Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5401 svör fundust

Hvað er sement og hvenær var farið að nota það sem byggingarefni?

Sögu sementsins má rekja allt aftur til þess að menn fundu upp aðferð til þess að búa til kalk. Eins og oft gerist, þá hefur aðferðin til að búa til kalk sennilega verið hrein tilviljun eða slys. Kalksteinn er mjög algengur víða um heim, þótt hann sé ekki til í neinu magni á Íslandi. Kalksteinn myndast aðallega ú...

Nánar

Hver var Unnsteinn Stefánsson og hvert var hans framlag til haffræðinnar?

Unnsteinn Stefánsson var frumkvöðull á vettvangi íslenskra hafrannsókna og um leið einn þeirra sem mótuðu vísindastörf þessarar smáþjóðar á vegi hennar til tæknivædds nútíma. Unnsteinn fæddist 10. nóvember 1922 í Sómastaðagerði við Reyðarfjörð. Hann tók stúdentspróf frá MR 1942 og hélt svo til efnafræðináms v...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um Lundúnabrunann mikla árið 1666?

Lundúnabruninn mikli (e. The Great Fire of London) var stórbruni sem gekk yfir Lundúnaborg frá og með sunnudeginum 2. september 1666 til miðvikudagsins 5. september 1666. Bruninn náði að eyða nær allri gömlu borginni innan rómverska borgarmúrsins. Það er sá hluti Lundúna sem kallast „Borgin“ (e. City) sem brann...

Nánar

Hvaða hvalir hafa sést við Ísland?

Alls hefur sést til að minnsta kosti 23 hvalategunda í íslensku lögsögunni. Vissulega eru þessar tegundir misalgengar, líklega er einna algengast að sjá hrefnur (Balaenoptera acutorostrata) á grunnsævinu við landið en tegundir eins og norðhvalur (Balaena mysticetus) og mjaldur (Delphinapterus leucas) eru afskapleg...

Nánar

Hver er uppruni og saga hnitakerfisins?

Fræðimenn fornaldar höfðu mikinn áhuga á stjörnufræði. Babýloníumenn voru fyrstir til að þróa hnitakerfi til að lýsa staðsetningu á himinhvelinu. Stjörnufræðingurinn Ptólemaíos (um 100–178) notaði þetta hnitakerfi á 2. öld e. Kr. í bók sinni Almagest sem var meginrit um stjörnufræði um margar aldir. René Des...

Nánar

Hvers vegna kviknar í heitri olíu þegar vatn kemst í snertingu við hana?

Það er reyndar ekki svo að það kvikni í heitri olíu þegar vatn kemst í snertingu við hana. Ef olían er hins vegar logandi þá gerir aðeins illt verra að hella vatni á eldinn til að reyna að slökkva hann. Við 150-270°C (eftir því hver olían er) geta olíurnar gefið frá sér reyk og kallast það á ensku smoke point. ...

Nánar

Er megalodon ekki hættulegur?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Er megalodon ekki hættulegur? Útaf því hann er ekki á hættulega listanum. Höfundur þessa svars veit ekki til hvaða hættulega lista fyrirspyrjandi er að vísa til en við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af þessum stórvaxna hákarli nú á dögum þar sem tegundin dó út fyrir um...

Nánar

Hvað er kopar og hvenær fóru menn fyrst að nota þann málm?

Hér er einnig að finna svar við spurningunum: Hver er munurinn á málmunum kopar og eir, ég sé að annar er gylltur en hinn bronslitaður? Hver fann upp koparinn og hvernig er nafnið kopar tilkomið? Hvað er efnið eir, í hvað er það notað og hver er munurinn á því og kopar? Kopar er frumefni númer 29 í lotukerfi...

Nánar

Hafís í blöðunum 1918. III. Þrjár greinar um tíðarfar 1918

Þessi pistill er sá þriðji í röðinni af sex þar sem birt er efni um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án útskýringa. Greinarnar þrjár sem hér fara á eftir lýsa tíðarfarinu snemma árs 1918 og hvernig það hafði áhrif á ferðir manna í embættiserindum. Fyrst segir frá embættisleiðangri á ísilögðum Eyjafirði, þá e...

Nánar

Hvað á Curiosity að rannsaka á Mars og hvernig fer hann að því?

Könnunarjeppanum Curiosity var skotið á loft 26. nóvember 2011. Jeppinn lenti í Gale-gígnum á Mars klukkan 05:17:57 að íslenskum tíma þann 6. ágúst 2012 og bárust fyrstu myndir fáeinum mínútum síðar. Curiosity er fyrst og fremst ætlað að finna út hve lífvænleg Mars var í fyrndinni eða er hugsanlega í dag. Til þ...

Nánar

Hvernig vitum við að hlýnun jarðar er af manna völdum?

Þessi spurning er að sjálfsögðu afar eðlileg enda velta margir henni fyrir sér, og það getur verið svolítið verk að kynna sér málið. Byrjum á lítilli dæmisögu til að skýra aðferðirnar sem við beitum. Við erum stödd á breiðri en fáfarinni sandströnd og sjáum þar óljós spor í þurrum sandi. Við fyrstu athugun sjáum ...

Nánar

Hvað er eitt áratog langt?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvernig er áratog mælt og hversu langt er það? Mælieining á vegalengd, hefur með árabáta að gera. Eitt áratog er ekki föst vegalengd heldur er orðið notað yfir „það að toga í árarnar, róa með árum“[1]. Eitt áratog er því sú vegalengd sem farin er þegar þessi aðgerð er framkvæmd...

Nánar

Eru fílar hræddir við mýs?

Fílar eru stærstu landdýr jarðar. Þótt merkilegt kunni að virðast eru fílategundirnar tvær sem nú lifa flokkaðar hvor í sína ættkvíslina, Elephas og Loxodonta. Elephas maximus er Asíufíllinn en Loxodonta africana er Afríkufíllinn. Það sem einkennir fílinn mest er vitaskuld raninn sem er í raun framhald á nefinu...

Nánar

Fleiri niðurstöður