Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2351 svör fundust

Hafa eplaedikstöflur einhver áhrif á fitubrennslu?

Vísindalegar heimildir eru mjög af skornum skammti varðandi tengsl eplaediks og fitubrennslu. Svo virðist sem þau áhrif sem ætluð eru eplaediki eigi ekki við vísindaleg rök að styðjast, enn sem komið er að minnsta kosti. Hefðbundna ráðleggingin er sú að blanda 1-2 skeiðum af eplaediki út í vatn fyrir máltíð og...

Nánar

Hvers vegna eru helstu afbrot kvenna búðaþjófnaður?

Samkvæmt opinberum gögnum eru afbrot kvenna yfirleitt minni háttar auðgunarbrot eins og hnupl, þjófnaður og skjalafals, eða brot án eiginlegs þolanda, eins og vændi eða fíkniefnaneysla. Karlar eru hins vegar ráðandi í ofbeldisbrotum, meiri háttar auðgunarbrotum og ekki síst í viðskipta- og stjórnmálatengdum glæpum...

Nánar

Get ég höfðað mál gegn sjálfum mér?

Svarið við spurningunni er bæði já og nei. Þú getur að sjálfsögðu stefnt sjálfum þér en reglur einkamálaréttarfars um aðild að dómsmáli og sakarefni valda því að málinu yrði vísað frá og væri þar af leiðandi ekki tekið til efnislegrar meðferðar. Um þetta efni gilda lög nr. 91/1991 um meðferð einkamála (aðallega...

Nánar

Er hægt að eyða líkamshárum varanlega?

Eins og fram kemur í pistli Hrannar Guðmundsdóttur, hjúkrunarstjóra Laser-lækninga ehf., á doktor.is og í svörum um háreyðingu á sama vef er mögulegt að eyða líkamshárum varanlega með leysitækni. Meðferðin byggist á því að laska hársekkina með því að beina að þeim nógu háum hita í formi ljósgeisla og koma þa...

Nánar

Hvað seljast margir pakkar af sígarettum á dag um allan heim?

Samkvæmt mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, reykja jarðarbúar nú um 5,5 þúsund milljarða sígaretta á ári. Það gerir ríflega 15 milljarða sígaretta á dag eða um 750 milljónir pakka. Að meðaltali reykir hver jarðarbúi um tvær og hálfa sígarettu á dag. Stofnunin áætlar að ríflega fjórar milljónir man...

Nánar

Af hverju fær maður krabbamein og hver eru einkennin?

Krabbamein eru illkynja æxli sem myndast þegar stökkbreytingar verða í erfðaefni frumna og þær fara að skipta sér á óeðlilegan hátt. Í svari Helgu Ögmundsdóttur við spurningunni Koma fram æxli í öllum tegundum krabbameins? segir:Öll krabbamein einkennast af afbrigðilegri frumufjölgun og því að frumurnar hegða sér ...

Nánar

Úr hvaða efni eru ský?

Skýin sem við sjáum á himninum eru einfaldlega safn örsmárra vatnsdropa. Þau myndast þegar vatnsgufa í andrúmsloftinu kólnar. Við það þéttist hún og skýin verða til. Þegar loft streymir upp á við lækkar bæði þrýstingur og hiti þess. Uppstreymi verður til dæmis þegar vindur lendir á fjöllum en þá þvingast loftið...

Nánar

Hefur sjórinn alltaf verið saltur?

Það var enski vísindamaðurinn Edmond Halley (1656-1742) sem fyrstur færði að því rök að selta sjávar stafi af efnaveðrun á landi og að hin uppleystu efni berist til sjávar með straumvötnum. Hann veitti því meðal annars athygli að vötn og innhöf, sem ekkert frárennsli hafa, eru sölt. Þess vegna er það vafalaust að ...

Nánar

Af hverju slokknar eldur ef maður sprautar vatni á hann?

Eins og flestir vita hentar vatn yfirleitt vel til þess að slökkva eld. Ástæðan er sú að vatnið kælir bæði eldinn og eldsmatinn ákaflega vel og einnig hindrar vatnið aðgang súrefnis að eldinum. Mikla orku þarf til að breyta vatni í gufu. Það geta allir reynt með því að setja pott með lítra af vatni á eldavélarh...

Nánar

Af hverju rignir, hvaðan kemur rigningin og hvernig myndast hún?

Rigningin er hluti af hringrás vatnsins á jörðinni. Vatnið gufar upp úr sjó, stöðuvötnum, blautum jarðvegi og svo framvegis og stígur upp í lofthjúpinn. Raunveruleg vatnsgufa er ósýnileg en ef hún kemur til dæmis í kaldara loft þéttist hún og myndar dropa sem geta safnast í ský og stækkað þar til þeir falla til ja...

Nánar

Vísindavefur HÍ og RÚV stofna til samstarfs um vísindamann vikunnar

Vísindavefur HÍ og RÚV stofna í dag til samstarfs um vísindamann vikunnar. Næstu tvo mánuði verða vikuleg viðtöl við einn íslenskan vísindamann, rannsóknir hans og annað fróðlegt efni, á dagskrá á mánudögum í þættinum Samfélagið á Rás 1. Vísindafólkið er valið úr dagatali íslenskra vísindamanna sem Vísindaféla...

Nánar

Er rauðvín grennandi?

Í stuttu máli er ekkert sem styður þá fullyrðingu að rauðvín geti verið grennandi. Því hefur verið haldið fram, meðal annars í fjölmiðlum, að rauðvín geti verið grennandi. [1] Ástæðan er sú að efnið resveratról, sem talið er að vinni gegn fitumyndun, mælist í rauðvíni. Ekki er vitað með vissu hvernig efnið vinn...

Nánar

Hylma ríkisstjórnir yfir tilvist geimvera eins og oft má sjá í kvikmyndum?

Þrátt fyrir allt leita ríkisstjórnir oft ráða hjá þeim sem best vita um viðkomandi efni, til dæmis hjá vísindamönnum. Vísindamenn krefjast yfirleitt staðgóðra gagna eða "sannana" áður en þeir fara að trúa verulegum nýmælum eins og þeim til að mynda að geimverur hafi sést á jörðinni eða þeim hnetti sem um er að ræð...

Nánar

Hvers vegna gnístir fólk tönnum í svefni?

Spurning Hrefnu Tómasdóttur var: "Af hverju gnísta börn tönnunum í svefni?" Við nýlega rannsókn í Bandaríkjunum kom í ljós að 15% barna og unglinga og allt að 95% fullorðinna höfðu átt við það vandamál að stríða að gnísta tönnum. Oftast gnístir fólk tönnum í svefni og veit þess vegna ekki af þessu en glímir við...

Nánar

Fleiri niðurstöður