Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað er líknardauði og hver er munurinn á líknardrápi og líknar- eða líknandi meðferð?
Gríska hugtakið evþanasia þýðir einfaldlega góður dauðdagi. Ég tengi þessa hugmynd einna helst við það þegar gamalt fólk fær hæglátan dauða í svefni í heimahúsi. Það er svo heppið að deyja Drottni sínum þjáningalaust og án afskipta heilbrigðisstétta, ef svo má segja. Tilvik af þessu tagi eru aftur á móti sjald...
Hvað er einræktun?
Með einræktun (klónun) er átt við fjölgun frumna eða lífvera sem eru erfðafræðilega eins. Þegar teknir eru græðlingar af plöntu og þeir látnir vaxa og verða að nýjum plöntum er um einræktun að ræða. Eineggja tvíburar hafa líka eins erfðaefni, ef undan eru skildar stökkbreytingar sem hugsanlega hafa orðið í líkamsf...
Hvað eru margar froskategundir til á Íslandi og í heiminum?
Hér er einnig svarað skyldum spurningum frá sama spyrjanda: Hvað eiga froskar mörg afkvæmi? Hvar og á hverju lifa þeir? Í hvaða bókum er eitthvað um froska? Hvað verða froskar stórir? Froskar, ásamt körtum, tilheyra ættbálknum Anura. Mynd hér að neðan sýnir flokkunarfræðilegan skyldleika froskdýra. Innan...
Hvaða dýr eru í allra mestri útrýmingarhættu?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvaða dýr eru núna í útrýmingarhættu? Höfundur þessa svars hefur þegar svarað nokkrum spurningum á Vísindavefnum um sjaldgæf dýr og dýr í útrýmingarhættu:Hversu margar tegundir af dýrum eru í útrýmingarhættu í dag og af hverju?Hvert er sjaldgæfasta spendýr í heimi?Hvaða sjávardýr...
What is the origin of the Icelandic language?
Icelandic belongs to the branch of the original indo-European known as Germanic. The Germanic languages divided early into three sub families: East Germanic is considered to comprise only one language, Gothic, which was spoken by the ancient race of Goths, and is now extinct. Sources about this can be found...
Hvers vegna verður húðin þurr?
Þurr húð er ekki endilega húðsjúkdómur en ástand húðarinnar einkennist af því að hún flagnar, oft með roða, ertingu og kláða. Þetta veldur mestum vandræðum á haustin og veturna. Húðþurrkur kemur yfirleitt fram í andliti, á höndum, handleggjum og fótum. Þegar verst lætur getur húðin líkst fiskhreistri (Ichtyosis). ...
Af hverju voru risaeðlur kallaðir því nafni þrátt fyrir að sumar þeirra væru mjög litlar?
Hugtakið dinosaur er komið frá breska líffræðingnum Sir Richard Owen (1804-1892). Það er dregið af gríska orðinu deinos sem þýðir skelfilegur eða ógurlegur og sauros sem þýðir eðla. Vissulega voru ekki allar risaeðlur stórar og ógnvænlegar. Nú hafa fræðimenn lýst meira en 500 ættkvíslum og yfir 1000 tegundum í þes...
Er rétt að flokka lífrænan úrgang frá öðrum úrgangi fyrir sorpurðun?
Að flokka rusl er óneitanlega í tísku nú á dögum. Lítríkir bæklingar berast til okkar um að flokka hitt og þetta, æ fleiri sveitarfélög taka þátt í Staðardagskrá 21 og leggja sig fram um að gera gott betur, Vistvernd í verki (Global Action Plan) hefur stungið sér niður hér á landi, skilagjald var sett á dósir og f...
Hvaða formúla er notuð til að finna hversu langt á að slá golfkúlu ef hola stendur lægra eða hærra en teigur?
Spyrjandi sendi Vísindavefnum ýtarlega skýringu: Svar Vísindavefsins við spurningu Loga Bergmanns byggir á misskilningi. Ritstjóri vefsins umorðar spurningu Loga og tapar við það inntaki spurningarinnar. Kylfingar almennt vita hversu langt þeir slá á jafnsléttu með hverri kylfu. Það sem Logi vill fá að vita e...
Hvað er burðarbylgja í útvarpsfræðum?
Allar útsendingar með útvarpsbylgjum byggja á notkun svokallaðra burðarbylgna, hvort sem um er að ræða hljóðvarp eða sjónvarp. Þá er einföld bylgja með útsendingartíðninni mótuð með merkinu sem senda á út og samsvarar annaðhvort hljóði eða mynd eftir atvikum. Útvarps- og sjónvarpsstöðvum er úhlutað ákve...
Hver fann upp rennilásinn og hvernig verkar hann?
Árið 1891 fann Whitcomp L. Judson upp fyrstu gerðina af rennilás og var hann kallaður Clasp locker. En árið 1913 fann Gideon Sundback hins vegar upp rennilásinn eins og við þekkjum hann og fékk á honum einkaleyfi 1917. Hann var kallaður separable fastener. Seinna ákvað fyrirtækið Goodrich Co. að prófa rennilásinn...
Hvar er miðpunktur Íslands?
Líta má á hugtakið miðpunktur á marga vegu. Landfræðilega væri réttast að segja að miðpunktur Íslands sé staðsettur þar sem fjarlægð frá sjó er mest til allra átta. Sá punktur er rétt sunnan Hofsjökuls á um það bil 18,9°V og 64,6°N, eins og sjá má á myndinni og er í 118,3 km fjarlægð frá sjó. Þetta kort sýnir...
Hvað eru hringir Neptúnusar margir?
Samkvæmt bókinni Sól, tungl og stjörnur eru fjórir hringir um Neptúnus, en samkvæmt heimildum á vefsíðunni Nasa Space Link eru þeir sex. Hringirnir eru úr rykögnum sem mynduðust þegar loftsteinar rákust á fyrrverandi tungl Neptúnusar fyrir nokkrum milljónum ára og voru uppgötvaðir af Voyager 2 sem fór framhjá ...
Hvað hétu börn Snorra Sturlusonar?
Snorri Sturluson fæddist árið 1179. Hann var sonur Guðnýjar Böðvarsdóttur og Sturlu Þórðarsonar í Hvammi í Dölum, ættföður Sturlunga. Snorri var bæði goðorðs- og lögsögumaður þótt þekktastur sé hann líklega fyrir ritstörf sín. Snorri er meðal annars höfundur Snorra-Eddu og Heimskringlu, og sumir telja að hann hafi...
Hversu gömul er Hekla?
Nákvæmur aldur Heklu er ekki kunnur. Þar sem allt berg hennar er rétt skautað er þó vitað er að hún er ekki eldri en um 700.000 ára, en þá urðu segulskipti á jörðinni. Heklugos 1991. Þekkt eru nokkur stór forsöguleg gos í Heklu. Elsta öskulagið, H5, er um 7000 ára gamalt, H4 er um 4800 ára og H3 er um 2900 ...