Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3729 svör fundust
Hvað hefur vísindamaðurinn Ólafur H. Wallevik rannsakað?
Ólafur H. Wallevik er forstöðumaður Rannsóknastofu byggingariðnaðarins (Rb) við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og prófessor við Háskólann í Reykjavík. Hann hefur meðal annars lagt stund á rannsóknir og þróun á steinsteypu um langt skeið (í félagi við nemendur sína og innlenda og erlenda vísindamenn), einkum þó seigjufr...
Hvaða rannsóknir hefur Jón Ólafsson stundað?
Jón Ólafsson er prófessor við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Hann sinnir kennslu og rannsóknum á sviði menningarfræði við Íslensku- og menningardeild og í Rússlandsfræðum við Mála- og menningardeild. Jón er fæddur í Reykjavík 1964. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 1984 og BA-prófi...
Af hverju var lýðveldi stofnað á Íslandi og hver stofnaði það?
Lýðveldi þýðir að þjóðhöfðingi ríkis erfir ekki embættið heldur er kjörinn. Stofnun lýðveldis á Íslandi árið 1944 markaði endalok sambands Danmerkur og Íslands sem staðið hafði í aldir. Smá saman höfðu Íslendingar þó fengið aukið sjálfstæði. Fyrst fengum við löggjafarvald í séríslenskum málum (1874), heimastjórn (...
Hvað er svefnsækni og hvernig er hún greind?
Svefnsækni (e. hypersomnia) er sjúkdómur sem einkennist af gífurlegri þreytu og miklum svefni. Þeir sem þjást af svefnsækni eru þreyttir svo til allan sólarhringinn, jafnvel þó þeir hafi náð fullkomnum nætursvefni eða leggi sig á daginn. Þessi mikla þreyta yfir daginn veldur vanlíðan þar sem vökutímar sjúklinga er...
Hvaða rannsóknir hefur Eiríkur Rögnvaldsson stundað?
Eiríkur Rögnvaldsson er prófessor emeritus við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans snerust framan af einkum um íslenska setningafræði og hann hefur skrifað margar greinar á því sviði. Kandídatsritgerð hans fjallaði um orðaröð nútímamáls og hann hélt áfram rannsóknum á því sviði um tíma en ...
Hvernig á að skrifa sjúkdómsheiti á íslensku?
Í ritreglum Íslenskrar málnefndar segir að læknisfræðileg hugtök (sjúkdómar og fleira) séu rituð með litlum upphafsstaf óháð því hvort þau eru dregin af sérheiti eða ekki. Fjallað er um þetta í gr. 1.3.3.2 d í ritreglunum og sýnd dæmi, til dæmis akureyrarveikin, asíuflensa, fuglaflensa, hermannaveiki, inflúensa, l...
Hvað þýða hugtökin sem notuð eru yfir höfuðáttirnar, norður, suður , austur og vestur
Nöfnin austur, vestur, norður og suður eru mjög gömul heiti á höfuðáttunum fjórum. Af þeim eru nöfn dverganna dregin sem samkvæmt Snorra-Eddu halda uppi himninum. Þegar synir Bors höfðu drepið Ymi jötunn fluttu þeir hann í Ginnungagap og gerðu úr honum jörðina en af blóði hans sjó og vötn. Síðan stendur: „Tóku þei...
Var Ingólfur Arnarson með skegg og var hann skipaður amtmaður?
Hér er spurt um tvennt: Annars vegar skeggvöxt Ingólfs Arnarsonar og hins vegar hvort hann hafi gegnt embætti amtmanns. Það er auðvelt að afgreiða seinni hluta spurningarinnar fyrst, enda er svarið býsna afdráttarlaust: Landnámsmenn Íslands voru ekki amtmenn og ástæðan fyrir því er einföld: Embætti amtmanns kom ek...
Eru uglur ránfuglar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Ég var að velta því fyrir mér eftir að hafa lesið eftirfarandi grein, þar sem fram kemur að ránfuglategundirnar á Íslandi séu aðeins þrjár: Fálki, smyrill og haförn (Er fálkastofn á Íslandi og hversu stór er hann?) Ég fór þá að hugsa hvort uglan væri ekki líka ránfugl og ...
Skoða vísindin hlutina þverfaglega til að leita svara í samsvörun?
Spyrjandi lætur eftirfarandi hugleiðingar fylgja spurningu sinni:Mín spurning er hvort vísindin skoði hluti almennt þverfaglega til að leita svara í gegnum lögmál samsvörunnar. Til að mynda þá skoða ég yfirleitt myndir frá Hubble sjónaukanum með augum heimspekings og líffræðinnar. Stjarna sem er að deyja hefur t...
Er hægt að vita hvort mann er að dreyma?
Þessu hafa ýmsir velt fyrir sér, meðal annars heimspekingurinn René Descartes (1596-1650) í riti sínu Hugleiðingar um frumspeki. Descartes varpar fram þeirri hugmynd að hugsanlegt sé að hann sé bara að dreyma eða að kannski sé illur andi að beita hann stöðugum blekkingum og hlutirnir kringum hann séu ekki til í r...
Hvers vegna eru til svona mörg ólík hundakyn? Lifðu þau öll villt á sínum tíma?
Svarið við seinni spurningunni er hreint og klárt nei! Ástæðan fyrir því að til eru svona mörg afbrigði hunda liggur í því að maðurinn hefur tekið hundinn upp á sína arma og ræktað fram hina ólíkustu eiginleika í honum. Í dag eru til líklega um 400 hreinræktuð hundakyn. Hvolpar af íslenska fjárhundakyninu Upprun...
Hvernig var rúnum beitt til galdra, svo sem til að spá fyrir um framtíðina og til lækninga?
Upphaflega spurningin var svona: Hvernig voru galdrastafirnir í rúnagaldri (ekki fuþark, heldur til að spá)? Menn hafa lengi reynt ýmsar aðferðir til að öðlast vitneskju um og hafa áhrif á framtíðina og heiminn, meðal annars með göldrum. Á fornum minnisvörðum og í grafhaugum hafa fundist minjar um bæði hlutkes...
Hvað er tilfinningagreind? Er hún mikilvæg?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvernig nýtist tilfinningagreind stjórnendum fyrirtækja? (Sigrún Grímsdóttir) Aðrir spyrjendur eru: Ingimar Guðmundsson, Davíð Þorgeirsson, Silja Baldursdóttir og Þórður Grímsson. Tilfinningagreind (e. emotional intelligence) er hugtak sem á rætur sínar að rekja til starf...
Af hverju var Jón Gerreksson biskup drepinn og hver var þar að verki?
Jöns Gerekesson Lodehat, eða Jón Gerreksson eins og Íslendingar hafa jafnan kallað hann, var danskur aðalsmaður, fæddur um 1378. Um þrítugt varð hann erkibiskup í Uppsölum í Svíþjóð, vafalaust að undirlagi Danakonungs, Eiríks af Pommern, sem ríkti þá jafnframt yfir Svíþjóð, því að vinátta var með þeim konungi og J...