Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 556 svör fundust

Hvað er pólon og hvað getur gerst ef maður kemst í snertingu við það?

Pólon er frumefni með 84 róteindir í kjarna og hefur því sætistöluna 84. Það finnst í hverfandi mæli í náttúrunni. Ástæða þess er að flestar samsætur pólons eru afar geislavirkar og umbreytast því hratt í önnur stöðugri efni. Til eru minna geislavirkar samsætur efnisins, svo sem Po-208 og Po-209, sem hafa helming...

Nánar

Af hverju völdu Bandaríkjamenn Híróshíma og Nagasakí sem skotmörk?

Þann 6. ágúst 1945 var kjarnorkuvopnum beitt í fyrsta skipti þegar Bandaríkjamenn vörpuðu sprengju á japönsku borgina Híróshíma. Þremur dögum síðar var sprengju varpað á borgina Nagasakí. Vorið 1945 var staðan í seinni heimsstyrjöldinni sú að stríðinu við Þjóðverja var lokið en Japanir neituðu að gefast upp. ...

Nánar

Hvað er vetni?

Vetni er frumefni og hefur efnatáknið H. Sætistala þess í lotukerfinu er 1 og það er léttasta frumefnið. Þegar það binst súrefni myndar það vatn sem við táknum með H2O. Vetnisgas er táknað með H2 en þar eru tvær vetnisfrumeindir bundnar saman. Eingöngu 0,01% af lofthjúpi jarðar er vetni og af massa jarðskorpunn...

Nánar

Hver er elsta manneskja sem hefur lifað og hvað lifði hún lengi?

Japaninn Shigechiyo Izumi varð allra karla elstur. Izumi fæddist 29. júní árið 1865 og dó 21. febrúar 1986, líklega af völdum lungnabólgu. Hann náði því 120 ára aldri, og 237 dögum betur. Það er aftur á móti hin franska kona Jeanne-Louise Calment sem hefur lifað lengst allra. Hún fæddist í 21. febrúar árið 187...

Nánar

Hvernig dó Marilyn Monroe?

Snemma morguns þann 5. ágúst árið 1962 fannst bandaríska kvikmyndastjarnan Marylin Monroe látin á heimili sínu í Brentwood-hverfi í Los Angeles. Hún varð 36 ára gömul. Við hlið líksins fundust tómar flöskur af róandi lyfinu Nembutal (almennt heiti er pentóbarbítal; 5-etýl-5-(1-metýlbútýl)-barbítúrsýra). Dá...

Nánar

Hvað er fjörulalli?

Fjörulalli er íslensk kynjaskepna sem getið er um í þjóðsögum. Hún er sögð halda sig í sjónum en ganga stundum á land. Fjörulalli sést yfirleitt á ferli í skjóli nætur. Önnur heiti yfir kvikindið eru fjörudýr, fjörulabbi, lalli og skeljalabbi eða skeljalalli. Samkvæmt samantekt um íslenskar kynjaskepnur í þjóðsögu...

Nánar

Hvenær er höfuðdagur?

Höfuðdagurinn er samkvæmt gildandi tímatali 29. ágúst. Þann dag á Heródes konungur að hafa látið eftir konu sinni að Jóhannes skírari skyldi hálshöggvinn. Vitað er til að minningardagur um aftökuna hafi þekkst þegar á 5. öld bæði í Samaríu og Gallíu. Það var hins vegar páfastóll sem ákvað dagsetninguna 29. ágúst á...

Nánar

Af hverju var Berlínarmúrinn reistur?

Í lok heimsstyrjaldarinnar síðari var Berlín, höfuðborg hins sigraða Þýskalands, skipt á milli sigurvegaranna; Austur-Berlín varð yfirráðasvæði Sovétmanna en vesturhlutinn var undir yfirráðum Breta, Frakka og Bandaríkjamanna. Þessir fyrrum bandamenn í stríðinu, og þá sérstaklega Bandríkjamenn og Sovétmenn, helstu ...

Nánar

Hvernig er kjarnorka búin til og úr hvaða efnum er hún?

Kjarnorka er orka sem eins og nafnið gefur til kynna er falin í kjörnum atóma. Kjarnorka er að því leyti ekkert frábrugðin annarri orku eða eins og ÞV segir í svari sínu við spurningunni Hvað er í kjarnorku?:Kjarnorka er ein tegund orku og dregur nafn sitt af því að hún á upptök sín í atómkjörnunum. Að því leyti e...

Nánar

Hver er algengasti fæðingarmánuður Íslendinga?

Upphaflega hljómaði spurningin svona: Hver er vinsælasti mánuðurinn til að fæðast í? Upphaflegu spurninguna er hægt að túlka á tvo vegu; annars vegar í hvaða mánuði sé eftirsóttast að fæðast og hins vegar í hvaða mánuði sé algengast að fæðast. Ekki verður lagt mat á fyrri túlkunina hér en síðari túlkuninni v...

Nánar

Hvað var að gerast í sögu heimspekinnar um 1918?

Saga heimspekinnar er ákaflega margbrotin og getur reynst þrautinni þyngra að átta sig á hvað var efst á baugi á ákveðnu árabili. Þetta á sérstaklega við um upphaf tuttugustu aldar enda voru þá umbrotatímar og mikil gerjun átti sér stað. Þær hræringar má skoða í samhengi við það sem var helst að gerast í raunvísin...

Nánar

Hvernig var veðrið á Íslandi árið 1944?

Upprunalega spurningin svona:Hversu kalt var á Íslandi árið 1944? Mikil breyting varð á tíðarfari hér á landi upp úr 1920. Mest munaði um hversu mikið hlýnaði, en úrkoma varð einnig heldur meiri en áður, snjóalög urðu minni og hríðarveðrum fækkaði. Hafís varð mun minni við strendur landsins en hafði verið um l...

Nánar

Fleiri niðurstöður