Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6139 svör fundust
Er einhver þjóðtrú tengd steindepli?
Í íslenskri þjóðtrú er að nokkru minnst á steindepilinn. Jón Guðmundsson lærði (1574-1658) kann að vísu ekkert frá honum að segja (í ritinu um Íslands aðskiljanlegar náttúrur) annað en að flokka hann sem ,,meingaðan" fugl. Eggert Ólafsson nefnir í Ferðabók sinni (1772) að það sé algeng trú að ef ær eða kýr stíga n...
Hvernig myndast flóðbylgjur og af hverju?
Flóðbylgjur geta orðið til vegna jarðskjálfta en einnig vegna eldgosa og skriðufalla eða blöndu af þessu þrennu. Þegar flóðbylgja verður til vegna jarðskjálfta er það sökum lóðréttra hreyfinga á hafsbotninum. Við það kemst hreyfing á sjóinn og flóðbylgja fer af stað. Þegar jarðskjálfti á sér stað verða ekki alltaf...
Af hverju varð svona stór jarðskjálfti í Nepal?
Jarðskjálftinn í Nepal 25. apríl 2015 stafaði af samreki tveggja af meginflekum jarðar, Indlandsflekans og Evrasíuflekans. Nepal er nánast allt í Himalajafjallgarðinum en hann er einmitt afleiðing af samreki þessara fleka. Báðir flekarnir eru þarna af meginlandsgerð og jarðskorpa beggja er því þykk og eðlislétt...
Hvað eru sextándatölur og áttundatölur?
Sextándakerfi (einnig nefnt sextánundakerfi) er sætistalnakerfi með grunntölunni sextán. Sextándakerfi notar sextán tákn: 0, 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, A, B, C, D, E, F. Þá er Ahex = 10 í tugakerfi, Bhex = 11dec, Chex = 12dec, Dhex = 13dec, Ehex = 14dec og Fhex = 15dec. Táknið „dec“ merkir að talan er rituð í t...
Af hverju myglar brauð ekki ef það er geymt í púðursykri?
Púðursykur er mjúkur vegna þess að hann inniheldur örlítið vatn eða um 1,5% af heildarmassanum, eins og lesa má í svari við spurningunni Hvers vegna helst púðursykur mjúkur ef maður hefur brauðsneið í boxinu? Ef umbúðirnar utan um púðursykurinn eru ekki nægilega loftþéttar gufar vatnið í honum upp og sykurinn har...
Er grásleppa með sundmaga og hvernig hefur hún aðlagast lífi nálægt yfirborði sjávar?
Þar sem hér er spurt um grásleppu er rétt að taka fram að lengi hefur tíðkast að nota það heiti um kvenkynshrognkelsi (hrygnuna), en karlkynshrognkelsið (hængurinn) gengur undir heitinu rauðmagi. Flestir beinfiskar hafa sundmaga en það er loftfyllt blaðra sem stjórnar því hversu djúpt fiskurinn er í vatninu. Ef...
Ef gos hefst nærri Þorbirni gæti hraun þá runnið inn í Grindavík?
Ef gýs nærri Þorbirni getur það vissulega gerst að hraun rynni inn í Grindavík. Það fer þó eftir hvar gossprunga er staðsett hversu útsettur bærinn er fyrir hraunrennsli. Ítarlegar upplýsingar um möguleikana má finna í nýlegri skýrslu sem tekin var saman 2023 á Veðurstofu Íslands. Í skýrslunni er hætta á Reykjane...
Hvað eru stokkahraun og finnast þau á Íslandi?
Stokkahraun myndast þegar ólseig og tölulega köld andesít-, dasít- eða ríólítkvika ýtist upp úr gosrás þar sem landi hallar nægilega til þess að hraunið skríði fram undan eigin þunga. Þyngdarálagið nær þannig að yfirvinna flotmörk hraunkvikunnar og brotpol hraunskorpunnar. Hægt er að líkja myndun stokkahrauna við ...
Hvað er pilsfaldakapítalismi?
Öll spurningin hljóðaði svona: Ég datt um orðið pilsfaldakapítalismi um daginn og velti því fyrir mér hver er uppruni þess? Með pilsfaldi er átt við neðri jaðar á pilsi. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi frá síðari hluta 19. aldar um að leita skjóls undir pilsfaldi en þá gengu konur í síðum pi...
Hvað vitið þið um innrásina í Stalíngrad?
Stalíngrad („borg Stalíns“, hét Tsarítsyn til 1925 og Volgograd frá 1961), var 600 þúsund manna iðnaðarborg sunnarlega við ána Volgu í Sovétríkjunum. Þegar Þjóðverjar endurnýjuðu sókn sína gegn Sovétmönnum árið 1942 eftir nokkur áföll fyrr um veturinn var markmið þeirra að ná olíulindum í Kákasusfjöllum á sitt val...
Hver er lausnin á gátunni sem felst í þessum þríhyrningamyndum?
Lesendum sem vilja spreyta sig á þessu sjálfir er bent á að lesa ekki lengra í bili! Í myndunum er sjónhverfing sem felst í því að skálínan sem myndar efri brún þríhyrningsins er ekki bein. Hún sveigir niður á við á efri myndinni en upp á við á þeirri neðri. Þar afmarkast þá meira flatarmál sem nemur einmit...
Hvernig geta jarðhræringar rumskað við Geysi?
Spurningin öll var svohljóðandi:Ég hef heyrt (frá óvísindalegum heimildum reyndar) því haldið fram að hann hefði sofnað þessum áratugasvefni sínum vegna uppsafnaðra steinefna í brunninum sem yllu því að hann gæti ekki ,,ofurhitnað.'' Mér þykir erfitt að skilja hvernig jarðskjálftar gætu breytt því -- eða er þetta...
Hver er munurinn á daggarmarksmælingu og venjulegri hitamælingu?
Daggarmark er sá hiti sem lækka þarf loft niður í við óbreyttan þrýsting og óbreytt rakainnihald til að rakinn í loftinu þéttist. Ýmsar leiðir eru til að mæla raka í lofti og felst ein þeirra í að mæla hita á blautri dulu sem vafin er um kvikasilfurskúlu hefðbundins hitamælis. Sé loftið ekki mettað gufar vatn u...
Hvað er adrenalín og hvernig er það myndað í líkamanum?
Adrenalín er hormón myndað úr amínósýru í merg nýrnahettna. Myndun og seyti adrenalíns er undir stjórn sjálfvirka taugakerfisins, nánar tiltekið drifkerfi þess. Þegar við finnum fyrir streitu af einhverju tagi skynjar undirstúkan það og kemur taugaboðum áleiðis til nýrnahettumergs og örvar hann til að seyta adrena...
Af hverju er sjórinn saltur?
Sjórinn er saltur vegna efna sem hafa veðrast úr bergi og borist í hafið með fallvötnum. Vatn er í sífelldri hringrás. Sjórinn gufar upp á suðlægum breiddargráðum og berst með loftstraumum norður þar sem hann þéttist og fellur til jarðar, annað hvort sem rigning eða sjór. Regnið berst síðan aftur út í sjóinn, s...