Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvaða hvalir hafa sést við Ísland?

Jón Már Halldórsson

Alls hefur sést til að minnsta kosti 23 hvalategunda í íslensku lögsögunni. Vissulega eru þessar tegundir misalgengar, líklega er einna algengast að sjá hrefnur (Balaenoptera acutorostrata) á grunnsævinu við landið en tegundir eins og norðhvalur (Balaena mysticetus) og mjaldur (Delphinapterus leucas) eru afskaplega sjaldséðar við Ísland.

Á þriðja tug hvalategunda hafa sést við Ísland.

Ef hvalategundirnar sem sést hafa við Ísland eru flokkaðar í ættir þá tilheyra flestar höfrungum (Delphinidae) eða sjö tegundir. Hinir stórvöxnu reyðarhvalir (Balaenopteridae) koma næstir með fimm tegundir og svínhveli (Ziphiidae) með fjórar tegundir.

Hér að neðan kemur svo listi yfir þær tegundir sem hafa sést hér við land eftir ættum.

Hvíthveli (Monodontidae)

 • Mjaldur (Delphinapterus leucas)
 • Náhvalur (Monodon monocerus)

Hnísur (Phocoenidae)

Höfrungar (Delphinidae)

 • Hnýðingur (Lagerorhynchus albirostris) Leiftur (Lagerorhynchus acutus)
 • Léttir (Delphinus delphis)
 • Stökkull (Tursiops truncatus)
 • Rákahöfrungur (Stenella coeruleoalba)
 • Háhyrningur (Orchinus orcha)
 • Grindhvalur (Globicephala melas)

Svínhveli (Ziphiidae)

 • Andarnefja (Hyperoodon ampullatus)
 • Skugganefja (Ziphius cavirostris)
 • Króksnjáldri (Mesoplodon densirostris)
 • Norðsnjáldri (Mesoplodon bidens)

Búrhveli (Physeteridae)

Sléttbakar (Balaenidae)

 • Norðhvalur (Balaena mysticetus)
 • Sléttbakur (Eubalaena glacialis)

Eschrichtiidae

 • Sandlægja (Eschrichtius robustus)

Reyðarhvalir (Balaenopteridae)

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

28.5.2015

Spyrjandi

Raphael Þór Þuríðarson Jacob

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða hvalir hafa sést við Ísland?“ Vísindavefurinn, 28. maí 2015. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=70047.

Jón Már Halldórsson. (2015, 28. maí). Hvaða hvalir hafa sést við Ísland? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70047

Jón Már Halldórsson. „Hvaða hvalir hafa sést við Ísland?“ Vísindavefurinn. 28. maí. 2015. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70047>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða hvalir hafa sést við Ísland?
Alls hefur sést til að minnsta kosti 23 hvalategunda í íslensku lögsögunni. Vissulega eru þessar tegundir misalgengar, líklega er einna algengast að sjá hrefnur (Balaenoptera acutorostrata) á grunnsævinu við landið en tegundir eins og norðhvalur (Balaena mysticetus) og mjaldur (Delphinapterus leucas) eru afskaplega sjaldséðar við Ísland.

Á þriðja tug hvalategunda hafa sést við Ísland.

Ef hvalategundirnar sem sést hafa við Ísland eru flokkaðar í ættir þá tilheyra flestar höfrungum (Delphinidae) eða sjö tegundir. Hinir stórvöxnu reyðarhvalir (Balaenopteridae) koma næstir með fimm tegundir og svínhveli (Ziphiidae) með fjórar tegundir.

Hér að neðan kemur svo listi yfir þær tegundir sem hafa sést hér við land eftir ættum.

Hvíthveli (Monodontidae)

 • Mjaldur (Delphinapterus leucas)
 • Náhvalur (Monodon monocerus)

Hnísur (Phocoenidae)

Höfrungar (Delphinidae)

 • Hnýðingur (Lagerorhynchus albirostris) Leiftur (Lagerorhynchus acutus)
 • Léttir (Delphinus delphis)
 • Stökkull (Tursiops truncatus)
 • Rákahöfrungur (Stenella coeruleoalba)
 • Háhyrningur (Orchinus orcha)
 • Grindhvalur (Globicephala melas)

Svínhveli (Ziphiidae)

 • Andarnefja (Hyperoodon ampullatus)
 • Skugganefja (Ziphius cavirostris)
 • Króksnjáldri (Mesoplodon densirostris)
 • Norðsnjáldri (Mesoplodon bidens)

Búrhveli (Physeteridae)

Sléttbakar (Balaenidae)

 • Norðhvalur (Balaena mysticetus)
 • Sléttbakur (Eubalaena glacialis)

Eschrichtiidae

 • Sandlægja (Eschrichtius robustus)

Reyðarhvalir (Balaenopteridae)

Heimildir og mynd:

...