Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9638 svör fundust
Er borgir að finna á botni Miðjarðarhafsins?
Margir kannast væntanlega við söguna um týndu eyjuna Atlantis en eins og fram kemur í svari Geirs Þ. Þórarinssonar við spurningunni Var hin týnda Atlantis raunverulega til? eru nær allir fræðimenn sammála um að sú saga sé skálduð. Hins vegar eru leifar raunverulegra búsetusvæða - borga eða bæja[1] - að finna á haf...
Hvað er sjálfsofnæmi?
Er hugsanlegt að fólk sé með sjálfsofnæmi? Sumir hafa ofnæmi fyrir aukaefnum í fatnaði og ýmsu fleiru, en stundum er eins og ekkert þurfi til. Ef sjálfsofnæmi er til, er þá nokkur lækning við því? Hvert á maður að snúa sér til að fá úr því skorið? Svarið er að sjálfsofnæmi er vissulega til og er talið vera ors...
Hvað er yfirborðsspenna?
Taktu málningarpensil, dýfðu honum í vatn og dragðu hann síðan upp aftur. Þá sérðu að hárin á honum loða saman; nú fyrst má draga með honum fínar línur. Sams konar fyrirbæri sést þegar maður með úfið hár bleytir það þannig að það klessist niður. Oft er sagt að hárin loði saman vegna þess að þau séu blaut. Ef h...
Hvað er framlegð?
Framlegð er notuð yfir tekjur að frádregnum breytilegum kostnaði. Með breytilegum kostnaði er átt við kostnað sem breytist með framleiddu magni (ef um framleiðslufyrirtæki er að ræða) eða seldu magni (ef um dreifingaraðila er að ræða). Sem dæmi má nefna smásala sem kaupir vöru af heildsala á 80 krónur. Gerum ráð f...
Hvað er dáleiðsla?
Dáleiðsla kallar fram vitundarástand sem unnt er að nýta í lækningaskyni til að bæta almenna líðan og efla ákveðna þætti í fari fólks. Hún er til dæmis nýtt til þess að taka á svefnörðugleikum, erfiðum höfuðverkjum og til að efla einbeitni fólks í námi eða íþróttum. Hvaða áhrif hefur dáleiðsla? Mjög algengt...
Hvað er persónuleikaröskun?
Til þess að skýra hvað átt er við með persónuleikaröskun skulum við taka dæmi. Jón Jónsson er stöðugt að skipta um vini og vinkonur. Hann er í fyrstu afar hrifinn af þeim sem hann kynnist en ekki líður á löngu þar til hann óskar þeim út í hafsauga og skilur ekki hvernig hann gat nokkru sinni laðast að slíku fólki....
Hvað er vindur?
Lárétt hreyfing andrúmslofts er jafnan kölluð vindur. Venja er að nefna lóðrétta hreyfingu loftsins uppstreymi eða niðurstreymi, en þó er ekki ávallt skýr greinarmunur gerður á láréttri og lóðréttri hreyfingu og hugtakið vindur er stundum haft um hreyfingu lofts sem að hluta er lóðrétt. Sem dæmi um slíkt má nefna ...
Hvað er kertalogi?
Kertalogi er til kominn við það að vaxið í kertinu brennur. Bruni efnis felst í því að viðkomandi efni gengur í efnasamband við súrefni andrúmsloftsins. Við það rofna súrefnissameindir sem eru táknaðar með O2(g), þar sem bókstafurinn g táknar að efnið er í gasham.Sameindirnar í vaxinu má rita sem CnHm þar sem...
Hvað þýðir P.S.?
Skammstöfunin P.S. eða PS er notuð í mörgum málum og vísar í latneska orðið postscriptum sem þýðir 'eftirskrift, eitthvað sem skrifað er á eftir' (eiginlega lýsingarháttur þátíðar af sögninni postscribere, 'að skrifa á eftir'). Í bréfum er þessi skammstöfun oft sett á undan því sem bréfritari bætir við eftir að...
Hvað er tíminn?
Þetta er erfið og margslungin spurning sem varðar margar fræðigreinar. Þess er ekki að vænta að við henni finnist endanlegt aða einhlítt svar en hins vegar geta tilraunir til svars væntanlega vakið lesendur til umhugsunar og varpað ljósi á tilteknar hliðar málsins. Við birtum hér á eftir eina slíka tilraun til sva...
Hvað er fullnæging?
Langoftast þegar verið er að fjalla um kynferðislega fullnægingu er átt við lífeðlisfræðilega svörun líkamans við kynferðislegu áreiti. William Masters og Virginia Johnson voru frumkvöðlar í rannsóknum á sviði kynlífs. Árið 1966 greindu þau frá niðurstöðum sínum sem fjölluðu meðal annars um svörun líkamans við kyn...
Hvað er mígreni?
Mígreni er sérstök tegund höfuðverkja sem hrjáir allt að því 5% fólks og er algengari hjá konum en körlum. Verkjaköstin byrja yfirleitt í æsku eða á yngri árum og sjaldan eftir 35 ára aldur. Mígreni er skilgreint sem verkjaköst er standa venjulega yfir í 6-24 klst. Þeim fylgir oft ljósfælni og auk þess fá flestir ...
Hvað er alkul?
Sjá svar Viðars Guðmundssonar við spurningunni: Hvað verður um hreyfingar efniseinda við alkul?...
Hvað er greind?
Hér verður ekki reynt að svara því hvað orðið greind merkir í almennu máli eða í daglegu lífi. En í sálarfræði er með þessu orði átt við það sem mælist á tilteknum prófum sem kallast greindarpróf. Þau hafa reynst hafa forsagnargildi um tiltekna eiginleika manna sem hafa til dæmis áhrif á framtíð þeirra. Greindarpr...
Hvað er hugmyndafræði?
Hugtakið hugmyndafræði er frá því um 1800 og merkti upphaflega heildstæða lýsingu á samfélaginu ásamt hugmyndum um hvernig skyldi breyta því til hins betra. Merking orðsins hefur víkkað síðan og það færst nær því að merkja hvern þann hugsunarhátt sem einkennir einhvern hóp eða menningarsamfélag. Enn er orðið þó sé...