Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Af hverju er karlinn að hrópa á myndinni "Ópið"? Hvað gerðist svona hræðilegt?
Margt hefur verið sagt um Ópið (1893) eftir Norðmanninn Edvard Munch (1863-1944) en fátt nýtt hefur komið fram um verkið í áratugi. Flestir tyggja einfaldlega upp það sem allir vita: "Málverkið táknar angist nútímamannsins í veröld firringar þar sem Guð er dauður". Þetta segir okkur hins vegar lítið um það af hver...
Hvað hefur vísindamaðurinn Katrín Anna Lund rannsakað?
Katrín Anna Lund er mannfræðingur og prófessor í land- og ferðamálafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Fræðilegar áherslur rannsókna hennar hafa beinst að fyrirbærafræði landslags, hreyfanleika (e. mobility), skynjun og frásögnum (e. narratives) með áherslu á ferðamennsku í víðum skilningi. Áh...
Hvað eru gelgjustælar og af hverju fá krakkar þá en ekki fullorðnir?
Sennilega er sálfræðingurinn Erik Erikson [1] einn af frægustu fræðimönnunum sem fjallað hafa um unglingsárin. Hann hélt því fram að á öllum æviskeiðum hefðum við ákveðið verk að vinna, mismunandi fyrir hvert æviskeið, allt frá fæðingu til dauðadags. Ef okkur tekst til dæmis ekki að læra að treysta öðru fólki á fy...
Hvað var Rauðsokkahreyfingin?
Í lok apríl 1970 kom saman hópur ungra kvenna í kjallara Norræna hússins til að ræða stöðu kvenna á Íslandi og aðgerðir til að vekja almenning. Fyrr í apríl hafði danskur kvennahópur er kallaði sig Rødstrømperne þrammað eftir Strikinu í Kaupmannahöfn, skrýddur risabrjóstum, gríðarlegum höttum, gerviaugnahárum og r...
Getið þið sagt mér eitthvað um sögu og uppruna úlfa?
Talið er að úlfurinn eins og við þekkjum hann í dag, hafi komið fram fyrir um 800.000 árum. Það mat byggir á steingervingasögu tegundarinnar. Fyrst skulum við fara nokkrar milljónir ára aftur í tímann. Talið er að hunddýr þau sem komu fram í Norður-Ameríku, til dæmis tegundir millistórra rándýra af ættkvíslunum Eu...
Hver var Kurt Lewin og hvert var framlag hans til fræðanna?
Kurt Lewin er gjarnan nefndur faðir félagssálfræðinnar og er frumkvöðull vísindalegra rannsókna á hópum og hegðun þeirra. Lewin var lærifaðir margra frægra félagssálfræðinga, til dæmis Festinger, White, Lippit, Schachter og fleiri, sem áttu eftir að halda nafni hans á lofti og marka framtíð fræðanna. Hugmyndafræði...
Hver var Kristian Kaalund og hvert var hans framlag til norrænna fræða?
Dr. Kålund má ekki vamm sitt vita, hvort heldur er sem vísindamaður eða maður yfir höfuð. Jeg hef þekkt hann í fullan mannsaldur og hef ekki kynst betri eða vandaðri manni.Þessi orð er að lesa í inngangi Finns Jónssonar, prófessors, að afmælisriti því sem Hið íslenska fræðafélag í Kaupmannahöfn gaf út í tilefni sj...
Hver var Bertrand Russell og hvert var framlag hans til fræða og vísinda?
Bertrand Russell (1872–1970) var breskur heimspekingur, rökfræðingur og stærðfræðingur, og einn af frumkvöðlum rökgreiningarheimspekinnar ásamt Gottlob Frege, Ludwig Wittgenstein, G.E. Moore og fleirum. Á langri og viðburðaríkri ævi setti Russell fram gífurlega áhrifamiklar kenningar í rökfræði, málspeki, þekkinga...
Af hverju er hafsbotnsskorpa málmríkari en meginlandsskorpa?
Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju er hafsbotnsskorpa málmríkari, og þar af leiðandi með meiri eðlismassa, en meginlandsskorpa? Réttara væri að snúa spurningunni við: Af hverju er meginlandsskorpa málmsnauðari og þess vegna eðlisléttari en hafsbotnsskorpa? Einfalda svarið er tvíþætt: léttara efni leit...
Hvað er rofinn persónuleiki?
Upphafleg spurning: "Hvað er rofinn persónuleiki eða dissociative identity disorder? Hver er gagnrýnin á það?" Það sem átt er við með rofnum persónuleika er hið sama og það sem stundum er nefnt margfaldur persónuleiki (multiple personality) eða jafnvel hugrofspersónuleikaröskun. Fá fyrirbæri sem sálfræðin hefur...
Hvað getið þið sagt mér um kynlitninga?
Kynlitningar eru, eins og nafnið bendir til, litningar sem ákvarða kynferði. Strax á fyrstu árum 20. aldar, eftir að erfðalögmál Mendels höfðu verið grafin úr gleymsku og athuganir á litningum fóru í vöxt, urðu menn þess varir að að litningamengi kynjanna eru ekki alveg eins. Athuganir á skordýrum sýndu til dæmis ...
Hvenær varð fyrsti íslenski fjölmiðillinn til og hvenær hóf hann starfsemi sína?
Um leið og við svörum því þurfum við að gera upp við okkur hvað við meinum með orðinu fjölmiðill. Hægt væri að leika sér að því að segja að förukonurnar sem segir frá í Njáls sögu og báru fréttir á milli bæja hafi verið fjölmiðlar síns tíma, eða að lóan sé sá fjölmiðill sem boði Íslendingum komu vorsins. En þá eru...
Hvers vegna hafa Bandaríkin stutt Ísrael eins og raun ber vitni, meðan mörg önnur ríki fordæma brot Ísraels á alþjóðasamþykktum?
Stuðning Bandaríkjanna við Ísrael má skýra að miklu leyti með hinum miklu áhrifum, sem fólk af Gyðingaættum hefur í Bandaríkjunum, ekki síst í fjölmiðlum og stjórnmálum. Bandarískum Gyðingum hefur vegnað þar mjög vel. Það virðist vera svo erfitt að öðlast stjórnmálaframa í Bandaríkjunum í óþökk Gyðinga, að enginn ...
Hvaða lönd tilheyra Bretlandi?
Í ensk-íslenskri orðabók er orðið Britain (eða Great Britain) þýtt sem Bretland eða Stóra-Bretland. Þar er átt við eyjuna Bretland sem er stærsta eyjan í Bretlandseyjaklasanum og í raun stærsta eyja Evrópu. Þegar orðið Bretland er notað í þessari merkingu er svarið við spurningunni að eyjan Bretland skiptist í þr...
Hvað var endurreisnartímabilið og hvað var svona merkilegt við það í myndlist?
Orðið endurreisn er haft um það tímabil í mannkynssögunni sem tekur við af miðöldum. Á ýmsum erlendum tungumálum er notast við orðið 'renaissance' en það merkir bókstaflega „endurfæðing“ og vísar til þess að endurreisnarmenn vildu margir endurvekja klassíska menningu Forngrikkja og Rómverja sem hafði fallið í ...