Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4684 svör fundust

category-iconLögfræði

Er hægt að ættleiða einhvern sem er eldri en maður sjálfur? Ef svo er, má þá ættleiða skyldmenni sitt, til dæmis frænku sína?

Í 3. gr. laga um ættleiðingar nr. 130/1999, er tiltekið hverja megi ættleiða:Lög þessi taka til ættleiðinga barna innan 18 ára aldurs. Sama er um ættleiðingar þeirra sem eldri eru, nema annars sé getið og eftir því sem við á. Með orðinu barn samkvæmt lögum þessum er átt við barn eða ungmenni allt til 18 ára aldurs...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hægt að fá skalla og svo fá hár á skallann svo að maður verður ekki lengur með skalla?

Erfðir eru algengasta orsök skalla en menn geta einnig fengið skalla vegna streitu eða í kjölfar veikinda. Skallamyndun eftir veikindi eða vegna streitu getur gengið til baka þegar menn eru orðnir frískir. Arfgengur skalli getur það hins vegar ekki nema með sérstökum aðgerðum. Bæði konur og karlar geta fengið skal...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju geta mörgæsir ekki flogið?

Það eru nokkrar ástæður fyrir því að mörgæsir geta ekki flogið. Þær eru í fyrsta lagi of þungar og í öðru lagi eru vængirnir á þeim allt of stuttir miðað við líkamsstærð. Vængirnir eru jafnframt aðlagaðir að sundi frekar en flugi og minna því frekar á hreifa en eiginlega vængi. Þrátt fyrir þetta eru mörgæsir s...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver byggði Eiffelturninn, hvers vegna var hann byggður og hvenær?

Eiffelturninn er eitt þekktasta tákn Parísarborgar og hefur verið sóttur heim af yfir 200 milljón manns. Forsaga turnsins er að halda átti heimssýningu í París árið 1889 í tilefni af því að 100 ár voru liðin frá frönsku byltingunni, en byltingin gjörbreytti á sínum tíma stjórnkerfi Frakklands. Haldin var samke...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru flóðhestar hættulegir?

Það er rétt að flóðhestar (Hippopotamus amphibius) eru stórhættuleg dýr og valda fleiri dauðsföllum í Afríku en nokkur önnur spendýr. Tölulegar upplýsingar um hversu margir láta lífið af völdum flóðhesta á hverju ári er á reiki, en talið er að það geti verið allt að 400 manns. Þótt flóðhestar virðist silalegir ...

category-iconHugvísindi

Af hverju er þorskur kallaður ´sá guli´?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Af hverju er þorskur kallaður "sá guli"? Mér finnst hann eiginlega vera meira grænn en gulur. Er hann kallaður þetta annars staðar? Þorskurinn á sér afar mörg heiti meðal sjómanna. Þau fara eftir því hvort um er að ræða lítinn fisk (bírapísl, brísl) eða stóran (bíri, dröttungur),...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getur haförn drepið álft?

Undir ákveðnum kringumstæðum getur haförn vissulega drepið álft, til dæmis ef álftin er aðframkomin vegna meiðsla eða annars sem haft hefur áhrif á heilbrigði hennar og styrk. Það er hins vegar afar ólíklegt að haförn leggi í fullvaxna og fullfríska álft þar sem þær eru geysilega sterkir fuglar. Hætt er við að slí...

category-iconUnga fólkið svarar

Er sumar í Ástralíu þegar við höldum upp á jólin?

Árið skiptist í árstíðir vegna möndulhalla jarðar. Án þessa halla væri enginn hitamunur á vetri og sumri. Auk þess væru dagur og nótt tólf tímar allt árið um kring alls staðar á jörðinni. Þegar norðurhvel jarðar hallar að sólinni þá er sumar þar en vetur á suðurhveli. Á sama hátt er sumar á suðurhveli þegar það ha...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er "flæmingi" í orðasambandinu að fara undan í flæmingi?

Í orðasambandinu að fara undan í flæmingi er flæmingur nafnorð sem annars vegar merkir ‘flakkari’ og hins vegar ‘flakk, flækingur’. Það er síðari merkingin sem á við hér. Þetta er flæmingi, en fer hann undan í flæmingi? Að fara undan í flæmingi merkir annars vegar ‘að þvælast fyrir á undanhaldi, hopa á hæli...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er leprechaun og hver er uppruni hans? Eiga sögur af honum einhverja stoð í raunveruleikanum?

Leprechaun er lítill karl af öðrum heimi í írskri þjóðtrú. Hann er einfari og gætir gjarnan falinna fjársjóða en stundum er þó talað um að hann geri álfum skó. Á myndinni, sem er frá um 1900, má sjá leprechaun telja gullið sitt. Þekktust er sagan af mennskum manni sem grípur leprechaun, heldur honum föstum í gr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er merkingin í orðinu köflóttur?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hver er uppruni orðsins köflótt og til hvaða mynstra nær hugtakið? Getur skákborð verið köflótt? Lýsingarorðið köflóttur er leitt af nafnorðinu kafli 'hluti af einhverju, þáttur í bók, tímabil'. Það er myndað með viðskeytinu –óttur og hljóðvarpi rótarsérhljóðs (a > ö). O...

category-iconJarðvísindi

Er hætta á að aftur verði eldgos í Vestmannaeyjum?

Já það er líklegt að aftur gjósi í Vestmannaeyjum og reikna má með gosi hvenær sem er í Vestmannaeyjaeldstöðinni. Eldvirkni á Íslandi er núna aðallega bundin við tvö gosbelti. Annað er frá Reykjanesi til Langjökuls en hitt er frá Vestmannaeyjum þvert yfir allt Ísland til Melrakkasléttu. Mynd af gosinu í Vestma...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar tegundir af hestum?

Tegund er hópur lífvera sem eru eins í meginatriðum og geta átt saman frjó afkvæmi. Hestar (Equus caballus) eru hófdýr af ættinni Equidea og tilheyra allir sömu tegundinni. Því er venjan að tala frekar um mismunandi hestakyn en hestategundir, rétt eins og talað er um hundakyn og kattakyn frekar en hunda- eða katta...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru sebrahestar röndóttir?

Útlit dýra ræðst ekki af tilviljuninni einni saman heldur hefur það líka mótast með þróun. Hægt er að lesa um þróun og þróunarkenninguna meðal annars í svari við spurningunni Hvernig urðu litlu frumurnar í sjónum að mönnum og dýrum? Sléttusebrar á beit. Eins og hægt er að lesa um í ýtarlegu svari eftir Jón Má Ha...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er talað um að menn séu apar?

Það er ekki alveg ljóst við hvað spyrjandi á við. Stundum segjum við að einhver sé algjör api eða algjör asni og þá meinum við það ekki bókstaflega heldur eignum við viðkomandi eiginleika sem við teljum að tilheyri þessum dýrategundum. Svo gæti verið að spyrjandi sé að velta því fyrir sér hvort menn og mannapar...

Fleiri niðurstöður