Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 365 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins sími?

Upphafleg spurning var í heild sem hér segir:Hver er uppruni orðsins sími? Er þetta gamalt orð eða nýsmíði? Ef þetta er gamalt orð, hver var þá upphafleg merking þess? Ef þetta er nýtt orð, hver var þá hugsunin á bak við þá smíði?Orðið sími er gamalt í málinu. Það var þó einkum notað í hvorugkyni, síma, í merki...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er dám og að dáma og hvenær dámar manni og hvenær ekki?

Nafnorðið dámur merkir ‛lykt, keimur, þefur’. Sambandið að draga dám af einhverju eða einhverjum er notað um að verða fyrir áhrifum, mjög oft neikvæðum, eða líkjast einhverju eða einhverjum, samanber sambandið hver dregur dám af sínum sessunaut. Orðasambandið er þekkt frá því á 17. öld. Sögnin að dáma er...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er eitthvað til í því að purka eða svefnpurka merki draugur?

Upphafleg barst vefnum eftirfarandi spurning:Mér var einhvern tímann sagt að no. purkur, samanber purka og svefnpurka, gæti þýtt draugur er eitthvað til í því? Nafnorðið purka hefur fleiri en eina merkingu: 'gylta', 'nirfill', 'eitthvað smávaxið' og 'vesaldarleg og syfjuð manneskja'. Það er síðasta merkingin se...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær fer gamanið að kárna?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvenær fer gamanið að kárna? Hvað merkir kárna og á þetta örugglega að vera kárna en ekki grána? Sögnin að kárna merkir ‘versna, úfna, fara úr lagi, rifna, verða viðsjárverður, ískyggilegur’ samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:448). Ásgeir telur h...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er skjanna í orðinu skjannahvítur?

Upprunalega spurningin var: Hvað er og hvaðan kemur þetta „skjanna“ í til dæmis orðinu skjannahvítur? Nafnorðið skjanni merkir ‘hátt, hvítt enni, kinn, vangi’. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:839) á orðið ekki samsvaranir í grannmálunum. Hann telur það þó hugsanlegt skylt na...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið brundur og hversu gamalt er það?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur orðið brund/brundur og hversu gamalt er það? Nafnorðin brund hk. og brundur kk. merkja ‘sæði karldýrs’, í eldra máli ‘eðlunarfýsn, kynhvöt’. Elsta dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans um hvorugkynsorðið er frá 18. öld en karlkynsorðið í merkingunni ‘sæði karldý...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða skans er þetta hjá Óla skans?

Orðið skans þekkist í málinu frá 18. öld í merkingunni ‘virki; geymsluskot; bráðabirgðaskýli’. Það er tökuorð úr dönsku skanse sem aftur tók orðið að láni úr miðlágþýsku schantze ‘virki; hrísknippi’. Lágþýska orðið er væntanlega af rómönskum uppruna, samanber ítölsku scansi (fleirtala af scanso) ‘viðnám, vörn’. ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hver er munurinn á sálfræðingum og geðlæknum?

Ásgeir bætir við: Er sá munur fólginn í lækningaraðferðum eða greiningu, eða er hann meiri? Það virðist nokkuð algengt að menn rugli saman geðlækningum og sálfræði, en greinarnar eru þó um margt ólíkar. Geðlækningar eru, eins og nafnið bendir til, undirgrein læknisfræðinnar. Geðlæknar ljúka fyrst almennu læk...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hverjar eru rætur eða uppruni orðsins fórn?

Orðið fórn 'fórnfæring; hlutur eða annað sem fórnað er, offur' þekktist þegar í fornu máli. Eiginleg merking er 'það sem guðunum er fært'. Orðið er einnig til í nýnorsku fȏrn 'gjöf, sending' og í danskri mállýsku forn 'gjöf sem gefin er til veislu'. Mynd sem franski rithöfundurinn, listamaðurinn og landkö...

category-iconHugvísindi

Af hverju kallast það að vera andvaka þegar maður getur ekki sofið?

Forskeytið and- merkti upphaflega 'gegn, á móti, (í átt) til' en það er einnig notað í merkingunni 'burt; frá'. Því er oft skeytt framan við nafnorð eða orð sem upphaflega voru leidd af nafnorði, til dæmis anddyri, andviðri, en algengara er að and- sé skeytt framan á orð leidd af sögnum, til dæmis andóf, andvígur....

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir bæjarnafnið Sultir?

Sultir er eyðibýli í Kelduhverfi í Norður-Þingeyjarsýslu. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er nefnd Staðarsult, tóftir í Víkingavatnslandi (bls. 281). Hún er nefnd Sultur í Jarðatali Johnsens 1847 (bls. 340) en Sultir í Nýrri jarðabók 1861 (bls. 129). Sultir, séð til suðurs. Merking orðsins sult...

category-iconMálvísindi: íslensk

Kvænast samkynhneigðar konur?

Sögnin að kvænast merkir samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:842) ‘(um karl) ganga í hjónaband, ganga að eiga konu, kvongast’. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar er vísað frá sögninni kvænast í sögnina að kvongast (1989:530) ‘giftast, fá sér konu’. Sú sögn er leidd af nafnorðinu kvon (eldra kván) í ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er skarlat í skarlatsskikkju og hvaðan kemur orðið?

Skarlat er vandaður, erlendur ullarvefnaður sem var mjög eftirsóttur til forna til dæmis í skarlatsskikkjur. Þær voru stundum fóðraðar með hvítu skinni og þótti slík skikkja mesta gersemi. Skarlat getur verið í ýmsum litum en oftast þó rauðum. Skarlat er vandaður, erlendur ullarfatnaður. Málverkið er frá fyrri...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða stimi kemur fyrir í orðinu stimamjúkur?

Öll spurningin hljóðaði svona: Er vitað hvaðan orðið „stimamjúkur“ er dregið og hvað er „stimi“ í þessu orði? Orðið stimamjúkur merkir ‘kurteis, snúningslipur, liðugur, mjúkmáll’ samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:961). Hann taldi að upphafleg merking hefði tengst glímu og v...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða súð er átt við þegar íbúð er undir súð?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað merkir orðið „súð“ þegar er talað um að þakíbúð sé undir súð og hvaðan kemur það? Orðið súð merkir samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:1519) ‘samfella af sköruðum borðum, þar sem eitt borðið liggur með röndina ofan á öðru, skarsúð … súð í herbergi ‘skáþak, hallandi þak’. Þa...

Fleiri niðurstöður