Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 505 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Foss á Vestfjörðum er bæði kallaður Dynjandi og Fjallfoss. Hvort nafnið er réttara og af hverju?

Fossinn heitir Dynjandi og dregur nafn af hljóði sínu. Nöfn á fossum og ám eru oft mynduð með –andi, samanber Rjúkandi, Mígandi. Nafnið Fjallfoss á fossinum er rangnefni, en sagt er um bæinn Dynjanda í sóknarlýsingu Rafnseyrarkirkjusóknar 1839 eftir sr. Sigurð Jónsson, að hann taki „nafn af stórum fjallfossi á...

category-iconHugvísindi

Hvað orð eru notuð um kryddið msg á íslensku?

Samkvæmt upplýsingum úr Orðabanka málræktarsviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum virðist aðeins eitt íslenskt heiti vera notað fyrir monosodium glutamate. Það er þriðja kryddið. Samheiti er mónónatríum glútamat sem er íslensk aðlögun á erlendu heiti. Á ensku er kryddið iðullega nefnt MSG og einni...

category-iconÞjóðfræði

Hvað átti Grýla mörg börn og hvað heita þau öll?

Hefð er fyrir því að skipta börnum þjóðsagnaverunnar Grýlu í tvo flokka. Í öðrum þeirra eru jólasveinarnir en í hinum öll önnur börn Grýlu. Grýlubörn eru nefnd í ýmsum þulum og kvæðum frá fyrri tíð og vitað er um minnsta kosti 72 þeirra. Þekkt jólasveinanöfn eru aðeins fleiri eða 78. Heildarfjöldi barna Grýla er þ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er ö aftast í íslenska stafrófinu?

Spurningin öll hljóðaði svona: Hvernig stendur á því að ö er haft aftast í íslenska stafrófinu á meðan t.d. á og í koma á eftir a og i, og ð kemur á eftir d en þ aftarlega? Fyrst er rétt að rifja upp íslenska stafrófið og stafrófsröðina: a, á, b, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k, l, m, n, o, ó, p, r, s, t, u...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir Rang- í örnefnum eins og Rangárvellir?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað þýðir liðurinn Rang s.s. í Rangárvellir? Samkvæmt Íslensku orðsifjabókinni merkir lýsingarorðið rangur ‘skakkur, snúinn; óréttur, öfugur’, og af rangur er leitt sagnorðið ranga ‘hreyfa til, ...’ og kvenkynsnafnorðið ranga, ‘ranghverfa, sbr. og sams. eins og Rangá og R...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru til mörg nöfn yfir djöfulinn á íslensku og hver eru þau?

Erfitt er að segja með vissu hversu mörg orð eru til yfir djöfulinn í íslensku. Flest þeirra heita sem þekkjast hafa orðið til við það að ekki þótti við hæfi að nefna djöfulinn og því var það gert með því að nota umritanir eða gæluorð. Í Íslenskri samheitabók eru þessi talin upp undir flettiorðinu fjandi:andskotia...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvar var Persía og af hverju er hún ekki lengur til?

Persía er annað nafn yfir það land sem nú kallast Íran. Í landinu var fylki sem hét Pars, eða Persis. Jafnvel þótt íbúar landsins hefðu ávallt notað heitið Íran fóru aðkomumenn, svo sem Grikkir, smám saman að yfirfæra nafn fylkisins yfir á landið sjálft. Á árunum 648-330 f. Kr. stækkaði veldi Persa óðfluga og ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig mæla vísindamenn hæð fjalla og hæða á Mars og Venusi þar sem þar eru engin höf?

Landslag Mars er geysilega fjölbreytt þótt reikistjarnan sé tiltölulega lítil. Á yfirborðinu eru stórir gígar, risavaxin eldfjöll, hraunsléttur, gljúfur og vatnssorfnir dalir, svo fátt eitt sé nefnt. Frá jörðu séð má skipta yfirborðinu í tvennt, ljós og dökk svæði. Ljósu slétturnar eru þaktar ryki og sandi og voru...

category-iconHugvísindi

Hvort er réttara að skrifa Efribakki eða Efri-Bakki?

Ef gengið er út frá því í nafninu að liðurinn Bakki sé sérnafn má rita Efri-Bakki en ef bakki er þarna venjulegt samnafn er ritað Efribakki. Þetta þarfnast nánari útskýringar sem fylgir hér á eftir. Rithátturinn Efribakki samræmist reglu sem var sett fram í auglýsingu menntamálaráðuneytis um stafsetningu árið 1...

category-iconStjórnmálafræði

Hvernig er stjórnkerfinu og hagkerfinu háttað í fríríkinu Kristjaníu?

Kristjanía í Kaupmannahöfn er hluti af danska ríkinu og íbúar hennar lúta því dönskum lögum eins og aðrir þegnar Danmerkur. Kristjanía hefur samt nokkra sérstöðu og í framkvæmd hefur dönskum lögum á sumum sviðum verið beitt með öðrum hætti þar en annars staðar. Þetta á aðallega við um fíkniefnalöggjöfina og að...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins bakkelsi?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hver er uppruni orðsins bakkelsi? Er það talið vera mállýti? Hér er einnig svarað spurningu Viktors:Af hverju er talað um bakkelsi? Hvaðan kemur það orð og af hverju tengist það brauðmeti og sætabrauði, það er bakarísmat? Orðið bakkelsi er tökuorð úr dönsku bakkelse og e...

category-iconHugvísindi

Hvenær komu handritin aftur til Íslands og var það sjálfsagt mál að fá þau hingað?

Spurningin hljómaði svona í heild sinni: Hvenær komu handritin aftur til Íslands og hvað varð til þess að þau komu heim á ný? Eru fleiri handrit enn í Kaupmannahöfn? Undir lok 16. aldar uppgötvuðu fræðimenn í Danmörku og Svíþjóð að á Íslandi væri að finna handrit að sögum sem vörðuðu fjarlæga fortíð þessara l...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er það rétt að Grindavík sé á Mars?

Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Er íslenska notuð í geimnum? er það nafnanefnd Alþjóðasambands stjarnfræðinga (e. International Astronomical Union) sem sér um að nefna fyrirbæri á hnöttum sólkerfisins. Á Mars eru gígar sem eru innan við 60 km að þvermáli gjarnan nefndir eftir litlum bo...

category-iconÞjóðfræði

Í skandínavískri þjóðtrú koma fyrir verur sem kallast nisse eða tomte. Eru til samsvarandi verur í íslenskri þjóðtrú?

Nissarnir eru afar vinsæl fyrirbæri í skandínavískri þjóðtrú og tengjast sérstaklega jólunum. Þeir eru eins konar húsálfar sem halda aðallega til í útihúsum á bændabýlum og gæta búsins sé vel við þá gert. Þess vegna þarf til dæmis alltaf að gefa þeim jólagraut á jólum. Nissinn með jólagrautinn sinn er orðinn eitt ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan er heitið Kænugarður upprunnið?

Spurningin í fullri lengd var þessi: Er vitað hvaðan nafnið Kænugarður er upprunnið, mér finnst svolítið sérkennilegt að þetta nafn skuli ávallt vera notað af fjölmiðlafólki hérlendis, sérstaklega í seinni tíð, borgin heitir Kiev (eða Kyiv) og er að mér hefur skilist ævafornt nafn á höfuðborg Ukraínu. Orðið...

Fleiri niðurstöður