Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2523 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað éta selir?

Selir (Phocidae) eru rándýr og öll fæða þeirra kemur úr dýraríkinu, aðallega fiskur. Mögulega er allt að 80% af þeim lífmassa sem selir éta fenginn með fiskáti. Fæðuvenjur eru þó mismunandi á milli tegunda og margar tegundir lifa að einhverju eða miklu leyti á ýmsum öðrum hópum dýra svo sem sjávarhryggleysingjum. ...

category-iconFélagsvísindi

Gátu neanderdalsmenn talað?

Það er mörgum vandkvæðum bundið að grafast fyrir um upphaf eins hverfuls og huglægs fyrirbæris og tungumáls, einkum og sér í lagi talaðs máls. Talmál kemur á undan ritmáli og er upphaf þess því, eðli málsins samkvæmt, hluti af forsögulegum tíma mannsins. Einnig tilheyrir talið, eða öllu heldur hljóðbylgjurnar, líð...

category-iconBókmenntir og listir

Hvenær varð íslenskt rapp til og hver er saga þess?

Rapptónlist barst afar seint til Íslands, ólíkt til að mynda íslensku dauðarokki, sem skaut rótum nánast samhliða viðlíka hræringum erlendis. Það er velþekkt staðreynd að pönkið kom seint til Íslands; hér sprakk það út 1981 en hafði þá verið í fullum gangi í Bretlandi og Bandaríkjunum fjórum árum fyrr. Íslenska ra...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar dýr er marðarhundur og hvar eru heimkynni hans?

Marðarhundur (Nyctereutes procyonoides) er hunddýr af ættkvíslinni Nyctereutes. Enskt heiti hans er raccoon dog sem þýða mætti sem þvottabjarnarhundur og er þar vísað til þess að andlit hans minnir á þvottabjörn. Á sænsku nefnist hann mårdhund, mårhund á dönsku og norsku og Marderhund á þýsku. Þrátt fyrir heitin e...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að rannsaka hvort maður er með ofnæmi fyrir aukefnum í mat?

Svonefnt aukefnaóþol fyrir íblöndunarefnum í matvælum hefur lengi verið ágreiningsefni meðal lækna. Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar var mikið skrifað um óþol fyrir þessum efnum, en þegar tvíblind þolpróf voru gerð fyrir einstökum aukefnum var niðurstaðan sú að innan við 1% af fólki væri með aukefnaóþol. T...

category-iconBókmenntir og listir

Er Gnitaheiði til?

Margir vilja sjálfsagt flokka þetta nafn með staðanöfnum goðsagna eins og Valhöll eða Ásgarði og gera ráð fyrir að staður þessi hafi aldrei verið til nema í sögnum og kvæðum. Gnitaheiði á að vísu að vera í mannheimum, enda Sigurður maður, en þar er einkum aðsetur drekans Fáfnis. Meðan kvæði um Sigurð Fáfnisbana vo...

category-iconFélagsvísindi

Er það satt að sum dýr tali mannamál á þrettándanum?

Samkvæmt þjóðtrúnni tala kýr mannamál á þrettándanum. Þrettándinn er 6. janúar og er síðasti dagur jóla. Hann hét upphaflega opinberunarhátíð og hefur verið tengdur ýmsum kristnum trúaratburðum, svo sem skírn Krists og Austurlandavitringunum. Um þjóðtrú tengda þrettándanum gildir flest hið sama og um nýársnótt...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna bera Svefneyjar á Breiðafirði þetta nafn?

Eggert Ólafsson náttúrufræðingur og skáld, sem var Svefneyingur, segir frá því í einu rita sinna að eyjarnar dragi nafn af því að Hallsteinn Þórólfsson á Hallsteinsnesi, sem nefndur er í Landnámabók (Íslensk fornrit I:164), hafi fundið þræla sína yfirbugaða af svefni og drepið þá fyrir sviksemi þeirra (samanber Gr...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver var fyrsti faraó Egyptalands?

Orðið faraó merkir ‘húsið mikla’ (e. the great house). Egyptar trúðu að faraóar væru guðir og jafnvel eftir dauða þeirra voru þeir taldir guðdómlegir. Menes er talinn hafa verið fyrsti konungur sameinaðs Egyptalands og hann ríkti á árunum 3100-2850 fyrir Krist, en á þeim tíma voru þjóðhöfðingjar Egyptalands ek...

category-iconLandafræði

Er Nykur eða Nykurtjörn að finna á fleiri stöðum en í Svarfaðardal á Norðurlandi?

Örnefnið Nykurtjörn er að finna á nokkrum stöðum á landinu, meðal annars upp af Grund í Svarfaðardal í Eyjafirði (JÁ III:211) og á Garðshornsheiðum í Svarfaðardal. Ein Nykurtjörnin er á Arnhólsstöðum í Skriðdal, ein á Tindum í Geiradal, ein á merkjum Kvígsstaða og Fossa í Andakíl og ein í Kasthvammi í Laxárdal í S...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er vestfirska, hvernig lýsir hún sér og hvenær "dó" hún út?

Með vestfirsku er átt við þau málfarslegu atriði sem teljast einkennandi fyrir Vestfirðinga. Þau eru einkum tvö. Annars vegar er um að ræða svokallaðan vestfirskan einhljóðaframburð. Sérstaklega er átt við að sérhljóðin a, e og ö eru borin fram sem einhljóð á undan -ng- og -nk- þar sem annars postaðar á landinu er...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur nafn Grindavíkur á Reykjanesskaga?

Grindavíkur er getið í Landnámabók (Íslensk fornrit I:330). Í sömu bók eru auk þess Grindalækur í Húnavatnssýslu og Grindur í Borgarfirði. Grindavík. Í örnefnum bendir orðið grind til merkingarinnar 'gerði' eða 'hlið', eða ‘klettarið’, til dæmis Grindaskörð í Gullbringusýslu og Grindamúli í Suður-Múlasýslu, Gri...

category-iconHugvísindi

Af hverju er það kallað „að koma einhverjum fyrir kattarnef" þegar einhver er myrtur eða látinn hverfa?

Orðtakið að koma einhverjum fyrir kattarnef merkir ‛gera út af við einhvern/eitthvað, láta einhvern/eitthvað hverfa’. Það þekkist frá því á 19. öld. Í ritinu Íslenzkt orðtakasafn (I:310) bendir Halldór Halldórsson á að til sé eldra orðtak, að koma einhverjum fyrir Hattar nef, sem sé kunnugt frá 17. öld. ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig fer rjúpan að því að rembast við staurinn?

Orðasambandið rembast eins og rjúpa við staurinn þekkist að minnsta kosti frá því snemma á 19. öld. Í Safni af íslenskum orðskviðum sem Guðmundur Jónsson gaf út 1830 er gefið upp sambandið: „Hann rembist í kút og kvartil (eins og rjúpan við staurinn).“ „ … eins og rjúpan við staurinn“ er reyndar viðbót í sviga en...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir seil sem stundum kemur fyrir í örnefnum?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Heil og sæl . Hvað er seil? Sem heit á stað á jörð eða örnefni? T.d. Miklavatnsseil eða -seilar, Hreiðurseil, Fremri- og Heimri-Hnúkaseil, Mógrafarseil. Veit Vísindavefurinn það? Nafnið Seil er rangur ritháttur fyrir Seyl en orðið seyl merkir ‚vætusvæði í mýri‘, eða ‚foræði, ...

Fleiri niðurstöður