Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 790 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hver er NEP-stefnan?

NEP stendur fyrir enska hugtakið „New Economic Policy” sem þýðir „ný stefna í efnahagsmálum”. Vitaskuld hafa mörg ríki breytt um stefnu í efnahagsmálum, jafnvel margoft, en þessi skammstöfun er yfirleitt notuð til að tákna efnahagstefnu þá sem reynt var að fylgja í Sovétríkjunum frá 1921 til 1928. Sovétríkin hö...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hverjar eru reglur með þéringar, er til dæmis hægt að þéra fólk í fleirtölu?

Í nútímamáli er greint á milli eintölu og fleirtölu persónufornafna eftir því hvort talað er um einn eða fleiri. Í eldri íslensku var þessi skipting þríþætt: eintala, tvítala (við, þið) og fleirtala (vér, þér). Sama gilti um eignarfornöfn. Á síðari málstigum varð breyting á. Tvítalan tók við hlutverki fleirtölu en...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er rómantík eða rómantíska stefnan?

Hugtakið rómantík er notað um stefnu í bókmenntum og listum sem kom fram í Evrópu um aldamótin 1800. Stefnan rann sitt skeið að mestu á enda um 1850 en áhrifa hennar gætti þó mun lengur og sums staðar eru tímamörkin önnur. Hér á landi er til að mynda litið svo á að rómantíska tímabilið í skáldskap standi frá 1830 ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er hugsunin á bak við orðin útsuður, landsuður, útnorður og landnorður?

Hugsum okkur að við búum við strönd sem liggur frá suðri til norðurs og sjórinn sé vestan við landið. Dæmi um slíka strandlengju er á Vesturlandi í Noregi kringum Bergen og er einmitt líklegt að þar sé upphaf málvenjunnar sem er hér til umræðu. Hún er sem sé ekki bara íslensk heldur líka norsk og væntanlega eldri ...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju syngjum við Adam átti syni sjö og Þyrnirós var besta barn um jólin?

Upprunalegu spurningarnar voru: Af hverju syngjum við Adam átti syni sjö á jólunum? Þar er hvorki talað um jólasveina né Jesúbarnið. Af hverju er lagið Adam átti syni sjö jólalag? Hver er uppruni lagsins Þyrnirós var besta barn og af hverju tengist það sérstaklega jólunum? Ýmsir erlendir söngvaleikir, svo sem ...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Í hvaða átt er Pólstjarnan frá Reykjavík og hve hátt er hún á himni?

Þegar við erum á norðurhveli jarðar sýnist okkur öll himinhvelfingin snúast um möndul sem liggur um punkt á himinkúlunni sem við köllum norðurpól himins. Hann er alltaf í sömu stefnu miðað við athuganda sem heldur sig á sama stað á jörðinni. Hann er líka sem næst kyrr miðað við fastastjörnurnar en færist þó ofurhæ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef p og q eru frumtölur og r = pq, eru þá p og q einu tölurnar sem ganga upp í r (fyrir utan 1 og r)?

Svarið er já. Ef náttúrleg tala r er þáttuð (skrifuð sem margfeldi) og vitað er að tiltekin frumtala s gengur upp í henni, þá gildir almennt að s gengur upp í einhverjum þættinum. Ef frumtalan s gengur upp í r í þessu dæmi vitum við samkvæmt þessu að hún gengur annaðhvort upp í p eða q. Þar sem þær eru báðar frumt...

category-iconTölvunarfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Kristinn R. Þórisson rannsakað?

Kristinn R. Þórisson er prófessor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og stjórnandi Vitvélastofnunar Íslands. Kristinn hefur stundað rannsóknir á gervigreind í 30 ár og kennt þau fræði við Columbia-háskóla, KTH og Háskólann í Reykjavík. Hann útskrifaðist með doktorsgráðu frá MIT Media Lab 1996, þar sem hann ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Jónas R. Viðarsson rannsakað?

Jónas R. Viðarsson er faglegur leiðtogi á sviði Rannsókna og nýsköpunar hjá Matís ohf. þar sem hann fer fyrir faghóp er kallast „örugg virðiskeðja matvæla“. Rannsóknir Jónasar eru af ýmsum toga og snúa meðal annars að fiskveiðistjórnun, sjálfbærni, úrbótum í virðiskeðjum sjávarafurða og rekjanleika, svo fátt eitt ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Af hverju verða gervihnettir að vera yfir miðbaug jarðar ef þeir eiga ekki að hringsóla um hana?

Skýringin á þessu er fólgin í þyngdarlögmálinu ásamt svonefndu öðru lögmáli Newtons. Af þessum lögmálum leiðir að braut gervihnattar er alltaf í sömu sléttunni (plane) sem við köllum brautarsléttu og sú slétta liggur auk þess um jarðarmiðju. Ef braut gervihnattar liggur einhvers staðar norður fyrir miðbaug hlýtur ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er sósíaldemókrati?

Sósíaldemókrati kallast sá sem aðhyllist sósíaldemokratisma eða jafnaðarstefnu eins og stefnan kallast á íslensku. Jafnaðarstefnan byggðist upphaflega á kenningum Karl Marx en síðar var lögð áhersla á bætt launakjör auk félagslegra og efnahagslega umbóta "innan ramma hins kapítalíska þjóðfélags í anda umbótaste...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Í hvaða átt sjást norðurljósin?

Stefnan til norðurljósa hér á Íslandi getur verið næstum hver sem er. Þau eru oft hátt á lofti og taka þá jafnvel yfir hvirfilpunkt himins, það er punktinn sem er lóðrétt yfir höfðum okkar. Í borgum er hins vegar sennilegt að norðurljós sjáist síður lágt á himni vegna ljósmengunar sem svo er kölluð, það er að segj...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er prósaljóð?

Prósaljóð er ljóð í lausu máli. Hugtakið prósi kemur úr latínu, prorsa oratio og merkir bókstaflega 'ræða sem heldur beint áfram'. Andstæða prósa er bundið mál en með því er átt við texta sem fylgir bragreglum að meira eða minna leyti. Í prentuðum texta er einfalt að greina bundið mál. Það þekkist á braglínum sem ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er Völsunga saga? Var hún innblástur Tolkiens við gerð Hringadróttinssögu?

Völsunga saga er fremur löng lausamálssaga sem oftast er talin samin á 13. öld, varla síðar en 1270. Deilt hefur verið um hvort hún sé verk Íslendings eða Norðmanns. Eitt skinnhandrit af sögunni hefur varðveist frá miðöldum en allmörg pappírshandrit eru til. Hún er til í ýmsum útgáfum og hefur verið þýdd á mörg tu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur r-ið í orðinu „lánardrottinn“? Ætti það ekki að vera „lánadrottinn“, eða jafnvel „lánsdrottinn“?

Upprunalega spurningin var svona: Hvaðan kemur R-ið í orðinu „lánardrottinn“? Samkvæmt Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls, er bókstafinn R hvergi að finna í beygingu orðsins „lán“ . Hvernig stendur þá á að þetta er komi upp þarna í orðinu „lánardrottinn“? Ætti það ekki að vera „lánadrottinn“, eða jafnvel „lánsdr...

Fleiri niðurstöður