Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2515 svör fundust

Hver var fyrstur til þess að fjöldaframleiða bíla?

Það er ekki til nein einhlít skilgreining á því hvað átt er við með því að fjöldaframleiða eitthvað. Það flækir svarið við þessari spurningu. Engu að síður virðist liggja nokkuð beint við að telja bíl sem kallaður var Curved Dash Oldsmobile þann fyrsta sem var fjöldaframleiddur. Framleiðandi hans var bílasmiðurinn...

Nánar

Er til þjóðsaga um að í Dimmuborgum sé eitt af hliðum helvítis?

Slík þjóðsaga er ekki til í þeim þjóðsagnasöfnum sen hingað til hafa verið prentuð. Í Árbók Ferðafélags Íslands sem út kom 2006 og heitir Mývatnssveit með kostum og kynjum er ekki heldur á þetta minnst. Hún var þó skrifuð var af Mývetningi, Jóni Gauta Jónssyni, sem gerði sér meðal annars far um að tína til þjóðsög...

Nánar

Hvað eru landráð?

Landráð eru útskýrð svona í Íslenskri orðabók Eddu:[B]rot gegn öryggi eða sjálfstæði ríkis út á við eða inn á við.Annað orð yfir landráð er föðurlandssvik. Um landráð hefur töluvert verið fjallað í fjölmiðlum nýlega og það skýrir líklega áhuga manna á hugtakinu. Til að mynda hefur sú skoðun verið sett fram að viðs...

Nánar

Ég er nemandi í Bandaríkjunum og hef mikinn áhuga á íslensku. Getið þið leiðbeint mér með fallbeygingar og töluorð?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Ég er nemandi og ég bý í Bandaríkjum. Ég hef mikinn áhuga á íslensku og ég vil tala málið án villna. Spurningin mín er um eignarfallið eftir tölum. Hvenær notum við eignarfall eftir tölum? Segjum við tvö þúsund manna eða tvö þúsund menn? Orðin sem ég hef sérstaklega áhuga á ...

Nánar

Af hverju heita mörgæsir þessu nafni?

Heitið mörgæs er væntanlega tilkomið vegna líkamsgerðar dýranna. Elsta þekkta dæmið um heitið mörgæs á þessu einkennisdýri Suðurskautslandsins er að finna í tímaritinu Fjölni frá 1847. Nafnið er sennilega séríslenskt. Eins og lesendur Vísindavefsins vita þá eru mörgæsir búlduleitir og ófleygir fuglar, enda hold...

Nánar

Er til íslenskt heiti yfir dýrið „Slow loris“?

Letilórur eða Slow loris á ensku eru nokkrar tegundir frumstæðra prímata af ættkvíslinni Nycticebus. Þær finnast aðallega í þéttum frumskógum í suðausturhluta Asíu, frá Norðaustur-Indlandi til Yunnan-héraðs í Kína auk eyja Indónesíu og Filippseyja. Letilórur bera ýmis einkenni fyrstu prímatanna sem komu fram á...

Nánar

Hvernig getur eitthvað verið kolólöglegt? Hvaða kol er átt við?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvað getið þið sagt mér um forsliðinn kol- sem til dæmis má finna í orðunum kolólöglegt, kolvitlaust og kolrangstæður? Hvað þýðir það í þessu samhengi og hver er uppruni þess? Forliðurinn kol- er oft notaður í samsettum orðum til áherslu. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blö...

Nánar

Hvaða hefti er í orðinu heftiplástur?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Af hverju heitir heftiplástur heftiplástur? Við hvaða hefti er átt? Orðið heftiplástur ‘plástur til að líma umbúðir á sár’ er líklega fengið að láni úr dönsku hæfteplaster seint á 19. öld. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 1881 en á timarit.is frá 1901. ...

Nánar

Hver er munurinn á hvirfilbyl og fellibyl?

Hvirfilbyljir eða skýstrókar (á ensku tornado) eru ógnarhvassar en smáar hringiður í neðsta hluta gufuhvolfsins, en fellibyljir (e. tropical hurricane, hurricane) eru víðáttumikil óveður sem ná frá yfirborði jarðar upp að veðrahvörfum. Algengt er hins vegar að skýstrókar myndist í fellibyljum. Skýstrókar og fel...

Nánar

Af hverju segja menn túkall á eftir sönglínunni saltkjöt og baunir?

Ekki er gott að segja hvers vegna túkall fylgir sönglinu um saltkjöt og baunir. Samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans eru elst dæmi um túkall frá miðri 20. öld en átt er við tveggja krónu pening eða –seðil rétt eins og nú er talað um fimmkall, tíkall, hundrað kall og þúsund kall. Orðið túkall er fengið að láni...

Nánar

Hvaðan kemur orðið smokkur í nútíma merkingu?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaðan kemur orðið smokkur í nútíma merkingu? Var það tekið upp sem nýyrði eða var notað gamalt orð yfir „condom“? Orðið smokkur hefur fleiri en eina merkingu en allar að því leyti skyldar að átt er við eitthvað þröngt sem smeygt er yfir eitthvað annað. Þar má nefna ermastúku (...

Nánar

Fleiri niðurstöður