Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9649 svör fundust
Var Haraldur hárfagri bara uppspuni Snorra Sturlusonar?
Samkvæmt Íslendingabók Ara fróða Þorgilssonar varð landnám Íslands á stjórnarárum Haralds hárfagra. Texti Ara hljóðar svo: Ísland byggðist fyrst úr Norvegi á dögum Haralds hins hárfagra, Halfdanarsonar hins svarta, í þann tíð ... er Ívar Ragnarssonur loðbrókar lét drepa Eadmund hinn helga Englakonung; en það var ...
Hvort snýst jörðin 15,00 eða 15,04 gráður á klukkustund?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Jörðin snýst 360 gráður á sólahring, þar af leiðandi 15 gráður á klst. Nú var ég að lesa í bók að jörðin snúist 15,04 gráður á klst. Ef það er rétt þá ætti hún að hafa farið einni gráðu lengra á 20 klst. og þar af leiðandi ætti 12 á hádegi að birtast okkur sem 12 á miðnætti e...
Hvert er fræðiheitið á blóminu gleym-mér-ei?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað getið þið sagt mér um blómið gleym-mér-ei? Latneska heiti plöntunnar gleym-mér-ei er Myosotis arvensis. Á tungumálum nágranna okkar er heitið ekki ósvipað því íslenska því á ensku kallast plantan field forget-me-not, á dönsku er heitið mark-forglemmigej og Acker-Vergißmei...
Getið þið sagt mér það helsta um eldstöðvakerfið sem kennt er við Svartsengi og Eldvörp?
Næsta eldstöðvakerfi austan Reykjaness er venjulega kennt við Svartsengi og Eldvörp. Hér verður það nefnt Svartsengiskerfi. Röð af dyngjum og móbergsfellum úr ólivínríku bergi skilur á milli þess og Reykjaneskerfisins. Þar er Háleyjarbunga syðst, þá Sandfellshæð, Lágafell, Sandfell, Þórðarfell og Súlur-Stapafell n...
Hvað getið þið sagt mér um litningavíxl?
Litningavíxl verða eftir því sem best er vitað hjá öllum þeim lífverum sem æxlast með kynæxlun en þau verða líka hjá bakteríum og veirum. Dýr og háplöntur sem hafa tvö eintök af hverjum litningi í líkamsfrumum sínum, eru tvílitna, þurfa að helminga litningafjöldann við myndun kynfrumna. Þetta gerist við rýriskipti...
Teljast bjargdúfur til villtra íslenskra fuglategunda?
Þeir sem búa í þéttbýlinu á Suðvesturlandi þekkja flestir dúfur (Columbidae) sem réttilega eru kallaðar húsdúfur og hafa haldið til á torgum og götum í Reykjavík í áratugi. Húsdúfan er afkomandi villtra dúfna sem nefnast bjargdúfur. Þessar villtu frænkur húsdúfnanna hafa numið hér land og ættu því að teljast rétti...
Er gott og gilt að nota orðið fríkeypis í staðinn fyrir ókeypis?
Orðið fríkeypis er ekki að finna í neinum orðabókum en sést samt stundum á prenti og merking þess er þá yfirleitt augljós af samhengi – það merkir ‘án endurgjalds’ og er augljóslega samsláttur orðanna frí(tt) og ókeypis sem bæði eru notuð í þessari merkingu. Þetta orð er ekki nýtt – elsta dæmi sem ég finn um það e...
Ef 18 ára einstaklingur hefur gist eina nótt í klefa, til dæmis fyrir ölvun eða minniháttar brot, fer það þá inn á sakaskrá ríkisins?
Önnur spurning um sama efni:Er 15 ára barn komið á sakaskrá alla ævi ef það hnuplar sælgæti í verslun og eigandi kærir?Samkvæmt 19. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 skal ríkissaksóknari halda sakaskrá fyrir allt landið þar sem skráð eru úrslit opinberra mála. Dómsmálaráðherra setur í reglugerð nánari...
Hversu margir Íslendingar eru í áhættuhópi fyrir alvarlegum veikindum vegna COVID-19?
Upprunaleg spurning Valgerðar var: Hversu margir Íslendingar eru í áhættuhóp fyrir COVID-19? Ég velti þessu fyrir mér því raddir verða sífellt háværari um að minnka höft vegna veirunnar og vernda viðkvæma hópa en samkvæmt ónákvæmum útreikningum mínum eru t.d. að minnsta kosti fjórðungur fullorðinna í áhættuhóp bar...
Hvers vegna komst á þjóðkirkja á Íslandi?
Í kjölfar siðaskipti á 16. öld komst hér á lúthersk kristni í stað kaþólsku miðaldakristninnar. Um svipað leyti hófst þróun miðstýrðs ríkisvalds í Danaveldi sem á 17. öld varð að háþróuðu einvaldsríki. Lútherskan þar í landi varð opinber ríkisátrúnaður og kirkjan dæmigerð ríkiskirkja að svo miklu leyti sem hún var...
Hvað er móbergshryggur?
Kannski má segja að móberg sé sú bergtegund sem kemst næst því að geta kallast séríslensk. Sigurður Steinþórsson lýsir myndun þess í svari við spurningunni Hvaða bergtegundir fyrirfinnast nær eingöngu á Íslandi eða hafa séríslensk einkenni? og segir þar meðal annars: Móberg myndast þannig, að 1200°C heit bráð snö...
Hvernig finna dýr á sér að náttúruhamfarir séu yfirvofandi?
Náttúruhamfarir geta verið ýmis konar, til dæmis vegna veðurs, eldgoss, vatnagangs eða jarðskjálfta. Það er vel þekkt að dýr geta sýnt einkennilega hegðun rétt fyrir jarðskjálfta og nokkrar kenningar eru uppi um hvað veldur því. Ýmsar breytingar verða í náttúrunni rétt fyrir mikla jarðskjálfta og það getur vald...
Hvernig myndast hrím eða héla á yfirborði?
Yfirborðshrím myndast þegar hluti af vatnsgufunni í loftinu þéttist og hélar á yfirborði, það er ís myndast beint úr vatnsgufu. Yfirborðshrím getur myndast á til dæmis snjóþekju, ís, grasi, trjágreinum og bílum. Skilyrði fyrir ísmynduninni er að loftið sé rakt og að yfirborðshitinn sé lægri en daggarmark loftsi...
Getur maður sem kann ekki íslensku komist á þing eða orðið forseti?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hver eru skilyrðin til kosningaréttar? (Róbert)Í stjórnarskránni er að finna skilyrði þess að mega bjóða sig fram til þings eða embættis forseta Íslands.Í 4. grein stjórnarskrárinnar segir:Kjörgengur til forseta er hver 35 ára gamall maður, sem fullnægir skilyrðum kosningarrétta...
Hversu hratt kemst ljósið?
Ljós fer mjög hratt í tómarúmi, 300.000 (þrjú hundruð þúsund) kílómetra á sekúndu. Þetta er svo mikill hraði að við getum yfirleitt ekki greint eða mælt tímann sem það tekur ljósið að fara mili tveggja staða á jörðinni. Ef við tökum sem dæmi tvo staði með 300 km fjarlægð milli þeirra, þá er ljósið einn þúsundasta ...