Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 231 svör fundust

category-iconStærðfræði

Getur margfeldi tveggja talna verið jafnt summu þeirra?

Spurninguna má umorða þannig að við viljum athuga hvort til séu tvær tölur $x$ og $y$ þannig að \[x \cdot y = x + y.\] Með því að draga $y$ frá báðum hliðum jöfnunnar má umrita hana yfir á formið \[x \cdot y - y = x.\] Með því að taka $y$ út fyrir sviga í vinstri hlið fæst \[y \cdot (x-1) = x.\] ...

category-iconStærðfræði

Hvaða gagn er að prímtölum?

Prímtölur eru tölur sem er ekki hægt að leysa upp í eiginlega þætti. Engin tala gengur upp í prímtölu nema hún sjálf og 1, sem er hlutleysa og hefur engin áhrif í margföldun. Oft getur verið þægilegt að fást við tölur sem margar aðrar tölur ganga upp í. Það á til dæmis við töluna 60. Tölurnar 2, 3, 4, 5, 6, 10...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið útskýrt fyrir mér Richterskvarðann?

Richterskvarðinn er notaður til að mæla og bera saman stærð jarðskjálfta. Hann á rót sína að rekja til mælinga með stöðluðum skjálftamælum í staðlaðri fjarlægð frá upptökum skjálfta. Stigafjöldi skjálfta samkvæmt honum miðast við útslag eða sveifluvídd á slíkum mæli, en er um leið grófur mælikvarði á orkuna sem lo...

category-iconHeimspeki

Ef það er sannað að ákveðin heilahvel stjórni ákveðnum tilfinningum, er þá ekki hægt að útiloka sálina?

Eins og kemur fram í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað þýðir orðið sál getur orðið sál þýtt ýmislegt. Meðal annars er það notað yfir "andlegt líf manns, hugsun, viðbrögð og tilfinningar" og það að heilinn stjórni tilfinningum útilokar auðvitað ekki tilvist hugsunarinnar. Við gerum því ráð fyrir...

category-iconStærðfræði

Af hverju margföldum við stundum í kross þegar við leysum jöfnur með brotum í stað þess að finna samnefnara og lengja með honum?

Fyrst er rétt að gera grein fyrir tveimur hugtökum sem koma fyrir í spurningunni: Samnefnari tveggja eða fleiri brota er tala sem allir nefnarar brotanna ganga upp í. Ef við höfum til dæmis brotin $\frac7{9}$ og $\frac5{12}$, þá er talan $36$ samnefnari þeirra, því báðir nefnararnir $9$ og $12$ ganga upp í han...

category-iconStærðfræði

Hverjir eru helstu stærðfræðilegu eiginleikar sporbaugs?

Keilusnið (e. conic sections) eru skurðferlarnir sem myndast þegar keila er skorin með sléttum fleti. Þessir skurðferlar geta orðið þrenns konar eftir því hvernig slétti flöturinn hallar og þannig fást þrjár ólíkar gerðir keilusniða: Sporbaugar (e. ellipse), fleygbogar (e. parabola) og breiðbogar (e. hyperbola). ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er það sem hundar mega ekki éta og af hverju?

Hundar þola alls ekki jafn fjölbreytta fæðu og menn. Þeir geta brugðist illa við ýmissi fæðu sem er okkur hættulaus. Þetta kemur bersýnilega í ljós þegar litið er á viðbrögð hunda gagnvart sumum ávöxtum. Hér á eftir er listi yfir matvæli sem má alls ekki gefa hundum en listinn er þó ekki tæmandi: Áfengi: Það g...

category-iconLæknisfræði

Af hverju stafa túrverkir og er það rétt að pillan dragi úr þeim?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Er það rétt að maður fái minni túrverki ef maður er á pillunni og geta verið aukaverkanir af henni? Það er rétt að getnaðarvarnarpillan getur dregið úr túrverkjum. Túrverkir eru krampar eða verkir í kvið og mjaðmagrind sem fylgja tíðablæðingum. Túrverkir eru mjög breyti...

category-iconHeimspeki

Hver var Hugo Grotius og hvert var hans framlag til fræðanna?

Hugo Grotius var einn þeirra andans manna á sautjándu öldinni sem stuðluðu að grundvallarbreytingum á vestrænni menningu. Í dag er hans helst minnst sem lögspekings og þá sérstaklega vegna hugmynda hans um alþjóðalög eða þjóðarétt, en hann skrifaði einnig verk um guðfræði og flestar greinar heimspekinnar. Hann þót...

category-iconLandafræði

Hvað getur þú sagt mér um eyjuna Tokelau?

Tokelau samanstendur af þremur kóralhringrifum (e. atoll) í Suður-Kyrrahafi, nokkurn veginn miðja vegu á milli Hawaii og Nýja Sjálands. Í hverju hringrifi er nokkur fjöldi smárra eyja eða hólma en samtals er flatarmál Tokelau um 12 km2. Hringrifin standa lágt og ná ekki nema 2-5 metra yfir sjávarmál. Nyrst er Ataf...

category-iconVeðurfræði

Hvað eru íslensk stjórnvöld að gera í loftslagsmálum?

Upphaflega hljóðaði spurningina svona: Hvað eru íslensk stjórnvöld að gera varðandi loftslagsbreytingar? Íslensk stjórnvöld vinna að loftslagsmálum á margvíslegan hátt. Stjórnvöld taka þátt í alþjóðlegri samvinnu og bera ábyrgð á skuldbindingum Íslands í alþjóðasamningum. Stjórnvöld gera áætlanir um að draga ú...

category-iconStærðfræði

Er ennþá verið að finna upp á nýjum formúlum og jöfnum í stærðfræði?

Svarið við spurningunni er - já svo sannarlega. Hins vegar er það ekki endilega svo vel þekkt meðal þeirra sem ekki fást við stærðfræði dags daglega. Þessi nýja stærðfræði er þó oft mun nær okkur en mætti ætla og er samofin flestum tækninýjungum. Sem dæmi má nefna símana okkar, þar sem ýmis reiknirit, gervigreind ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig þróaðist líf á fornlífsöld?

Fornlífsöld (Paleozoic era) hófst fyrir 544 milljón árum og lauk fyrir 245 milljón árum síðan. Fornlífsöld er hin fyrsta af þremur öldum í jarðsögunni sem nefnast ‘Phanerozoic era’ (tímabil sýnilegs lífs). Áður en fornlífsöld gekk í garð, samanstóð lífið á jörðinni af einföldum, smásæjum lífverum sem lifðu í hafin...

category-iconSálfræði

Hver eru einkenni meðvirkni?

Enginn veit með vissu hvaðan hugtakið meðvirkni (e. codependence) kemur. Flestir telja að það eigi rætur að rekja til enska hugtaksins co-alcoholic. Einkenni hins meðvirka voru í upphafi rakin til streitunnar sem fólk upplifir við að búa með alkóhólista eða fíkli. Það kom í ljós að þegar alkóhólistinn hætti að dre...

category-iconHeimspeki

Er veröldin bara hugsanir okkar og erum við bara hugsanir hvers annars?

Seinni spurningunni, hvort við séum bara hugsanir eða hugarfóstur hvert annars, er auðsvarað þar sem hún felur í sér mótsögn ef hún er tekin bókstaflega. Ef ég er hugarfóstur þitt getur þú ekki samtímis verið hugarfóstur mitt. Hugarfóstur getur ekki haft hugsanir sjálft. Að minnsta kosti annað okkar hlýtur því að ...

Fleiri niðurstöður