Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1188 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hvað á John Stuart Mill sameiginlegt með nýfrjálshyggju?

Það er erfitt að svara þessari spurningu vegna þess að merking orðsins nýfrjálshyggja er á reiki. Það er þýðing á enska orðinu neoliberalism sem hefur helst verið notað af andstæðingum frjálshyggju. Þeir hafa, margir hverjir, reynt að ljá því neikvæðan blæ, án þess að skilgreina eða skýra á hvern hátt þessi „nýja”...

category-iconMálvísindi: íslensk

Ég er að læra um einhljóð og tvíhljóð og velti fyrir mér hvort é sé?

Í fornu máli var eingöngu lengdarmunur á e [e] og é [eː] – broddurinn yfir é táknaði lengd. Á 13. öld þróaðist é yfir í tvíhljóð, [ie] (sjá Stefán Karlsson 2000:24). Síðan breyttist hljóðgildi fyrri hlutans og í nútímamáli stendur bókstafurinn é langoftast hvorki fyrir einhljóð né tvíhljóð, heldur samband tve...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er munurinn á slettum, slangri og tökuorðum?

Með orðinu sletta er átt við orð eða samband orða sem borist hefur inn í tungumál úr öðru máli en er ekki viðurkennt þar sem það hefur ekki aðlagast hljóð- eða beygingarkerfinu. Í íslensku er helst talað um dönsku- eða enskuslettur. Enska orðið sjeik 'mjólkurhristingur' er til dæmis merkt ?? í nýju orðabókinni frá...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig myndast jöklar?

Jöklar eru myndaðir úr ís og er eitt megineinkenni þeirra að þeir skríða undan eigin þunga. Jöklar myndast þar sem meiri snjór safnast fyrir að vetri en sumarhlýindi ná að bræða þegar til lengdar lætur. Mörkin milli svæða þar sem snjór safnast og auðra svæða þar sem hann bráðnar og hverfur eru kölluð jöklunarm...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu gamalt er England og hvernig myndaðist það?

Bretland — England og Skotland — spannar næstum alla jarðsöguna, meira en 3000 milljón ár (m.á.). Í Hebrideseyjum og NV-Skotlandi er hið forna berg á yfirborði (fjólublátt á jarðfræðikortinu hér fyrir neðan), en í East Anglia í SA-Englandi er yfirborðsberg frá síðustu ísöld (gulbrúnt á kortinu). Hvergi í heiminum ...

category-iconLandafræði

Hvenær var ákveðið að Greenwich-tíminn skyldi vera staðaltími á Íslandi og með hvaða rökum?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:Þegar horft er á veraldarkortið með tímabeltunum merktum inn á, þá virðist í fljótu bragði rökrétt miðað við legu Íslands, að landið ætti í raun að vera einni klst. á eftir GMT. Væri fróðlegt að vita hvenær og hverjir ákváðu að GMT skuli vera tíminn á Íslandi og hver rökin ...

category-iconJarðvísindi

Hvernig rannsóknir stundar vísindamaðurinn Þóra Árnadóttir?

Þóra Árnadóttir er vísindamaður við Norræna eldfjallasetrið á Jarðvísindastofnun Háskólans. Hún vinnur við mælingar á færslum á yfirborði jarðar með gervitunglatækni (GPS og radarbylgjuvíxlmyndum, það er InSAR) og túlkun þeirra útfrá eðlisfræðilíkönum. Ísland er á mið-Atlantshafshryggnum og því tilvalinn staðu...

category-iconHugvísindi

Hvort er réttara að skrifa Kárahnúkar eða Kárahnjúkar og eins Hvannadalshnúkur eða Hvannadalshnjúkur?

Báðar myndirnar, hnúkur og hnjúkur, eru jafn réttar en notkun þeirra er landshlutabundin. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru í báðum tilvikum frá 17. öld og skyld orð í grannmálunum eru nuk, njuk, nyk í nýnorsku í sömu merkingu. Báðar myndirnar hnúkur og hnjúkur eru réttar en notkun þeirra er landshlutabundin. H...

category-iconSálfræði

Af hverju eru sumir heimskir en aðrir snjallir?

Eins og lesa má í svari Sigurðar J. Grétarssonar við spurningunni: Af hverju eru sumir gáfaðri en aðrir? hefur verið deilt um hvort greind sé meðfædd eða áunnin. Helstu rannsóknirnar í þessu sambandi snúa að eineggja tvíburum sem hafa verið skildir að við fæðingu, þó að öðrum ástæðum en til að gera rannsóknina!...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru apalhraun og hversu stór verða þau?

Apalhraun (e. a'a lava) eru algengt form basalthrauna, en þau eru einkennistegund ísúrra hrauna með kísilinnihald (SiO2) á bilinu 52-58%.[1] Venjulega eru apalhraun minni um sig en hellu- eða klumpahraun. Flatarmál þeirra er oft á bilinu 10-50 ferkílómetrar, lengd frá 5-30 kílómetrar og dæmigerð þykkt frá 4-20 met...

category-iconHugvísindi

Hvernig var vísinda- og fræðaiðkun háttað í Evrópu á miðöldum?

Á miðöldum mátti finna mikil menntasetur víða um lönd kristinna manna og múslima. Má þar til dæmis nefna Bagdad á 9. öld, en fræðimenn frá öllum löndum streymdu þangað til að gerast hluti af því samfélagi sem myndaðist í kringum „hús viskunnar“ (ar. Bayt al-Hikmah). Í Konstantínópel á 11. öld myndaðist einnig fræ...

category-iconSálfræði

Hvaða gildi hafa dagdraumar?

Dagdraumar eru hluti af hugsanaflæði okkar í vöku. Fræðimenn hafa komist að því að dagdraumar eru mestir á unglingsárunum en eftir því sem fólk eldist dregur úr dagdraumum þess. Á gamals aldri eru kynferðislegir dagdraumar og hetjudraumar afar fátíðir. Þegar fólk er upptekið af krefjandi verkefnum gefast fá tækifæ...

category-iconEfnafræði

Eru málmarnir gull, brons, ál og platína frumefni?

Lotukerfið inniheldur öll þekkt frumefni, bæði þau sem koma fyrir í náttúrunni og þau sem manneskjan hefur búið til í eindahröðlum (e. particle accelerators). Til þess að finna út úr því hvort tiltekinn málmur sé frumefni eða ekki er einfaldast að skoða lotukerfið eða leita í töflum/texta sem innihalda öll frumefn...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað þarf listi mikið fylgi til að hljóta sæti í alþingiskosningum?

Þessi spurning er efnislega seinni hluti lengri spurningar sem hljóðaði svona: Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi, hvað þurfa flokkar mikla kosningu til að koma manni á þing o.s.frv.? Gagnlegt er fyrir lesandann að kynna sér fyrst svar við spurningunni Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi? Eins og í þ...

category-iconSálfræði

Er spilafíkn á meðal íslenskra ungmenna? Hvar er best að finna rannsóknir um það?

Til að svara spurningunni um hvort spilafíkn finnist meðal ungmenna á Íslandi er rétt að útlista hvernig hugtökin peningaspil og spilafíkn eru gjarnan skilgreind. Rétt er að taka fram að hugtakið spilavandi er iðulega notað sem samheiti spilafíknar og er svo einnig gert hér. Með orðinu peningaspil er átt v...

Fleiri niðurstöður