Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1463 svör fundust
Fyrir hvað stendur J. í Homer J. Simpson?
Samkvæmt viðtali við skapara Simpsons-teiknimyndanna, Matt Groening, stendur J-ið fyrir millinafnið Jay. Þetta kemur fram í þættinum „D'oh-in' in the Wind“ í 10. seríu þáttanna (og ber númerið AABF02) þar sem Homer grefur upp hippafortíð móður sinnar. Brandarinn felst í því að á ensku heitir stafurinn „j“ einfaldl...
Hver er munurinn á slettum, slangri og tökuorðum?
Með orðinu sletta er átt við orð eða samband orða sem borist hefur inn í tungumál úr öðru máli en er ekki viðurkennt þar sem það hefur ekki aðlagast hljóð- eða beygingarkerfinu. Í íslensku er helst talað um dönsku- eða enskuslettur. Enska orðið sjeik 'mjólkurhristingur' er til dæmis merkt ?? í nýju orðabókinni frá...
Hvað er ósæðalokuþrengsl og hvaða nýjungar eru í meðferð?
Ósæðarlokuþrengsl eru algengasti hjartalokusjúkdómurinn á Vesturlöndum og þriðji algengasti hjarta- og æðasjúkdómurinn á eftir háþrýstingi og kransæðasjúkdómi.[1] Á Íslandi er algengi ósæðarlokuþrengsla samkvæmt hjartaómun 4,3% hjá einstaklingum yfir sjötugt en samhliða hækkandi aldri þjóðar má gera ráð fyrir að f...
Hvað þarf listi mikið fylgi til að hljóta sæti í alþingiskosningum?
Þessi spurning er efnislega seinni hluti lengri spurningar sem hljóðaði svona: Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi, hvað þurfa flokkar mikla kosningu til að koma manni á þing o.s.frv.? Gagnlegt er fyrir lesandann að kynna sér fyrst svar við spurningunni Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi? Eins og í þ...
Hvað er J-ferill?
Hugtakið J-ferill er stundum notað til að lýsa því ef áhrif tiltekinnar breytingar á ákveðna stærð eru önnur til skamms tíma en til langs tíma. Ef áhrifin eru teiknuð með stærðina sem verið er að skoða á lóðrétta ásnum en tíma á þeim lárétta getur ferillinn líkst stafnum J, þess vegna er talað um J-feril. Sem d...
Hvað er tvíliðustuðullinn C(n,k) og hvers vegna er fjöldi tvíundastrengja af lengd n með k ása einmitt C(n,k)?
Formlega er tvíliðustuðullinn $C(n,k)$ skilgreindur sem fjöldi $k$ staka hlutmengja í $n$ staka mengi. Óformlega þýðir þetta að $C(n,k)$ er fjöldi möguleika á að velja $k$ hluti úr safni af $n$ hlutum, þar sem ekki skiptir máli í hvaða röð þessir $k$ hlutir eru valdir. Ef til dæmis velja á $5$ einstaklinga úr $10$...
Hver er kornastærð gjósku?
Gjóskan sem myndast við eldgos er mismunandi að kornastærð. Súr og ísúr kvika tvístrast nær alltaf í gjósku við eldgos á meðan basísk kvika myndar sjaldan mikla gjósku. Ef vatn kemst að gosrásinni, eins og við gos undir jökli eða í vatni, myndast alltaf gjóska hvort sem kvikan er súr eða basísk. Þegar fer saman ti...
Hvað er mól og hvernig er það notað í útreikningum?
Mólmagn eða mólfjöldi (e. number of moles) er magnhugtak sem er aðallega notað um smáar eindir á stærð við sameindir, frumeindir og þess háttar. Mólmagn er táknað með n og er eining þess mól (e. mole). Einingin mól tilheyrir alþjóðlega einingakerfinu (SI kerfinu) og er skilgreind út frá kolefnis-12 samsætunni (e. ...
Til hvers notum við frumtölur?
Frumtölur eru aðalviðfangsefni heillar stærðfræðigreinar sem kallast talnafræði. En í öllum greinum stærðfræði og í hagnýtingum á stærðfræði þar sem þarf að nota náttúrlegar tölur að einhverju marki má búast við að hugtakið frumtala stingi upp kollinum fyrr eða síðar. Náttúrleg tala kallast frumtala ef einu tö...
Í hvaða löndum búa leðurblökur?
Leðurblökur (Chiroptera) eru tegundaauðugasti ættbálkur spendýra á eftir nagdýrum. Til ættbálks leðurblaka teljast um 1.200 tegundir eða liðlega 20% allra spendýrategunda. Leðurblökur finnast í öllum heimsálfunum að Suðurskautslandinu undanskildu. Appelsínuguli liturinn á kortinu sýnir hvar leðurblökur finnast...
Geta mýs og rottur lifað á sama svæði í sátt og samlyndi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Deila rottur og mýs umráðasvæði? Lifa þær til dæmis saman í holræsum? Mýs og rottur lifa í nokkuð líku umhverfi í náttúrunni. Þessi dýr finnast því stundum á sama svæði en slíkt kemur þó sjaldan fyrir. Til þess að tryggja sér lífsviðurværi og skjól helga bæði mýs og ro...
Er rétt að stærsti hluti CO2 losunar á Íslandi sé frá framræstu landi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er rétt að stærsti hluti CO2 losunar á Íslandi sé frá framræstu landi? Hefur slík losun verið mæld hér? Losun koltvíildis (koltvísýrings) CO2 úr framræstum óræktuðum votlendum hefur verið mæld hér á landi. Mælingar hafa að mestu farið fram á Vesturlandi, en einnig hafa verið g...
Hver er stysta þekkta setning á íslensku sem hefur að geyma alla bókstafi íslenska stafrófsins?
Þrátt fyrir leit hef ég hvergi séð setningu sem talin er sú stysta með öllum íslenskum bókstöfum. Í henni þurfa að vera:aá b d ð eé f g h ií j k l m n oó p r s t uú v x yý þ æ ö = 32 stafir.Það er ágæt þraut fyrir samkvæmi að láta búa til slíkar setningar og alls ekki auðveld. Oftast verður líklega að nota einhver...
Geta bólusettir einstaklingar borið veiruna SARS-CoV-2 og smitað aðra?
Öll spurningin hljómaði svona: Í ljósi þess að bólusetning er vörn gegn sjúkdómi ekki smiti, hvað hefur verið rannsakað varðandi smithættu frá Covid bólusettum einstaklingum bólusettum með hinum ýmsu bóluefnum? Hafa verði reiknuð út tölfræðileg líkindi á smiti frá bólusettum einstaklingum (einkennalausum væntan...
Hver var Kurt Gödel og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?
Kurt Gödel hefur verið kallaður mesti rökfræðingur síðan á dögum Aristótelesar. Gödel-setningin svonefnda, sem hann sannaði á tuttugasta og fimmta aldursári, er ein frægasta niðurstaða stærðfræðinnar: Hún er þekkt langt út fyrir raðir stærðfræðinga, og það er sárasjaldgæft. Hún er kannski líka sú stærðfræðiniðurst...