Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 374 svör fundust
Hvaða molla er þegar það er lognmolla?
Öll spurningin hljóðaði svona: Ég hef verið að velta fyrir mér orðinu molla, eins og í lognmolla. Hvaðan kemur það og hvað þýðir það? Nafnorðið molla í merkingunni ‘hlýtt, stillt dumbungsveður, hitasvækja’ þekkist í málinu að minnsta kosti frá því um 1700. Lýsingarorðið mollulegur merkir ‘drungalegur, kæfan...
Hvaðan kemur sögnin að gubba og hvað merkir orðið?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hver er uppruni orðsins “að gubba”? Hvaðan kemur orðið gubb og hver er merking orðsins? Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:285) er sögnin gubba ‘æla, selja upp’ og nafnorðið gubb ‘uppköst, spýja’ tengd nýnorsku sögninni gubba ‘gufa upp, mynda þoku’. Teng...
Af hverju heitir heiðlóa þessu nafni?
Spurningin í heild hljóðaði svona:Af hverju er nafn heiðlóu dregið? Hefur það með heiðar að gera (af hverju þá ekki heiðalóa)? Tengist það e.t.v. hreinleika sbr. heiður himinn? Heiðna-lóa með vísun í vor-ís? Annað? Kvenkynsnafnorðið ló (Pluvialis apricaria) er sama orð og í færeysku lógv, nýnorsku lo, heidlo, d...
Hvaðan kemur orðið grikkur og hvað er átt við þegar menn gera einhverjum grikk?
Elstu dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans um orðið grikkur eru frá miðri 18. öld og er merkingin ‘hrekkur, bragð’ en einnig ‘sérstakt bragð í glímu’. Að gera einhverjum grikk merkir þá að ‘hrekkja einhvern, leika á einhvern’. Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal (I 272) er lýsing á glímubragðinu grik...
Hverjum er hægt að bjóða birginn?
Spurningin í heild sinni hljómaði svona: Ef maður bíður einhverjum birginn,(sem ég held að þýði að standa í hárinu á einhverjum, sem vekur svo aftur upp spurninguna hvaða hári?) hvaða birg er maður þá að bjóða? Orðasambandið að bjóða einhverjum byrginn/birginn merkir að ‘standa fast á sínu gegn einhverjum eða ...
Hvað merkir orðið hamingja bókstaflega? Er það sett saman úr orðunum hamur og ungur?
Orðið hamingja merkir ‘gæfa, heill, gifta’ og í elsta máli einnig ‘heilladís, verndarvættur’. Það er sett saman úr orðunum hamur sem merkir ‘skinn, húð, gervi’ en einnig í eldra máli ‘fylgja, verndarandi’ og viðliðnum –ingja sem kominn er úr *(g)engja af sögninni að ganga, eiginlega ‘vættur sem gengur inn í ham eð...
Hvað er gar?
Orðið gar er bæði til sem lýsingarorð og nafnorð. Gar maður er sá sem er önugur eða argur og þegar veðrið er gart er það hryssingslegt. Krókur sem er gar er gleiður eða opinn og um ljá sem er úrréttur er sagt að hann sé gar. Í Íslenskri orðsifjabók eftir Ásgeir Blöndal Magnússon segir um nafnorðið gar að það sé...
Af hverju er nafnorðið bull notað um þvælu eða vitleysu?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er uppruni orðsins „bull“ í merkingunni þvæla eða vitleysa? Nafnorðið bull ‘suða, suðuhljóð; þvættingur’ er leitt af sögninni bulla ‘sjóða, vella; þvaðra, rugla’. Samkvæmt Ritmálssafni Orðabókar Háskólans þekkist nafnorðið í málinu að minnsta kosti frá 17. öld. ...
Hvaðan kemur orðið vændi og hvað merkti það upprunalega?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju er orðið vændi notað á íslensku um sölu á kynlífi? Og hvaðan kemur það? Vændi er í nútímamáli að bjóða kynlífsþjónustu gegn gjaldi. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:1155) merkti vændi í forníslensku vonsku eða illa hegðun og v...
Hvað merkir nafnið Kvígindisfjörður?
Kvígindisfjörður er fjörður sem gengur norður úr Breiðafirði milli Skálmarfjarðar og Kollafjarðar og var samnefndur bær í botni hans. Kvígandafjörður er hann nefndur í Landnámabók (Íslenzk fornrit I, 168-170). Orðið kvígindi (hk) merkir ‚ungir nautgripir‘, skylt orðunum kvíga og kvígur (kk)‚ bolakálfur‘ (Ásgei...
Hvers konar ull er í orðinu urmull og hvað er urm?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hverslags ull er urmull? Orðið urmull þekkist frá 17. öld í merkingunni ‘ögn, smábrot, smáleif af einhverju, aragrúi, sægur’. Upphafleg merking mun vera ‘mylsna, smábrot, smælki’. Merkingin ‘aragrúi’ er leidd af nafnorðinu mor ‘smáagnir, grugg, grúi, sægur’ (Ásgeir Blöndal ...
Hvað er kák þegar eitthvað er hálfkák?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Fyrst háfkák er til, er þá ekki eitthvað til sem heitir heilkák, alkák eða samsvarandi... og hvað er annars þetta kák? Orðið kák merkir samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:758) ‘óvönduð, ómarkviss vinnubrögð, fúsk, hundavaðsháttur, gutl, klastur’ og hálfkák ‘hálfunnið verk, vi...
Hvaðan kemur orðið kjöt og hver er upprunaleg merking þess?
Orðið kjöt kemur þegar fyrir í fornu máli í til dæmis Grágás. Það þekkist því í málinu frá fyrstu tíð í merkingunni ‘hold (einkum af spendýrum og fuglum)’. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:469) er orðið einungis til í norrænum málum: í færeysku og nýnorsku kjøt, sænsku kött, dön...
Hvað þýðir -teini í skírteini eða hver er uppruni orðsins og merking?
Eldri myndir orðsins skírteini eru 'skírtein' og 'skírteikn', sem er elsta mynd orðsins. Ásgeir Blöndal segir í Íslenskri orðsifjabók að samsetningarliðir orðsins virðist vera lýsingarorðið 'skír' og nafnorðið 'teikn'. Í gagnasafni Orðabókar Háskólans er að finna orðskýringu frá síðari hluta sautjándu aldar eða...
Tja, nú veit ég ekki - hvers konar orð er þetta tja?
Upprunalega spurningin var: Hvers konar orð er „tja“ og hvaðan kemur það, til dæmis „tja, nú veit ég ekki“? Smáorðið tja flokkast undir upphrópanir. Í Íslenskri orðsifjabók skýrir Ásgeir Blöndal Magnússon það á eftirfarandi hátt (1989:1046): ... orðmyndin lætur í ljós óvissu, vafa, hik. Líklega tökuor...