Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1382 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju eru nótur á píanói svartar og hvítar?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Af hverju eru nóturnar á píanóinu bara hafðar svartar og hvítar? Og af hverju eru þær þá ekki svartar og hvítar til skiptis?Milli tveggja samliggjandi nótna á píanói, hvort sem þær eru báðar hvítar eða önnur hvít og hin svört, er svokallað hálftónsbil. Hálftónsbil fæst með þ...

category-iconVerkfræði og tækni

Hver var Alexandre Gustave Eiffel og hvert var hans framlag til vísindanna?

Franski byggingarverkfræðingurinn Alexandre Gustave Eiffel fæddist í borginni Dijon í Frakklandi 15. desember 1832. Hann var af þýskum ættum og bar í upphafi ættarnafnið Bönickhausen. Það þótti fjölskyldunni óþjált og breytti eftirnafninu í Eiffel, en einn þýsku forfeðranna hafði flust frá Eifel-hæðum í NV-Þýskala...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geta froskdýr orðið gömul?

Talið er að tegundir froskdýra (Amphipia) séu allt að 7.000 en talan er þó breytileg eftir flokkunarkerfum. Langflestar þessara tegunda eru froskar og körtur (Anura) en aðrir hópar froskdýra eru salamöndrur (Caudata eða Urodela) og hópur sem kalla má ormakörtur (Gymnophiona). Froskdýr finnast á ólíkum búsvæðum ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvert er öflugasta eldgos á Íslandi sem vitað er um?

Þetta er ekki einföld spurning, mörg stór eldgos hafa orðið á Íslandi og erfitt að fullyrða hvert þeirra var öflugast. Í jarðlögum fram til nútíma (frá 17 milljónum ára fram til síðustu 10 þúsund ára) er víða að finna ummerki stórra eldgosa. Hér er bæði um að ræða stór súr sprengigos og stór basísk flæðigosa. Það ...

category-iconBókmenntir og listir

Voru einhver fræg kventónskáld á 19. öld?

Það ævagamla sjónarmið var sem fyrr ríkjandi á 19. öld að hljóðfæraleikur væri konum til prýði svo framarlega sem þær iðkuðu slíka list einungis innan veggja heimilisins. Fordómar feðraveldisins gerðu flestum konum ókleift að hafa hljóðfæraleik að lífsstarfi og enn minni trú höfðu menn á getu þeirra til að stunda ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er hirsi og hvernig er það notað?

Hirsi (e. millet) er samheiti yfir fjölda grastegunda sem ræktaðar eru víða um heim vegna fræjanna. Algengasta tegundin og sú sem mest er ræktuð er perluhirsi (Pennisetum glaucum, e. pearl millet), en aðrar mikilvægar tegundir eru til dæmis refaskottshirsi (Setaria italica, e. foxtail millet), prosohirsi (Panicum ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru margar dýrategundir á Íslandi?

FlokkurFjöldi tegunda Skordýr1245 Köngulær84 Drekar2  Langfætlur4  Mítlar*um 90 *Þ.e.a.s. brynjumaurar. Óvíst er með fjölda ránmaura. Margfætlurum 10  Ánamaðkarum 10  Sniglarum 50  Fuglar (varpfuglar)um 80  Spendýr**8 **Hér er um villt íslensk spendýr að ræða. Hægt er að bæta við nokkrum öðrum spendýrum ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr hafa lengstu klærnar?

Að öllum líkindum hafa bjarndýr og letidýr lengstu klær sem þekktar eru meðal núlifandi dýra. Letidýr af ættkvíslinni Bradypus sem lifa á Amazon-svæðunum, eru með gríðarlega langar klær. Lengdin hefur mælst 8 - 12 cm hjá fullorðnum dýrum. Bjarndýr eru einnig með mjög langar klær eða allt að 7,5 cm. Klær af þeir...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Verður jörðin einhver tímann útdauð?

Svarið er já; jörðin á eftir að eyðast endanlega þegar sólin þenst út og gleypir hana. Þetta gerist þó ekki í bráð heldur er talið að það verði eftir um það bil 8 milljarða ára. Það er gríðarlega langur tími, lengri en aldur jarðarinnar núna (4,6 milljarðar ára), og miklu lengri en svo að við getum skilið það alme...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru eðalsteinar?

Eðalsteinar eða gimsteinar eru skrautsteinar sem hafa næga hörku til þess að rispast ekki við daglega notkun. Skrautsteinar eru náttúrulegar steindir eða bergtegundir sem notaðar eru í skrautmuni. Harka steinda er gefin upp samkvæmt svonefndum Mohs-kvarða sem nær frá einum og upp í tíu. Mjúkar steindir, til dæ...

category-iconLögfræði

Er hægt að gefa líkama sinn til vísindarannsókna eftir dauðann?

Ekki er að finna nein ákvæði í lögum eða reglugerðum um heimild til að gefa líkama sinn til vísindarannsókna. Menn geta ánafnað líkama sinn, til dæmis til læknadeildar Háskóla Íslands, til rannsóknar og kennslu. Sá sem hefur áhuga á því gerir lögformlegan samning í votta viðurvist við Háskóla Íslands. Í samning...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eignast górilla marga unga yfir ævina?

Kvengórillur verða kynþroska um 7-8 ára gamlar og eignast venjulega sinn fyrsta unga þegar þær eru um 10 ára. Rannsóknir sýna að þær eignast unga á um það bil fjögurra ára fresti, þar sem unginn sem fyrir er, þarf að vera hættur á spena áður en nýr kemur til sögunnar. Þar sem villtar górillur ná vart meira en 35 ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er minnsti snákurinn?

Fjöldi mjög smárra snákategunda er til í heiminum. Aðallega eru þetta tegundir innan frumstæðra ætta svo sem blindorma (Leptotyphlopidae), Anomalepidae og yrmlinga (Typhlopidae), en innan þessara ætta eru um 300 tegundir. Snákar sem tilheyra þessum ættum verða vart meira en 30 cm á lengd. Rákadútla (Leptotyphlops...

category-iconUnga fólkið svarar

Hversu oft andar maður á sólarhring?

Fullorðinn einstaklingur andar að meðaltali á milli 12 og 20 sinnum á hverri mínútu. Börn anda venjulega hraðar en fullorðnir, en ungbörn draga andann um 40 sinnum á mínútu. Þetta þýðir að fullorðinn einstaklingur dregur andann um það bil 17.000 – 29.000 sinnum á sólahring. Ungbarn andar hins vegar um 60.000 ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er afbragð vont bragð?

Hvorugkynsorðið afbragð er í Íslenskri orðabók Eddu (2002:8) sagt hafa merkinguna ‘ágæti, prýðilegur maður eða hlutur’. Í Íslenskri orðsifjabók stendur: h. 'e-ð frábært'... Leitt af so. *ab-bregðan eða bregða af, sbr. afbrugðinn 'frábrugðinn, ólíkur'... Ekkert er minnst á vont bragð af mat en sú merking er þó ti...

Fleiri niðurstöður