Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvernig komast flugeldar á loft og af hverju verða þeir grænir, gulir og rauðir þegar þeir springa?
Flugeldar þróuðust í Kína fyrir um 1000 árum í framhaldi af því að púðrið var fundið upp. Flugeldur er nokkurs konar hylki eða rör úr pappír með púðri í. Púður var upphaflega gert úr viðarkolum, brennisteini og saltpétri. Viðarkolin og brennisteinninn verka sem eldsneyti við sprenginguna en saltpéturinn gefur blön...
Af hverju verður þynning á ósonlaginu yfir suðurpólnum þar sem eru fáar verksmiðjur, en ekki yfir Bandaríkjunum?
Skýringin á því að ósonþynning gerist öðru fremur yfir suðurpólnum er í meginatriðum þríþætt. Í fyrsta lagi berast efnin sem valda þynningunni um allan lofthjúpinn þó að þau eigi að miklu leyti upptök sín í iðnríkjunum eins og spyrjandi hefur í huga. Í öðru lagi dregst ósonið í lofhjúpnum sérstaklega að suðurskaut...
Ef mismikið af lofti er í tveimur jafnstórum jeppadekkjum fara þau þá sömu vegalengd með jafnmörgum snúningum?
Svarið er nei: Ef dekkin snúast jafnmarga snúninga og renna ekki til á veginum, þá fer dekkið sem meira loft er í lengri leið. Ef dekkin eru hvort sínu megin á bíl sem ekur eftir beinum vegi, þá snýst dekkið sem minna loft er í fleiri umferðir. Vegalengdin sem dekkið fer í einum snúningi ræðst af virkum geisla ...
Ef maður greiðir upp lán, þarf þá að borga áfallnar verðbætur? Ef svo er, þá af hverju?
Ef verðtryggt lán er greitt upp áður en upphaflegur lánstími rennur út þá þarf lántakandinn að greiða verðbætur sem miðast við hækkun verðlags frá því að lánið var tekið og þangað til það er greitt upp. Þetta er eðlilegt enda á verðtryggingin að tryggja að endurgreiðslur lánsins rýrni ekki að raungildi vegna verðb...
Af hverju er sagt að Leifur heppni hafi fundið Ameríku þegar Indíánar voru þar langt á undan?
Þetta er góð og umhugsunarverð spurning. Þegar menn segja að Leifur heppni eða Kristófer Kólumbus hafi „fundið“ Ameríku lýsir það í rauninni fyrst og fremst sjálfmiðjun Evrópumanna. Upphaflega var Ameríka tengd við Asíu með landbrú þar sem nú er Beringssund. Menn fóru um þessa brú frá Asíu til Ameríku fyrir tu...
Hversu hátt næði byssukúla sem skotið væri af jörðinni, og væri fólk í hættu þegar hún lenti?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hversu hratt fellur byssukúla ef henni er skotið upp og skiptir máli hve þungir hlutir eru í sambandi við fallhraða? frá Jóhannesi Jónssyni.Hvað verður um byssukúlu þegar henni er skotið upp í loftið? frá Andra Runólfssyni.Hvað fer byssukúla hratt? frá Hildi Helgu og Sævari Jóhann...
Þegar maður kastar skopparabolta í gólfið með snúningi, af hverju kemur boltinn til baka með öfugum snúningi?
Hlutur á hreyfingu hefur hreyfiorku. Góður skopparabolti er mjög fjaðrandi sem þýðir að hreyfiorka hans varðveitist að mestu við árekstur. Ef slíkur bolti dettur á steingólf endurkastast hann af gólfinu með jafnmiklum hraða. Við áreksturinn verkar boltinn með ákveðnum krafti á gólfið og gólfið verkar með sama kraf...
Hvað heitir hættulegasta veira í heimi? Hvar í heiminum er hún og hvernig deyr maður af henni?
Í svari Evu Benediktsdóttur við spurningunni Hver er munurinn á bakteríu og veiru? Eru sýklar og bakteríur það sama? er veirum lýst svo:Veirur eru ekki frumur og ekki sjálfstæðar lífverur, raunar eru menn ekki sammála um hvort beri að kalla þær lífverur: Oft er talað um veirur sem "sýkjandi agnir", og frekar sagt ...
Af hverju myndast stundum þessi stóri baugur í kringum tunglið? Myndast hann alltaf þegar tungl er fullt?
Ljósbaugar, venjulega nefndir rosabaugar, sjást stundum kringum tunglið, en oftar þó um sólina. Ástæða þess að slíkir baugar sjást sjaldnar um tunglið er sú að tunglið er svo miklu daufara en sólin. Birta baugs í kringum það verður því hlutfallslega minni. Þetta er líka skýringin á því að baugurinn sést helst þega...
Af hverju fær maður hiksta og eru til einhverja góðar leiðir til þess að losna við hann?
Í svari Ólafs Páls Jónssonar við spurningunni Hvers vegna fær maður hiksta? segir meðal annars:Hiksti er krampi í þindinni sem veldur snöggri innöndun sem stöðvast síðan jafn snögglega við það að bilið á milli raddbandanna lokast, en það veldur einmitt hljóðinu sem fylgir þessum kvilla. Algengasta orsök hiksta er ...
Af hverju hættu Íslendingar að nota rúnir og byrjuðu að nota bókstafina eins og þeir eru núna?
Kristin trú varð til í Rómaveldi fyrir tæpum 2000 árum. Í vesturhluta ríkisins var töluð latína en gríska í austurhlutanum. Rómverjar höfðu lært að skrifa af Grikkjum en löguðu stafina til og breyttu hljóðgildi sumra; þeir notuðu það sem nú er kallað latneskt letur. Kaþólsk kirkja þróaðist í þessu víðlenda ríki á ...
Af hverju er ekki hægt að segja hvort setningin "Ég er að ljúga" sé sönn eða ósönn?
Ef þú værir að ljúga þá væri það sem setningin segir satt og þú værir að segja satt. Ef þú værir að segja satt þá ætti setningin "Ég er að ljúga" að vera sönn en samkvæmt henni værir þú að ljúga. Setningin getur því hvorki verið sönn né ósönn. Þetta er einn angi af svokallaðri lygaraþverstæðu sem hefur verið þe...
Hvers vegna geta bankar krafist verðbóta af útlánum en þurfa ekki að greiða einstaklingum verðbætur á innlán?
Bankar og sparisjóðir bjóða bæði upp á verðtryggð og óverðtryggð inn- og útlán. Hér á Íslandi gildir almennt að það er samkomulagsatriði á milli lántakanda og lánveitanda hvort lán er verðtryggt eða óverðtryggt. Þó er óheimilt að verðtryggja lán til skemmri tíma en fimm ára og innstæður til skemmri tíma en þriggja...
Hvað er til af efni um og eftir heimspekinginn Senecu sem var kennari og ráðgjafi Nerós Rómakeisara?
Rómverski heimspekingurinn Lucius Annaeus Seneca, stundum nefndur Seneca yngri til aðgreiningar frá föður sínum Senecu eldri, fæddist árið 4 f.Kr. í Corduba á Spáni. Hann var af auðugum ættum, gekk í skóla í Róm og hlaut menntun í mælskufræði, heimspeki og lögfræði. Hann hóf feril í stjórnmálum, kleif metorðastiga...
Hvernig vita menn að það eru til aðrar vetrarbrautir? Eða að það séu til milljónir af þeim?
Þetta er sérstaklega góð spurning og svarið við henni er ein mesta uppgötvun vísindanna fyrr og síðar. Þegar sjónaukar urðu smám saman stærri og betri sáu menn vitaskuld lengra og lengra út í geiminn. Í upphafi 20. aldar var svo komið að menn deildu hart um hvort svonefndar þyrilþokur væru tiltölulega litlar o...