Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hver er Jürgen Habermas og hvert er framlag hans til vísindanna?

Jürgen Habermas er af mörgum talinn fremsti heimspekingur Þýskalands í dag og einn merkasti kenningasmiður samtímans á sviði félagsvísinda. Hann tilheyrir þeim hópi núlifandi meistarahugsuða sem erfitt er að staðsetja nákvæmlega samkvæmt viðtekinni skiptingu greina í fræðaheiminum. Verk hans spanna breitt svið inn...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær var byrjað að halda 17. júní hátíðlegan?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Hvenær var byrjað að halda 17. júní hátíðlegan? Ef það er í fyrsta skipti 1944 á lýðveldishátíðinni var þá einhver fyrirrennari? 1. des er vissulega fullveldisdagurinn en var heimastjórninni fagnað á ákveðnum degi á hverju ári um tíma og ef við förum enn aftar í söguna; v...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Jón Thoroddsen og hvað skrifaði hann?

Jón Thoroddsen er þekktastur fyrir skáldsögur sínar Pilt og stúlku og Mann og konu, auk þess sem mörg ljóða hans eru vel þekkt, ekki síst þau sem sonarsonur hans Emil Thoroddsen gerði lög við, svo sem „Búðarvísur“, „Vögguvísu“ (Litfríð og ljóshærð) og „Til skýsins“, að ógleymdum ættjarðarljóðum á borð við „Ísland“...

category-iconStærðfræði

Er hægt að spila í rúllettu í spilavíti og vera 99-100% öruggur um að græða?

Upphafleg spurning var þannig: Er hægt og hvernig þá, að spila í nokkurn tíma í venjulegri rúllettu í spilavíti og vera 99-100% öruggur um að græða? Svarið við þessari spurningu er nei og einfaldast er að rökstyðja það og útskýra með því að vísa í sjálft eðli spilavítisins og líkindafræðinnar. Ef þetta væri hægt...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir sögnin að kalóna? Er hún íslensk eða er til annað íslenskt orð um þetta?

Sögnin að kalóna, sem einnig er til í myndinni kalúna, er notuð um að hita vambir sláturdýra í sjóðandi vatni til þess að losa slímhúð innan úr þeim. Hún hefur líklegast orðið til við dönsk áhrif en í dönsku er nafnorðið kallun notað um 'vinstur jórturdýra'. Danska orðið á rætur að rekja til miðaldalatínu calduna ...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða yfirráðarétt hefur Ísrael á hernumdum svæðum Palestínu? Hvernig hefur alþjóðasamfélagið tjáð sig um þessi yfirráð?

Spurningunni er í raun fljótsvarað því að Ísraelsmenn hafa nákvæmlega engan rétt til yfirráða á hernámssvæðunum í Palestínu. Til þess að skilja betur um hvað málið snýst er hins vegar nauðsynlegt að líta nokkuð aftur í tímann. Ísraelsmenn lögðu svæðin undir sig í stríði sem þeir hófu gegn nágrannaríkjum sínu...

category-iconHeimspeki

Er bölsvandinn marktækur í kristni þar sem loforð Guðs um útrýmingu alls böls er til staðar?

Bölsvandinn er þverstæða sem samanstendur af fjórum fullyrðingum. Guð er algóðurGuð er alviturGuð er almáttugurÞað er böl í heiminum Fyrstu þrjár fullyrðingarnar eru hluti af kenningum kristindómsins, fjórða fullyrðingin er byggð á reynslu. Menn hafa hugsað sem svo: Ef Guð er algóður þá vill hann útrýma öllu bö...

category-iconLögfræði

Hvaða reglur gilda um strandveiði með stöng í sjó, á öðrum fiskum en laxi og silungi?

Í fyrstu málsgrein 1. gr. laga um stjórn fiskveiða (38/1990) segir að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar. Í 4. gr. sömu laga segir að enginn megi stunda veiðar í atvinnuskyni nema að hafa til þess almennt veiðileyfi og samkvæmt 5. gr. laganna koma einungis til greina íslenskir eigendur fi...

category-iconMálvísindi: almennt

Eru Íslendingar einir um að kenna sig við feður sína í stað þess að nota ættarnöfn?

Sá siður að kenna karla og konur við feður sína, og í sumum tilvikum við mæður ef feður voru látnir, var ríkjandi á öllum Norðurlöndum á landnámsöld. Íslendingar einir hafa haldið þessum sið, þótt einstaka fjölskylda tæki upp ættarnöfn einkum á 19. öld. Ný ættarnöfn voru síðan bönnuð með lögum frá 1925 þar sem ráð...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er til íslensk þýðing á „impala“ - antilópa og hvað getið þið sagt mér um það dýr?

Íslenska heitið á impala (Aepyceros melampus) er einfaldlega impalahjörtur. Impalahirtir eru meðal einkennisdýra afrísku stjaktrjáarsléttunnar (Savanna) og finnast frá norðausturhluta Suður-Afríku vestur til suðurhluta Angólu, í suðurhluta Kongó (áður Saír), Rúanda, Úganda og austur til Keníu. Dýrafræðingar...

category-iconLandafræði

Ef allir jarðarbúar tækju sig saman og mynduðu hring um jörðina, hve marga hringi kæmumst við?

Þegar þetta er skrifað, í október 2006, er talið að mannkynið allt sé um 6,6 milljarðar. Ef við gefum okkur að allt þetta fólk stæði nokkuð þétt saman, héldist í hendur og myndaði keðju þar sem hver einstaklingur tæki að meðaltali um 50 cm eða 0,5 m yrði sú keðja 3.300.000.000 m eða 3.300.000 km löng. Ummál j...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna er talað um að vera horaður, tengist það eitthvað hori sem kemur úr nefinu?

Lýsingarorðið horaður 'mjög magur' er dregið af nafnorðinu hor 'megurð, vesæld' með viðskeytinu -aður. Hor í þessari merkingu á ekki skylt við hor í merkingunni 'slímrennsli í nefi' (sjá Íslenska orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar 1989:362). Röntgenmynd af efri hluta mannslíkama. Talað er um að skepnur de...

category-iconSálfræði

Hvað veldur déjà vu, það er tilfinningunni um að maður hafi gert eða séð eitthvað áður?

Déjà vu er upprunalega franska og merkir bókstaflega 'þegar séð'. Í þeim sálfræðihandbókum sem við höfum flett í er lítið sem ekkert fjallað um fyrirbærið. Við höfum aðeins rekist á tvær kenningar um déjà vu og eru þær báðar eftir fræðimanninn Graham Reed. Skilgreiningin á déjà vu er sú að okkur finnst við haf...

category-iconHugvísindi

Hvað er að gerast í Tíbet? Hvað er þetta „ástand“ sem allir eru að tala um?

Ekki eru allir á einu máli um hvað er að gerast í Tíbet og ekki fullljóst til hvaða „ástands“ verið er að vísa. Í meginatriðum hafa fimm hópar sett fram ólíkar skoðanir: 1. kínversk stjórnvöld og fulltrúar þeirra; 2. dalai lama og tíbetska útlagastjórnin; 3. mótmælendur í Tíbet og á nærliggjandi svæðum; 4. vestræn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ég er að skrifa ritgerð um síld og mig vantar að vita hverjir eru óvinir hennar?

Fyrst má nefna það sem stendur okkur næst, manninn, en á hverju ári eru veidd hundruð þúsunda tonna af síld. Til að mynda veiddu Íslendingar yfir 300 þúsund tonn á síðasta fiskveiðiári. En maðurinn er ekki eini "óvinur" síldarinnar. Fjölmargar tegundir sjávardýra éta síld á öllum aldursstigum hennar. Margar fi...

Fleiri niðurstöður