Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 647 svör fundust
Hvað eru punktar í lánum?
Hugtakið punktur er notað í fjármálaheiminum til að tákna einn hundraðasta úr einu prósenti, það er 0,01%. Vaxtakjör eru oft tilgreind sem tiltekið álag ofan á eitthvert viðmið og álagið þá gefið upp í punktum. Til dæmis gæti lán í evrum verið veitt með 50 punkta álagi ofan á þá vexti sem bönkum bjóðast í evru...
Hvar á landinu finnst blóðberg?
Blóðberg (Thymus praecox) er algengt um allt land, nánast frá fjöru og upp í 900 m hæð, en plantan hefur fundist í yfir 1000 m hæð. Á vefnum Flóra Íslands má sjá kort af útbreiðslu blóðbergs og þar sést vel hversu víða plöntuna er að finna. Blóðberg vex um nánast allt land. Blóðberg er lágvaxinn smárunni með lit...
Í hvaða röð er réttast að lesa bréf og bækur Gamla testamentisins sögulega?
Bækur Gamla testamentisins standa nokkurn veginn í sögulegri röð í Biblíunni. Fyrstar eru sögubækurnar. Í Mósebókunum fimm er greint frá forsögunni, ættfeðrunum, ánauð Ísraelsþjóðarinnar í Egyptalandi, frelsun hennar þaðan, lögmálinu og ferðinni til fyrirheitna landsins. Jósúa- og Dómarabækur greina frá töku l...
Átti stríðið í kvikmyndinni 300 sér raunverulega stað eða er þetta allt uppspuni frá byrjun?
Í kvikmyndinni 300 fer Leonídas, konungur gríska borgríkisins Spörtu, með 300 mönnum sínum til skarðsins Þermopýlæ eða Laugaskarðs í vesturhluta Grikklands til að verja landið fyrir árás mörg þúsund Persa. Þetta stríð átti sér stað í raunveruleikanum en í myndinni hefur margt verið ýkt og sumum staðreyndum breytt....
Af hverju er stærðfræði til?
Stærðfræðin og önnur vísindi eru til einkum af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi er gagnlegt að ráða yfir þekkingunni og skilningnum sem í þeim felst og í öðru lagi svala vísindi og þekking forvitni okkar. Seinni ástæðan gæti þó verið tengd þeirri fyrri, það er að segja að við erum kannski forvitin af því að við finn...
Hvaða efni eru í lofthjúpi jarðar?
Lofthjúpur jarðar hefur tekið breytingum frá því að hann myndaðist fyrst. Um það er fjallað nánar í svari við spurningunni Hvernig varð lofthjúpurinn til? Í dag samanstendur lofthjúpur jarðar að mestu leyti af eldfjallagösum sem breyttust og þróuðust með lífi. Í þurru lofti, það er lofti sem inniheldur ekki vat...
Getið þið sagt mér eitthvað um forngríska byggingarlist?
Í forngrískri byggingarlist voru þrjár megingerðir burðarsúlna og tilheyra þær hver sínum stíl: dórískur stíll jónískur stíll kórintustíllHér sjást þrjár súlnareglur Forngrikkja. Lengst til vinstri er dórískur stíll, jónískur í miðjunni og kórintustíll til hægri. Í dóríska stílnum er enginn stallur undir súlun...
Hvað er gas?
Öll efni geta verið í þrenns konar ham: storkuham / fast form (e. solid) vökvaham (e. liquid) gasham (e. gas) Auk þess er til svonefnt rafgas sem á ekki við um venjuleg frumefni. Af þessu leiðir að gas getur verið nær hvaða efni sem er. Vatn er til dæmis í storkuham þegar það er frosið, í vökvaham...
Geta lofttegundir sem gufa upp af hveraleir verið skaðlegar?
Eins og getið er um í svari sömu höfunda við spurningunni Af hverju er leir við hveri mismunandi á litinn? eru helstu lofttegundirnar sem streyma upp á háhitasvæðum koltvísýringur og brennisteinsvetni, og á vissum svæðum einnig vetni. Tvær þær fyrrnefndu eru þyngri en andrúmsloftið og hafa því tilhneigingu til þes...
Hver er eðlismassi lofts?
Hér er einnig svarað spurningunni: Er eðlismassi andrúmsloftsins minni eða meiri en 1 g/cm3? Eðlismassi er skilgreindur sem massi á rúmmálseiningu, eining alþjóða einingakerfisins (SI) er kg m-3, (kíló í rúmmetra) en oft má einnig sjá eininguna g cm-3 (grömm í rúmsentímetra) sem er sama og kg/l (kílógramm í lít...
Hver fann upp á stígvélum?
Stígvél er skófatnaðaðar sem nær að minnsta kosti upp fyrir ökkla. Stígvél geta náð upp að hné og hæstu stígvél eru klofhá. Stangveiðimenn nota til að mynda slík stígvél sem kallast yfirleitt vöðlur. Ekki er með fullu víst hvenær menn fóru að klæðast stígvélum. Sumir vilja rekja sögu þeirra aftur til ársins 100...
Hvernig eru skekkjumörk í skoðanakönnunum reiknuð út?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig er hægt að finna skekkjumörk (t.d. hjá fylgi stjórnmálaflokka í könnunum)? Þegar við sjáum niðurstöður úr spurningakönnunum þar sem fylgi stjórnmálaflokka er metið, þá eru þær byggðar á svörum hóps fólks sem við köllum úrtak. En hvernig getur úrtak endurspeglað...
Hver fann upp á kryptoni?
Krypton er ekki uppfinning heldur svokallað frumefni en allt í veröldinni er samsett úr frumefnum. Krypton hefur sætistöluna 36 í lotukerfinu og telst vera eðallofttegund. Eðallofttegundirnar eru sex talsins: helín (He), neon (Ne), argon (Ar), krypton (Kr), xenon (Xe) og radon (Rn). Einnig er líklegt að frumefnið ...
Hvers vegna er röðin á föllunum í íslenskum beygingum ólík því sem tíðkast annars staðar?
Upprunalega spurningin var: Hvers vegna er röðin á föllunum í íslenskum beygingum eftirfarandi: nf., þf., þgf., ef, þegar hún er nf., ef., þgf., þf. í öðrum tungumálum? Í umfjöllun um latínu hefur verið viðtekin venja um aldir að hafa röð fallanna nf., ef., þgf., þf. Sá sem fyrstur skrifaði íslenska mállýsi...
Hvernig hefur fæðingartíðni breyst gegnum árin?
Sé litið til síðustu 10 ára hefur ekki dregið úr árlegum heildarfjölda fæðinga. Á Íslandi hefur fjöldi fæðinga á ævi hverrar konu samt aldrei verið minni en síðasta áratuginn, en á þessu tímabili eignuðust konur að meðaltali um 1,9-2,1 barn á lífsleiðinni. Til að skilja betur hvað býr að baki fæðingartíðni er ...