Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3011 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Við mamma viljum vita hvort tarantúla sé hættulegri en svarta ekkjan?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Við mamma mín vorum að ræða það hvor væri hættulegri tarantúla eða svarta ekkjan. Það væri gaman að fá að vita það. Tarantúlur eru loðnar og oftast mjög stórvaxnar köngulær sem tilheyra ættinni Theraphosidae. Innan þessarar ættar eru þekktar um 900 tegundir og þetta er þv...

category-iconFélagsvísindi almennt

Eru ljóskur heimskar?

Fólk með ljóst hár er ekkert heimskara en fólk með dökkt eða rautt hár enda eru engin tengsl milli háralitar og greindarfars. Bæði er vísað til útlits og ákveðinna einkenna í fari fólks þegar sagt er að einhver sé ljóska. Ljóskur eru oftar en ekki sætar og kynþokkafullar, einfaldar, barnalegar og ósjálfstæðar. Enn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða plöntur éta hreindýr helst og hvaða tegundir forðast þau?

Á árunum 1980 til 1982 fóru fram rannsóknir á fæðuvali hreindýra á beitilöndunum fyrir norðan Vatnajökul. Snæfellsöræfi eru helstu vor- og sumarbeitilönd hreindýranna á þessu svæði. Þegar vorið gengur í garð, færa dýrin sig smám saman inn á snjóþyngri svæðin og nýta þannig yngstu og næringarríkustu plönturnar á hv...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Getur sjúklingur sem hefur verið svæfður vaknað til meðvitundar og munað eftir aðgerðinni?

Meðvitund í svæfingu (e. intraoperative awareness) er fremur sjaldgæfur fylgikvilli svæfinga. Þá er átt við að sjúklingur komist til meðvitundar í svæfingu vegna aðgerðar og muni eftir því eftirá. Þá man sjúklingurinn til dæmis hljóð eða samtöl sem áttu sér stað meðan á aðgerð stóð eða upplifir tilfinningu um að g...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvað mun Hubblessjónaukinn endast lengi?

Hubblessjónaukinn er á næstum því hringlaga braut umhverfis Jörðina í um 555 km hæð. Sjónaukinn ferðast umhverfis Jörðina á um það bil 28.000 kílómetra hraða á klukkustund og tekur hringferðin 96 mínútur en þar af er hann 48 mínútur í skugga Jarðar. Það reynir á þol sjónaukans gagnvart hitasveiflum. Sjónaukinn er ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Deyja geitungar ef þeir missa broddinn?

Upprunalega hljómaði spurningin svona: Ég heyrði um daginn að geitungur sem hafði verið fangaður í krukku hafi reynt að stinga sig í gegnum krukkuna og þá datt broddurinn af. Hvað gerist þegar broddurinn dettur af? Kemur þá nýr broddur á? Broddur geitunga, rétt eins og broddur hunangsflugna og býflugna, er um...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvað hefur vísindamaðurinn Björn Margeirsson rannsakað?

Björn Margeirsson er rannsóknastjóri hjá plastframleiðslufyrirtækjunum og systurfyrirtækjunum Sæplast Iceland og Tempra, auk hlutastarfs sem lektor í vélaverkfræði við Háskóla Íslands. Hjá Sæplasti og Tempru sinnir Björn bæði rannsóknum og vöruþróun á hverfisteyptum, fjölnota matvælakerum (einkum þekkt sem „fiskik...

category-iconHagfræði

Hver er tilgangurinn með yfirtökuskyldu?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hver er tilgangurinn með yfirtökuskyldu, sbr. nýlega frétt um aukinn eignarhlut Samherja í Eimskip? Kveðið er á um yfirtökuskyldu í X. kafla laga um verðbréfaviðskipti (nr. 108/2007) á Íslandi og sambærileg ákvæði eru í lögum nágrannalandanna. Þetta er hluti af þeirri vernd se...

category-iconLæknisfræði

Er til fólk með rafsegulóþol?

Rafsegulóþoli, eða ofurnæmi fyrir rafsegulsviði (e. electromagnetic hypersensitivity) hefur verið lýst, meðal annars af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) á síðunni Radiation and health. Einkenni rafsegulóþols eru ósértæk, mismunandi milli einstaklinga og ekki hefur tekist að finna á þeim læknisfræðilegar ...

category-iconLæknisfræði

Hvenær var getnaðarvarnarpillan fyrst tekin í notkun á Íslandi?

Um sögu pillunnar er fjallað ýtarlega í svari við spurningunni Hvernig varð getnaðarvarnarpillan til? en þar kemur meðal annars fram að Enovid, fyrsta tegund pillunnar, fékk upphaflega markaðsleyfi í Bandaríkjunum árið 1957. Til að byrja með var Enovid flokkað sem lyf gegn kvensjúkdómum og eingöngu mátti ávísa því...

category-iconJarðvísindi

Hver var Leó Kristjánsson og hvert var framlag hans til bergsegulmælinga?

Leó Kristjánsson (1943-2020) var jarðeðlisfræðingur. Hann stundaði um áratuga skeið bergsegulmælingar á Íslandi og túlkun þeirra, bæði í jarðfræðilegu augnamiði og með tilliti til þess hvernig jarðsegulsviðið hefur breyst í tímans rás. Þegar fljótandi bergkvika storknar varðveita örsmáar járnagnir í berginu seguls...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig starfar þing eftir þingrof?

Um þingrof er fjallað nánar í svörum við spurningunum Getur forsetinn rofið þing eða þarf forsætisráðherrann að gera það?, Hvenær er þingrof réttlætanlegt? og Hvaða áhrif hefur þingrof? og bendum við lesendum á að kynna sér þau svör. Eftir að þing hefur verið rofið halda þingmenn umboði sínu en eðlilegt er að ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Í hvaða fæðutegundum er A-vítamín?

Lýðheilsustöð og Matvælastofnun standa saman að vefsíðu með upplýsingum og fræðslu um helstu vítamín og steinefni. Þar segir meðal annars um A-vítamín:Góðir A-vítamíngjafar í fæðu eru lýsi og lifur, sérstaklega fisklifur en einnig lamba- og svínalifur. Þá er töluvert A-vítamín í mjólk, smjöri, osti, eggjum og smjö...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið útskýrt fyrir mér Richterskvarðann?

Richterskvarðinn er notaður til að mæla og bera saman stærð jarðskjálfta. Hann á rót sína að rekja til mælinga með stöðluðum skjálftamælum í staðlaðri fjarlægð frá upptökum skjálfta. Stigafjöldi skjálfta samkvæmt honum miðast við útslag eða sveifluvídd á slíkum mæli, en er um leið grófur mælikvarði á orkuna sem lo...

category-iconLæknisfræði

Hvernig breiðist Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómurinn út?

Hér er einnig að finna svör við spurningu Berglindar Kristinsdóttur, Í hvaða matvælum finnst smitefnið sem veldur kúariðu og spurningu Jóns Ágústs Sigurðssonar, Hver er meðganga Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómsins í manni?Á undanförnum árum og áratugum hafa greinst sérkennilegir smitandi hrörnunarsjúkdómar í miðtaugaker...

Fleiri niðurstöður