Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2402 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hver er ég?

Við þessari spurningu er til einfalt svar: Þú ert þú. En þó svo að svarið sé vissulega rétt og enginn geti með góðu móti efast um sannleiksgildi þess, þá er ekki þar með sagt að það sé fullnægjandi. Við erum nefnilega litlu nær. Svipuðu máli gegnir um spurninguna: Hvað er til? Henni má svara: Allt er til. Þett...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er hin eina sanna list?

Við þessari spurningu er vitanlega ekkert eitt svar, en spurningar um hvað sé list og hvort einhverjar listgreinar séu öðrum æðri hafa lengi fylgt manninum. Í skáldskaparfræðum sínum reyndi heimspekingurinn Aristóteles (384-322 f. Kr.) að svara því hvað sé list eða skáldskapur, og hvaða tegundir skáldskapar séu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig verða kórallar til?

Kórallur er hart kalkkennt efni sem svonefnd kóralladýr mynda og hlaða utan um sig og gegnir hlutverki ytra stoðkerfis. Orðið kórallur er líka notað um kóralladýrin sjálf. Kórallar tilheyra flokkinum Anthozoa en til hans telst einnig sæfjöður og nokkrir aðrir hópar holdýra. Hinir eiginlegu kórallar eru síðan fl...

category-iconMannfræði

Eru til þjóðir sem borða mannakjöt? Hvar eru þær?

Frá örófi alda hafa verið sagðar sögur af þjóðum sem stunda mannát. Þessum sögum fjölgaði mjög í kjölfar útþenslustefnu Vestur-Evrópuríkja frá og með 15. öld. Mannfræðingurinn William Arens setti fram þá kenningu í bók sinni The man-eating myth (1979) að þessar sögur hafi verið notaðar til þess að sýna fram á vill...

category-iconBókmenntir og listir

Er Elvis Presley á lífi?

Áhugi Vísindavefsins á því hvort Elvis Presley sé látinn eða á lífi er nær eingöngu menningarfræðilegur (næringarfræðin gæti einnig spilað inn í miðað við síðustu æviár Elvis). Ábyrgir fjölmiðlar og aðrir sem vilja láta taka sig alvarlega, skipta sér yfirleitt ekki af þessari spurningu sem þó leitar á fjölmarga. ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað getið þið sagt mér um litningavíxl?

Litningavíxl verða eftir því sem best er vitað hjá öllum þeim lífverum sem æxlast með kynæxlun en þau verða líka hjá bakteríum og veirum. Dýr og háplöntur sem hafa tvö eintök af hverjum litningi í líkamsfrumum sínum, eru tvílitna, þurfa að helminga litningafjöldann við myndun kynfrumna. Þetta gerist við rýriskipti...

category-iconHugvísindi

Hvernig og af hverju skiptist Íslandssagan niður í tímabil?

Tíminn líður stöðugt með jöfnum hraða, höldum við að minnsta kosti. En til þess að geta talað um ákveðinn stað í tímaframvindu, í fortíð eða framtíð, þarf að gefa honum nafn. Einfaldasta leiðin til þess er að tölusetja náttúrlega afmörkuð skeið. Við teljum ár (tímann sem það tekur jörðina að fara hring um sólu) og...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig brennir maður prótíni, kolvetni og fitu?

Brennsla þessara orkuefna líkamans er nátengd og fer að miklu leyti fram eftir sömu efnaferlum. Að lokinni meltingu eru prótínin orðin að stökum amínósýrum, kolvetnin, eða sykrurnar, að einsykrum og fitan að fitusýrum og glýseróli. Þessi einföldu lífrænu efni berast til frumna líkamans og þar eru þau notuð til ými...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig get ég búið til rafmagn heima hjá mér með einhverju sem er til á öllum heimilum?

Við höfum áður fjallað töluvert um rafmagn á Vísindavefnum, meðal annars í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað er rafmagn? Þar segir meðal annars þetta:Orðið rafmagn er haft um hvers konar fyrirbæri sem tengjast rafhleðslum og hreyfingum þeirra. Rafhleðsla (e. electric charge) er einn af grundvall...

category-iconHugvísindi

Er andefnið í Englum og djöflum eftir Dan Brown til í alvörunni?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hvers konar andefni er um að ræða í bókinni Englar og djöflar eftir Dan Brown?Í spennusögunni Englar og djöflar segir frá dularfullu leynifélagi sem felur tæpt gramm af andefni í Vatíkaninu og hótar að sprengja Páfagarð í loft upp. Þegar líða tekur á söguna kemur í ljós .... [...

category-iconHeimspeki

Hvað eru sleipurök?

Fótfesturökin Undirritaður hefur ekki rekist á íslenska orðið sleipurök áður en líklegt er að átt sé við tegund raka sem á ensku heitir slippery slope, og kallast yfirleitt fótfesturök á íslensku. Fótfesturök eru notuð til þess að vara einhvern við því að fallast á tiltekið atriði því þá þurfi sá hinn sami ...

category-iconFornfræði

Hvar var borgin Sparta og hverjir voru Spartverjar?

Sparta er borg sem stóð við fljótið Evrótas á sunnanverðum Pelópsskaga á Grikklandi. Til forna lá borgin skammt frá þeim stað þar sem borgin Sparte (borið fram Spartí) er nú. Blómatími Spörtu var frá 6. öld f.Kr. fram á 4. öld f.Kr. Borginni tilheyrði stórt landsvæði sem skiptist í tvo hluta: Lakóníu (eða Lakedæmó...

category-iconSálfræði

Hvers vegna selja menn frekar á verðinu 999 í stað 1000 kr? Er þetta eitthvað sálrænt?

Margir hafa eflaust tekið eftir því að frekar óalgengt er að vöruverð sé rúnnuð tala eins og 1000 kr. Varan er gjarnan nokkrum krónum ódýrari og því til að mynda seld á 999 kr. Sú aðferð að verðleggja vörur á þennan hátt gengur undir ýmsum nöfnum, þar á meðal odd pricing, psychological pricing og customary pricing...

category-iconEfnafræði

Hver er munurinn á kannabis, hassi, grasi og marijúana?

Upphaflegar spurningar voru: Hvað er marijúana? (Eðvarð) Hver er munurinn á hassi og "grasi"? (Sólveig) Er einhver munur á hassi og marijúana? (Sólveig) Tetrahýdrókannabínól (skammstafað THC) finnst í kannabisplöntunni, Cannabis sativa. Hún óx upphaflega í Mið-Asíu og er stundum nefnd hampjurt þar sem vinn...

category-iconHugvísindi

Hvar er hægt að finna sögu landnámsmannsins Atla grauts?

Frá Atla graut, eða Graut-Atla eins og hann er oftast kallaður, er sagt í Landnámabók. Þar kemur fram að bræðurnir Ketill og Graut-Atli, synir Þóris þiðranda, hafi farið úr Veradal í Noregi til Íslands og numið land í Fljótsdal. „Graut-Atli nam ina eystri strönd Lagarfljóts allt á milli Giljár og Vallaness fyrir v...

Fleiri niðurstöður