum í mánuði árið 2022

Gestir Vísindavefs Háskóla Íslands flettu að meðaltali 300 þúsund sinnum í svörum vefsins í hverjum mánuði árið 2022. Alls voru flettingar ársins rúmlega 3,3 milljónir og heimsóknir um 2,6 milljónir. Það samsvarar um 214 þúsund gestum mánaðarlega. Þessar tölur jafngilda því að í hverri viku hafi um 50 þúsund ge...

Nánar

Hve margir Íslendingar dóu í seinni heimsstyrjöldinni?

Hér er gert ráð fyrir að spurt sé um fjölda þeirra Íslendinga sem létust af orsökum sem tengja má stríðinu og veru hersins hér á landi en ekki heildarfjölda þeirra sem létust á þeim árum sem stríðið stóð yfir. Vitað er með vissu um 159 Íslendinga sem létu lífið vegna ófriðarins með einum eða öðrum hætti. Af þe...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um ofvita?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Getið þið sagt mér eitthvað um ofvita (e. savant) og komið með dæmi um nokkra slíka í heiminum? Merking orðsins „ofviti" í íslensku er ekkert alltof vel afmörkuð. Oftast er það þó notað um fólk sem býr yfir óvenju mikilli og áberandi þekkingu, yfirleitt á einhverjum tilte...

Nánar

Hver eru kynjahlutföll orða í íslensku?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hver eru kynjahlutföll orða í íslensku? Þ.e.a.s. hversu hátt hlutfall orða er í karlkyni, kvenkyni og hvorugkyni? Hvernig er þessu háttað í öðrum tungumálum sem hafa málfræðilegt kyn, t.d. þýsku, norrænu málunum (sænsku, dönsku, norsku) eða latnesku málunum (latínu, frönsku, spæn...

Nánar

Hvaða einkunn fékk Albert Einstein í stærðfræði í grunnskóla?

Í svari Hauks Más Helgasonar við spurningunni Hvenær var Einstein uppi? kemur meðal annars fram:Einstein bjó í München mesta bernsku sína, með foreldrum sínum. Hann olli þeim áhyggjum því að hann var seinþroska. Sem barn átti hann erfitt um mál, var lítt gefinn fyrir leiki og leiddist í skóla.Einstein sýndi ekki á...

Nánar

Hvað búa mörg börn á Íslandi?

Á vef Hagstofu Íslands er að finna góðar upplýsingar um fólksfjölda á Íslandi. Oft er miðað við þá skilgreiningu að barn sé einstaklingur sem ekki hefur náð 18 ára aldri. Samkvæmt því má sjá að í lok árs 2005 bjuggu 79.450 börn á Íslandi. Tölur um mannfjölda eru fengnar úr Þjóðskrá. Í tölum um mannfjölda á Íslandi...

Nánar

Fleiri niðurstöður