Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2241 svör fundust
Hvað þýða litirnir í norska fánanum?
Norski fáninn, blár og hvítur kross á rauðum feldi, er hönnun athafnamannsins Fredriks Meltzers (1779-1855) sem sat um tíma á norska Stórþinginu. Fáninn var kynntur til sögunnar árið 1821 og samþykktur af Stórþinginu sama ár. Á þessum tíma heyrði Noregur undir Svíþjóð og konungurinn (sænski) neitaði að skrifa undi...
Hvað er átt við þegar talað er um ráðlagða dagskammta (RDS) af næringarefnum?
Þegar talað er um ráðlagðan dagskammt (RDS) er átt við það magn vítamína, steinefna og snefilefna, sem talið er nægja meðalmanni á hverjum degi. Ráðleggingar um heppilegan dagskammt taka mið af þeirri þekkingu sem er til staðar hverju sinni og þess vegna geta RDS-gildin breyst með nýjum rannsóknum og aukinni þ...
Af hverju fáum við gubbupest?
Uppsölu- og niðurgangspest er það sem í daglegu tali er oft kallað gubbupest og lýsir sér með ógleði, uppköstum, kviðverkjum og niðurgangi og koma einkennin oftast skyndilega. Smit berst ýmist frá sýktum einstaklingi eða sýktu vatni eða matvælum. Einkennin við sýkingunni eru leið líkamans til að losa sig við eitur...
Hvað er kadmín og hvaða áhrif hefur það á líkamann?
Kadmín er mjúkur og silfurlitur málmur.Kadmín (e. cadmium) er frumefni númer 48 í lotukerfinu og er skammstöfun þess Cd. Kadmín er mjúkur og silfurlitur málmur með bræðslumarkið 321°C. Rafeindir á ysta hvolfi frumeindar kallast gildisrafeindir (e. valence electrons) og ræður skipan þeirra miklu um eiginleika fr...
Hverjar eru náttúruauðlindir Kanada?
Kanada er annað stærsta land heims, 9.984.670 km2 að flatarmáli. Landið er ríkt af náttúruauðlindum og kennir þar ýmissa grasa eins og kannski við er að búast á svona miklu landflæmi. Hér verða nefnd dæmi um helstu náttúruauðlindir en vitanlega er hægt að tína margt fleira til. Um helmingur lands í Kanada er s...
Hvaða dýr eru aðallega í útrýmingarhættu á Íslandi?
Válistar eru skrár yfir lífverutegundir sem eiga undir högg að sækja eða eru taldar vera í útrýmingarhættu í tilteknu landi eða á tilteknu svæði. Á slíkum válistum er verndarstaða tegundanna skráð í nokkra mismunandi hættuflokka eftir því hve alvarleg ógnin er sem tegundin stendur frammi fyrir. Hættuflokkarnir get...
Hvað getur orsakað mænuskaða og er hægt að lækna hann?
Ýmislegt getur orsakað mænuskaða, svo sem áverkar á andliti, hálsi, höfði, brjóstkassa eða baki. Slíkt getur hent eftir bílslys, lendingu á höfði, árekstur í íþróttum, fall úr mikilli hæð, eftir dýfingaslys, rafstuð eða mikinn snúning um miðju líkamans. Auk þess mætti nefna áverka eftir byssukúlu eða hnífsstungu. ...
Hversu margir alþingismenn voru á hinu forna Alþingi?
Ekki er vitað nákvæmlega hvernig Alþingi á Þingvöllum þróaðist áður en ritöld hófst, kristni var lögtekin og skriflegar heimildir um þingið urðu til. En helsta heimild okkar um skipulag Alþingis á þjóðveldisöld er lögbókin Grágás. Varðveitt handrit hennar eru ekki skráð fyrr en á síðustu áratugum þjóðveldisins, og...
Hver var faðir og móðir rokksins og hvenær komu þau fyrst fram?
Orðið rokk vísar til þeirrar tónlistarstefnu sem spratt upp í Bandaríkjunum á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar og gengur oft undir nafninu „rokk og ról“. Rokk og ról spratt upp sem blanda af ýmsum „svörtum“ tónlistarstílum (jass, blús, gospel og sálartónlist) sem og amerískri kántrítónlist. Núorðið hefur orði...
Er hægt að svara spurningu með spurningu?
Tæknilega séð er hægt að svara spurningu með spurningu en hvort það sé ávallt notadrjúgt eða nytsamlegt er svo annað mál. Það fer kannski eftir vilja manns til að halda samræðum áfram. Í mörgum tilfellum myndi maður eflaust fæla viðmælandann á brott ef endalaust væri svarað með spurningu. Þannig gæti verið að ...
Hvað eru til svör við mörgum spurningum á Vísindavefnum?
Með þessu svari eru svörin á Vísindavefnum orðin 10.092. Sú tala á reyndar ekki við nema stutta stund því innan tíðar hefur svörunum fjölgað um eitt. Ef þetta svar er lesið einhverjum dögum, vikum, mánuðum eða jafnvel árum eftir að það birtist, er staðan síðan orðin öllt önnur! Svarið við þessari spurning breyt...
Hvaða hlutverki gegnir litli heilinn og hvað gerist ef hann skemmist?
Litli heili eða hnykill (e. cerebellum) gegnir mikilvægu hlutverki í stjórnun hreyfinga. Boð um að hefja hreyfingu koma þó ekki frá litla heila heldur á hann þátt í samhæfingu hreyfinga, nákvæmni þeirra og tímasetningu. Hann fær skynboð frá mænu og öðrum hlutum heilans og tengir þessi boð saman til að fínstilla hr...
Hver er munurinn á hvítum hrísgrjónum og hýðishrísgrjónum, hvor eru hollari?
Munurinn á næringargildi hvítra hrísgrjóna og hýðishrísgrjóna er í raun álíka mikill og munurinn á franskbrauði og grófkornabrauði. Nýlega voru kynntar í British Medical Journal niðurstöður sem benda til þess að mikil neysla á hvítum hrísgrjónum geti aukið hættuna á sykursýki af tegund 2 (fullorðinssykursýki). ...
Hver fann upp pasta?
Óvíst er hvenær menn tóku upp á því að búa til pasta. Pastagerð er í eðli sínu einföld, hráefnin eru aðallega vatn og hveiti og erfitt er að aðgreina pasta frá einhvers konar matargerð úr sömu hráefnum. Pasta þýðir einfaldlega ‚deig‘ og er til dæmis skylt orðinu ‚pastry‘. Ýmsir réttir frá fornri tíð geta talis...
Hafa konur í Mið-Austurlöndum kosningarétt?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvar í heiminum er það algengast að konur hafi ekki kosningarétt? Í hvaða löndum hafa konur ekki kosningarétt? Ekki er til ein og algild skilgreining á því hvaða lönd teljast til Mið-Austurlanda. Afmörkunin getur að einhverju leyti farið eftir samhenginu eða forsendum hverju s...