Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5955 svör fundust

Hvað merkir orðið Glitnir og hvaðan er það upprunnið?

Í Grímnismálum, einu Eddukvæða, eru taldir upp bústaðir ása. Einn þeirra er Glitnir en um hann segir:Glitnir er inn tíundi, hann er gulli studdr ok silfri þakðr it sama; en þar Forseti byggir flestan dag ok svæfir allar sakir.Glitni er einnig lýst í Snorra-Eddu: "Þar er ok sá [staður] er Glitnir heitir, ok er...

Nánar

Hvaðan kemur orðið frímerki?

Frímerki er tökuorð úr dönsku, en samsvarandi danskt orð er frimærke. Um miðja 19. öld var farið að ræða á þingi um að taka upp notkun frímerkja eins og í Danmörku. Í Tíðindum frá Alþíngi Íslendinga 1855 segir svo: „en eg held, að skoðun hans breyttist, ef hér væri innfærð „frímerki“, eins og í Danmörk“. Þarna er...

Nánar

Hver er uppruni orðsins dauðafæri sem til dæmis er notað í fótbolta?

Orðið dauðafæri virðist upphaflega notað í tengslum við veiðar og er merkingin þá ‘stutt en næsta öruggt skotfæri’. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er frá 1899. Er þá átt við að skepnan eigi sér varla undankomu auðið, skotmanninum eigi að vera auðvelt að hæfa hana og drepa. Dauðafæri. Síðar fær orðið víðari ...

Nánar

Er orðatiltækið "að sofa í hausinn á sér" til?

Orðasambandið að sofa í hausinn á sér er notað í merkingunni 'fara að sofa'. Það er allvel þekkt í talmáli þótt ekki hafi það komist í orðabækur eða orðtakasöfn enn. Fólk á miðjum aldri og eldra þekkir sambandið allt frá bernsku og segir að það hafi aðeins verið notað við krakka sem tregir voru til að fara að sof...

Nánar

Vísindavefurinn á búlgörsku með Ásdísi Rán

Frá árinu 2007 hefur Vísindavefurinn verið í samstarfi við nokkra evrópska aðila sem miðla vísindum til almennings á Netinu. Einn þeirra heldur meðal annars úti síðu fyrir búlgörsk börn og hefur í hyggju að auka umfjöllun um nútímavísindi. Búlgörsku samstarfsaðilarnar hafa nýlega fengið leyfi til að þýða og bir...

Nánar

Af hverju er það kallað að 'reka við' þegar maður prumpar?

Sögnin að reka er notuð í ýmsum samböndum með mismunandi fylgiorðum, forsetningum eða atviksorðum, til dæmis reka áfram, reka út, reka eftir einhverjum, reka í eitthvað og svo framvegis og hefur eftir því mismunandi merkingar. Í sambandinu reka við einhvers staðar er hún notuð um að hafa stutta viðkomu einhvers st...

Nánar

Af hverju eru engin fjöll í Danmörku?

Danmörk er hluti af norður-evrópsku lágsléttunni, milli hinna kaledónísku fellingafjalla Skandinavíu í norðri og Alpafjalla í suðri. Landslag þessa svæðis er að mestu mótað af jöklum ísaldarinnar sem skildu eftir sig ógrynni af framburði sem sums staðar er mörg hundruð metra þykkur. Eiginlegt berg finnst hverg...

Nánar

Er hægt að búa til norðurljós?

Það er ekki hægt að búa til norðurljós sem hægt er að sjá á himninum. Hins vegar hafa vísindamenn prófað sig áfram á rannsóknarstofum við að mynda eins konar norðurljós á lítilli kúlu. Fræg er tilraun Norðmannsins Kristian Birkelands sem beindi rafeindastraumi að segulmagnaðri kúlu í lofttæmdum klefa. Rafeindirnar...

Nánar

Fyrir hvað stendur FIFA? Hvenær og hvar var það stofnað?

FIFA stendur fyrir Fédération Internationale de Football Association en á íslensku kallast það Alþjóða knattspyrnusambandið. Það var stofnað í París í Frakkland 21. maí 1904 og var fyrsti forseti þess Frakkinn Robert Guétin. FIFA hefur verið með höfuðstöðvar í Zürich í Sviss frá árinu 1932. Við stofnun FIFA vor...

Nánar

Af hverju verður eitthvað klisja og hvað merkir orðið?

Orðið klisja er notað um orðalag sem í fyrstu var ef til vill frumlegt og nýstárlegt en verður vegna ofnotkunar útslitið og tákn um flatneskjulegan stíl. Orðið er til í mörgum tungumálum kringum okkur og er dregið af franska orðinu cliché sem er haft um prentmót til að prenta myndir í blýprenti. Hugmyndin er þess ...

Nánar

Hvort eiga að vera eitt eða tvö bil á eftir punkti í texta?

Í Stafsetningarorðabókinni frá 2006 eru birtar ritreglur sem byggðar eru á auglýsingum menntamálaráðuneytisins, síðast 1977. Þar er sérstakur kafli um punkt (XV) en ekki er tekið þar á því atriði sem spurt var um. Í bókinni sjálfri sést að aðeins eitt stafbil er haft á eftir punkti og er almennt mælt með þeirri ve...

Nánar

Fleiri niðurstöður