Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1286 svör fundust

category-iconLögfræði

Getur maður sótt mál sitt sjálfur fyrir íslenskum dómstólum, eða þarf að ráða lögfræðing til þess?

Í fyrsta lagi er nauðsynlegt að gera greinarmun á opinberum málum – það er málum sem hið opinbera sækir gegn einstaklingi eða lögpersónu til refsingar samkvæmt lögum – og einkamálum sem einstaklingar eða lögaðilar sækja gegn hvor öðrum. Í spurningunni kemur fyrir sögnin „að sækja“ þannig að svarið einskorðast við ...

category-iconLögfræði

Hvernig fær maður nálgunarbann á manneskju sem hefur reynt að meiða mann?

Í lögum um meðferð opinberrar mála nr. 19/1991 eru að finna ákvæði sem kveða á um hvernig einstaklingur getur krafist nálgunarbanns á hendur tiltekinni persónu. Ákvæðin sem kveða á um nálgunarbann komu inn í lögin árið 2000 samanber lög nr. 94/2000 og hefur nálgunarbannið það markmið að veita fórnarlömbum ofbeldis...

category-iconLæknisfræði

Hvernig bregst líkaminn við súrefnisskorti í mikilli hæð?

Sífellt fleiri Íslendingar sækja í göngu- og fjallahjólaferðir, skíðaiðkun og fjallaklifur erlendis þar sem fjöll eru hærri en 2500 metrar yfir sjávarmáli, en í þeirri hæð getur hæðarveiki (e. high altitude illness) gert vart við sig. Líkaminn bregst við súrefnisskorti með því að setja í gang aðlögunarferli. Þessi...

category-iconJarðvísindi

Er eldvirkni á Íslandi sveiflukennd?

Þegar svara á þessari spurningu skiptir máli til hve langs tíma er litið. Þegar horft er yfir langan tíma má gera ráð fyrir að eldvirkni aukist á um 6 milljón ára fresti þegar rekbeltið, þar sem gliðnun skorpuflekanna verður, er staðsett yfir miðjum möttulstróknum undir landinu. Það gerðist síðast fyrir um 3-4 mil...

category-iconLögfræði

Hvaða lög gilda um ábyrgð seljanda á vörum til neytanda?

Gert er ráð fyrir því að spyrjandi eigi við ábyrgð seljanda gagnvart neytanda þegar vara er gölluð. Almenna reglan er sú að seljanda ber að efna samning sinn við neytanda réttilega. Í því felst að seljanda ber að afhenda vöru í umsömdu ástandi, magni og/eða gæðum á réttum tíma. Tvenn lög eru í gildi um ábyrgð ...

category-iconFélagsvísindi

Er opinberum starfsmönnum heimilt að ráða sína eigin fjölskyldumeðlimi í vinnu?

Stutt og einfalt svar við þessari spurningu er nei. Um ráðningu ríkisstarfsmanna gilda lög nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þau taka til allra þeirra sem ráðnir eru, settir eða skipaðir í störf í þágu ríkisins. Lögin gilda þó ekki um þjóðkjörna fulltrúa, starfsmenn félaga sem eru einkaré...

category-iconVísindi almennt

Er hægt að skipta um kennitölu?

Í stuttu máli, nei. Kennitala er 10 tölustafa auðkennisnúmer sem við notum til að auðkenna okkur í viðskiptum og samskiptum við hvert annað. Hver kennitala er því einstök. Þegar einstaklingi hefur verið úthlutuð kennitala fylgir hún honum um alla ævi. Undantekning á þessu getur verið ef einstaklingurinn hefu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er orðið ógnanir til?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er orðið ógnanir til? Ég er í viðskiptafræði og kennararnir tala alltaf um ógnanir en ekki ógnir, er þetta ekki vitlaust hjá þeim?Orðið ógnun er verknaðarnafnorð leitt af sögninni að ógna með viðskeytinu -un og merkir 'hótun, það að ógna'. Ógnanir eru því hótanir sem einhver...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er Atlantshafshryggurinn langur?

Atlantshafshryggurinn er hluti af miðhafshryggjakerfinu sem er um 75.000 km langt og hlykkjast um alla jörðina. Það mun vera stærsta einstaka jarðfræðifyrirbæri á yfirborði jarðar. Hryggirnir rísa yfirleitt nokkur þúsund metra yfir djúphafssléttuna og sums staðar ná eldfjöll á hryggnum upp úr sjó eða jafnvel hrygg...

category-iconLögfræði

Eru allir máfar friðaðir?

Allir villtir fuglar á Íslandi og í efnahagslögsögu landsins eru friðaðir samkvæmt lögum nr. 64/1994. Það sama á við um villt landspendýr. Lögin gilda ekki aðeins um villt dýr og fugla sem lifa að jafnaði hér, heldur einnig um þau sem koma hingað reglulega eða gætu borist hingað. Flækingsfuglar sem hingað rata eru...

category-iconLögfræði

Getur barn óskað eftir að fá aðra forráðamenn en foreldra sína? Hver fær þá oftast forræði yfir barninu?

Ekki er í lögum bein heimild fyrir börn til að óska eftir nýjum forsjáraðilum. Segja má að hugtakið forsjá sé þríþætt. Í fyrsta lagi felur það í sér rétt foreldra til að ráða persónulegum högum barns, sbr. 3. mgr. 29. gr. barnalaga, nr. 20/1992 og 25. og 31. gr. lögræðislaga, nr. 71/1997. Í öðru lagi felur það...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er Blær kvenmanns- eða karlmannsnafn?

Nafnið Blær er karlmannsnafn á sama hátt og samnafnið blær 'andvari, vindgustur' og bera það allnokkrir karlar ýmist sem fyrra eða síðara nafn. Það beygist í nútímamáli: nf.Blærþf.Blæþgf.Blæef.Blæs Þekkt er, einkum í kveðskap, að orðið beygist eins og forn wa-stofn, það er í þágufalli blævi og í eignarfalli ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er hálfleiðari?

Rafleiðni efna, það er að segja hæfni þeirra til að leiða rafstraum, er geysilega mismunandi. Tökum sem dæmi 20 m langan koparvír sem er 3,3 mm í þvermál. Viðnám hans er 0,04 ohm. Ef við setjum á hann spennuna 1 volt verður straumurinn í honum 25 amper, sem er mikill straumur, til dæmis meiri en öryggin leyfa okku...

category-iconLögfræði

Er löglegt að menn taki ljósmyndir á veitinga- og skemmtistöðum og setji þær svo á Netið?

Ef við gerum ráð fyrir að spyrjandi eigi við að myndirnar séu af einstaklingum vegast hér á tvenns konar réttindi – annars vegar réttur myndefnisins til einkalífs og hins vegar réttindi myndatökumannsins til tjáningarfrelsis. Þessi réttindi eru varin af stjórnarskránni og Mannréttindasáttmála Evrópu, sem veitt ...

category-iconLögfræði

Af hverju geta ráðherrar ráðið aðstoðarmenn án þess að auglýsa störf þeirra?

Upprunalega spurningin var: Af hverju eru ráðningar aðstoðarmanna ráðherra undanskildar lögum um auglýsingaskildu starfsmanna ríkisins? Stutta svarið við spurningunni er að aðstoðarmenn ráðherra eru ekki ríkisstarfsmenn á sama hátt og annað starfsfólk ráðuneyta. Þeir eru ráðnir til sinna starfa eins lengi ...

Fleiri niðurstöður