Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 13487 svör fundust

Er eldvirkni á Íslandi sveiflukennd?

Þegar svara á þessari spurningu skiptir máli til hve langs tíma er litið. Þegar horft er yfir langan tíma má gera ráð fyrir að eldvirkni aukist á um 6 milljón ára fresti þegar rekbeltið, þar sem gliðnun skorpuflekanna verður, er staðsett yfir miðjum möttulstróknum undir landinu. Það gerðist síðast fyrir um 3-4 mil...

Nánar

Hvernig vitið þið á Vísindavefnum svona mikið?

Á bak við Vísindavefinn er fjölmennur hópur vísindamanna úr ýmsum ólíkum fræðigreinum. Flestir þeirra tengjast Háskóla Íslands eða stofnunum sem eru í samstarfi við hann. Þetta er skýringin á því að Vísindavefurinn á að geta svarað spurningum á mörgum sviðum þekkingar og vísinda. Hins vegar er vert að geta þess...

Nánar

Má rækta tóbak á Íslandi?

Íslenska ríkið hefur einkaleyfi á innflutningi á tóbaki og áfengi hér á Íslandi samkvæmt lögum nr. 63/1969. Í 2. mgr. 2. gr. þessara laga stendur: „Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins skal einni heimil starfræksla tóbaksgerðar.” Þá er komið að því sem skiptir höfuðmáli í þessu samhengi; hvað telst tóbaksgerð? Ef...

Nánar

Hvað eru til mörg nöfn á Íslandi?

Spurningunni er ekki auðvelt að svara. Svarið fer eftir því við hvað er miðað. Ef átt er við þann fjölda nafna sem Íslendingar hafa borið svo vitað sé eru nöfnin rúmlega 6000. Ef aðeins er átt við þau nöfn sem nú eru í notkun eru þau heldur færri. Árið 1983, þegar ég lét athuga fyrir mig fjölda nafna á þjóðskrá, v...

Nánar

Hefur krækilyng verið rannsakað hér á landi?

Ekki hafa verið gerðar neinar vísindalegar rannsóknir á krækilyngi (Empetrum nigrum) hér á landi að því að best er vitað. Þó er ljóst, eins og fram kemur í Plöntuhandbók Harðar Kristinssonar, að til eru tvær deilitegundir krækilyngs. Önnur þeirra (ssp. nigrum) hefur einkynja blóm og finnst aðeins á láglendi. Hin (...

Nánar

Hvar er borgin Bilbao?

Bilbao er stærsta borgin í Baskalandi á Norður-Spáni og stendur við mynni árinnar Nervión við Biscayaflóa. Íbúar borgarinnar sjálfrar eru á bilinu 350-360.000 en á Stór-Bilbao svæðinu öllu býr rúmlega 1 milljón manns. Bilbao er ein helsta hafnarborg Spánar og hefur verið svo lengi. Upphaf hennar má rekja til...

Nánar

Hverjir eru 5 hæstu fjallvegir á Íslandi?

Á heimasíðu Vegagerðarinnar er að finna ýmsan fróðleik og tölulegar upplýsingar um vegakerfið. Þar er meðal annars að finna töflu með upplýsingum um hæð vega yfir sjó. Samkvæmt henni eru fimm hæstu fjallvegir landsins eftirtaldir: VegnúmerVeg- og/eða staðarheitiHæð yfir sjó (m) F821Sprengisandur, Nýjabæjarafrét...

Nánar

Hversu oft andar maður á sólarhring?

Fullorðinn einstaklingur andar að meðaltali á milli 12 og 20 sinnum á hverri mínútu. Börn anda venjulega hraðar en fullorðnir, en ungbörn draga andann um 40 sinnum á mínútu. Þetta þýðir að fullorðinn einstaklingur dregur andann um það bil 17.000 – 29.000 sinnum á sólahring. Ungbarn andar hins vegar um 60.000 ...

Nánar

Hvernig erum við látin vita ef það kemur eldgos?

Allar nauðsynlegar tilkynningar vegna hættu- eða neyðarástands eru lesnar í útvarpi. Mönnum er bæði bent á FM-sendingar og langbylgju (LW) Ríkisútvarpsins en hún nær um allt land og miðin einnig. Hægt er að lesa meira um FM- og langbylgjusendingar í Símaskránni á blaðsíðu 12. Á heimasíðu almannavarna.is eru sér...

Nánar

Hafa norður og suðurpóllinn skipst á + og - á sögulegum tíma?

Áður en lengra er haldið er lesendum bent á að ágætt er að kynna sér svar sama höfundar við spurningunni Hvað eru pólskipti? Það er ekki vitað til þess að pólskipti hafi orðið á sögulegum tíma, og ekki heldur frá lokum ísaldar fyrir um 12 þúsund árum. Það þekktasta af þeim mjög stuttu segulskeiðum sem nú er vit...

Nánar

Gáta: Trukkurinn á brúnni

Stór trukkur er á leið yfir brú. Brúin ber einungis 7000 kg og engu máli skiptir hvar bíllinn er staðsettur, brúin mun alltaf þola sömu þyngd. Trukkurinn er hins vegar nákvæmlega 7000 kg og getur þannig keyrt út á brúna vandræðalaust. Brúin er heldur löng, um 50 km. Enginn annar bíll né nokkuð annað er á ferð um b...

Nánar

Af hverju byggjast tölvur upp á 1 og 0? - Myndband

Aðalástæðan fyrir því að tölvur byggjast upp á tvíundakerfinu er tæknileg. Í mjög einfölduðu máli er það vegna þess að auðvelt er að greina á milli þess hvort það sé straumur í straumrásum tölvunnar (táknað 1) eða enginn straumur (táknað 0). Ef framleiða ætti tölvu sem ynni jafneðlilega í tugakerfinu þyrfti að gre...

Nánar

Hver voru vinsælustu svör ársins 2016 á Vísindavefnum?

Vísindavefur HÍ birti 336 svör árið 2016. Auk þess var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað beint, bæði með tölvupósti og símtölum. Heildarfjöldi birtra svara á Vísindavefnum var 11.415 í árslok 2016. Það er rétt að taka fram að oft munar ekki ...

Nánar

Fleiri niðurstöður