Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2181 svör fundust
Hvað er BIOS í tölvum?
Það má líta á BIOS (Basic Input/Output System) eða grunnstýringarkerfi sem mjög einfalt stýrikerfi sem er á öllum PC-tölvum. Það er brennt inn í minni tölvunnar og því er yfirleitt ekki breytt. Helsta hlutverk BIOS forritsins er að keyra tölvuna upp þegar kveikt er á henni. Þegar örgjörvi fær straum eftir að þa...
Af hverju notum við grenitré fyrir jólatré?
Um uppruna jólatrésins er flest á huldu, en talið er að rætur þess liggi í einhverskonar trjádýrkun djúpt í mannkynssögunni. Í Róm og víðar skreyttu menn til dæmis í fornöld hús sín um nýárið með grænum trjágreinum eða gáfu þær hver öðrum, og átti það að boða gæfu. Mistilteinninn í Englandi var afsprengi sömu hugs...
Af hverju eru bara tólf mánuðir í árinu?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvaða ár er í Kína og af hverju eru þeir ekki með sama tímatal og við? Garðar JónssonAf hverju er ekki 13 mánuðir í ári, það myndi passa akkúrat? Ingibjörg SigfúsdóttirAf hverju eru í árinu 12 mánuðir, 56 vikur og 356 dagar? Víkingur FjalarHvenær eru áramót hjá þeim se...
Hvað er hlátur og af hverju hlæjum við?
Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Af hverju hlæjum við og hvað er það sem veldur því að okkur finnst sumt fyndið en annað ekki? (Ólafur Sindri Helgason og Ævar Ólafsson)Hvers vegna hlæjum við? (Rögnvaldur Magnússon)Hvað er hlátur? (Ómar Ómarsson)Hlátur telst bæði til sjálfráðra og ósjálfráðra viðbragða mannsi...
Hvaða plöntur étur sauðfé helst og hvaða tegundir forðast það?
Í svari sama höfundar við spurningunni Hvað ræður fæðuvali sauðfjár? kemur fram að lömb læra fyrst og fremst af mæðrum sínum hvaða plöntutegundir eru fýsilegar til átu. Rannsóknir hafa leitt í ljós að fæðuval sauðfjár er mjög breytilegt, bæði í tíma og rúmi og á milli einstaklinga. Gerð hefur verið rannsókn á ...
Hvernig myndast flóðbylgjur (tsunami)?
Í kjölfar jarðskjálftans mikla sem varð skammt frá eyjunni Súmötru í Indlandshafi á annan dag jóla 2004 og flóðbylgjunnar sem hann hratt af stað barst Vísindavefnum mikill fjöldi spurninga um flóðbylgjur. Hér er að finna svar við eftirtöldum spurningum:Hvernig verða flóðbylgjur (tsunami) til?Hver voru upptök flóðb...
Hverjar eru kenningar Eriks H. Eriksons í uppeldis- og sálfræði?
Erik H. Erikson fæddist árið 1902 og dó rúmlega níræður árið 1994. Hann setti fram kenningu um þroska fólks frá vöggu til grafar. Samkvæmt kenningu hans þarf fólk að takast á við ákveðin verkefni á hverju þroskaskeiði. Því betur sem það leysir verkefnin þeim mun betur gengur á næsta þroskaskeiði á eftir. Á hverju ...
Af hverju er auðveldara að halda jafnvægi á hjóli þegar maður er á ferð?
Allir sem hafa einhvern tímann hjólað vita að það er ómögulegt að halda jafnvægi á kyrrstæðu reiðhjóli eða hjóli sem fer mjög hægt. Reiðhjólið þarf að vera á sæmilegri ferð til að hjólreiðamaðurinn sjálfur geti haldið því uppréttu. Þetta tengist því sem er líka eftirtektarvert, að við höllum hjólinu viljandi í...
Hvað mengar eitt álver mikið í samanburði við bíl?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Hvað mengar eitt álver mikið í samanburði við bíl. Til dæmis þegar eitt álver bætist við, hvað jafnast það á við mikla fjölgun í bílaflotanum? Álver og bílar eiga það sameiginlegt að valda bæði staðbundinni og hnattrænni mengun. Með staðbundinni mengun er átt við efni sem f...
Er hægt að eyðileggja jörðina með mengun?
Þessa spurningu má skilja á ýmsa vegu en áhugaverðast er að skoða eftirfarandi tvær spurningar, nánar tiltekið: Getur mannkynið eyðilagt allt líf á jörðinni með mengun eða öðrum ráðum? Getur mannkynið gert jörðina óbyggilega mönnum?Eins og við er að búast þekkir enginn svarið við fyrri spurningunni fyrir víst; þ...
Hvernig er dýralífið í Botsvana?
Botsvana í sunnanverðri Afríku er um 6 sinnum stærra að flatarmáli en Ísland og mjög strjálbýlt. Kalaharí-eyðimörkin þekur stærstan hluta landsins en þar er þurrt og heitt og dýralíf fjölbreytilegt. Stór hluti hennar hefur nú verið friðlýstur en margir bestu þjóðgarðar Afríku eru innan landamæra Botsvana. Í Bot...
Er Plútó ennþá flokkuð sem reikistjarna?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Er fátækt á Íslandi? Hvað er afstæð fátækt?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hefur dregið úr fátækt á Íslandi undanfarin 10 ár eða hefur hún aukist? (Elísabet) Algild og afstæð fátæktarmörk Skipulagðar rannnsóknir á fátækt eiga sér rúmlega hundrað ára sögu. Meðal áhrifaríkra frumkvöðla var breski fræðimaðurinn Seebohm Rowntree sem skilgreindi svoköll...
Hvað skrifaði Alexandre Dumas margar bækur?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Hvað skrifaði Alexandre Dumas margar bækur? Gerði hann bara sögulegar bækur um konungsfjölskylduna í Frakklandi? Alexandre Dumas (1802-1870) var óhemju afkastamikill franskur rithöfundur, en eftir hann liggja á annað hundrað verka. Þekktustu verk hans eru án efa Skytturnar ...
Hver voru helstu vopn víkinga og voru þeir bardagaglaðir?
Svo að byrjað sé á síðari spurningunni er orðið víkingur notað í tvenns konar merkingu í nútímamáli. Annars vegar voru víkingar karlmenn sem fóru í skipulegar ránsferðir suður um Evrópu, aðallega á níundu og tíundu öld, og lögðu stundum undir sig landsvæði. Þessir karlar höfðu það að atvinnu að berjast, meðan á ví...