Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1801 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er svona skrýtin lykt af gufunni á Hellisheiði?

Lyktin frá borholum á Hellisheiði stafar af brennisteinsvetni (H2S) í gufunni, en það er litlaus, baneitruð og eldfim lofttegund. Sagt er að þefskynið taki öllum mælitækjum fram við að greina mjög lítinn styrk brennisteinsvetnis í andrúmsloftinu, en aukist styrkurinn hættir nefið að skynja lyktina og jafnframt ver...

category-iconVeðurfræði

Hver er mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi?

Mesti 10-mínútna meðalvindhraði á landinu er 62,5 m/s á Skálafelli 20. janúar 1998 kl. 13. Mesta 3 sekúndna vindhviða á landinu er 74,5 m/s á Gagnheiði 16. janúar 1995 kl. 4. Þetta veður er gjarnan kennt við snjóflóðið mannskæða í Súðavík. Nokkur vafi leikur oft á gæðum vindhraðamælinga í mjög miklum vindi. Því...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða máli skiptir hvort miðstöðvarofnar eru hvítir eða svartir?

Varmaflutningur frá venjulegum miðstöðvarofnum skiptist gróflega til helminga. Annars vegar verður varmageislun frá yfirborði ofnsins til umhverfisins, og hins vegar varmaburður með loftinu sem leikur um ofninn. Ef ofninn væri hins vegar úr póleruðu áli, þá yrði varmaflutningur með geislun nær enginn og hitunar...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju eru menn með jafnheitt blóð?

Þróunarfræði gerir greinarmun á tvennskonar spurningum: Nálægum (proximate) sem oftast eru „hvernig” spurningar (hvernig flyst blóðið um æðarnar) og fjarlægum eða endanlegum spurningum (ultimate) sem oftast eru spurningar „af hverju” eða „til hvers” eins og hér er spurt. Almennt svar byggist á tilgangshyggju (t...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið róni yfir drykkjumann?

Orðið róni er sennilega stytting úr orðinu baróni í merkingunni 'drykkjurútur'. Það er sett saman úr bar og róni en síðari liðurinn sækir sér fyrirmynd í orðið las(s)aróni 'róni, flækingur, drykkfelldur auðnuleysingi'. Lasarus rís upp frá dauðum. Mósaíkmynd frá 5. öld e. Kr. í ítölsku borginni Ravenna. Las(s)...

category-iconVeðurfræði

Hvað varð kalt árið 1918?

Lægsti hiti sem mælst hefur á Íslandi var á Grímsstöðum og Möðrudal þann 21. janúar 1918. Eftir 1918 hefur hiti á veðurstöð aldrei farið niður fyrir -35°C. Janúar 1918 er kaldasti mánuður á Íslandi á 20. öld og ekki hefur enn orðið jafnkalt það sem af er þeirri 21. Vitað er um fáeina ámóta eða kaldari mánuði á ...

category-iconStærðfræði

Hvers konar stærðfræði er notuð til að lýsa útbreiðslu veirusjúkdóma?

Þegar faraldur líkt og COVID-19 gengur yfir heimsbyggðina er mjög mikilvægt að geta spáð fyrir um útbreiðslu smita og grípa til aðgerða í samræmi við spárnar. Niðurstöður viðbragðsteymis vegna COVID-19 hjá Imperial College London hafa til að mynda talsvert verið í fjölmiðlum[1] og einnig er starfandi hópur vísinda...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er algrím og hvernig nýtist það í tölvufræði?

Algrím er forskrift eða lýsing, á einhvers konar læsilegu mannamáli, sem segir glöggum lesanda hvernig leysa megi tiltekið reiknivandamál. Reiknivandamál er þá í víðum skilningi hvert það vandamál sem felst í að vinna úr tilteknum gerðum gagna og fá önnur gögn sem niðurstöður. Al-Khowârizmî ritaði því algrím samkv...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju er hor í nefinu?

Hor er samheiti yfir það slím er frá nefinu kemur. Slímið verður til bæði í kirtlum sem liggja undir slímhúðinni í nefinu og opnast út á yfirborð hennar og í svokölluðum bikarfrumum sem eru sérstakar frumur í slímhúðinni. Slímið eða horið er okkur nauðsynlegt þar sem það gegnir mikilvægu hreinsunar- og varnars...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju segjum við yfirleitt lambalæri en ekki lambslæri þegar við kaupum eitt læri?

Í orðinu lambslæri er um að ræða samsetningu þar sem fyrri liður stendur í eignarfalli eintölu. Í lambalæri gæti fyrri liður verið eignarfall fleirtölu eða orðið getur verið svokölluð bandstafssamsetning. Vel er hægt að fara í verslun og biðja um eitt lambslæri og tvö lambalæri. Ekkert er rangt við það en oftast b...

category-iconHeimspeki

Hvað er líknardauði og hver er munurinn á líknardrápi og líknar- eða líknandi meðferð?

Gríska hugtakið evþanasia þýðir einfaldlega góður dauðdagi. Ég tengi þessa hugmynd einna helst við það þegar gamalt fólk fær hæglátan dauða í svefni í heimahúsi. Það er svo heppið að deyja Drottni sínum þjáningalaust og án afskipta heilbrigðisstétta, ef svo má segja. Tilvik af þessu tagi eru aftur á móti sjald...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar finnst veggjalús aðallega á Íslandi og hverjar eru kjöraðstæður hennar?

Veggjalús (Cimex lectularius) er talin upprunnin í Asíu og hefur fylgt manninum frá örófi alda. Á Íslandi hefur hún fundist í byggð í öllum landshlutum. Margir fundarstaðir eru skráðir í gömlum heilbrigðisskýrslum, ekki síst á Vestfjörðum, en skráðir fundarstaðir á seinni tímum eru dreifðir og strjálir. Hér á l...

category-iconLífvísindi: almennt

Þola veirur vel frost, hvað með veiruna sem veldur COVID-19?

Almennt má segja að veirur þoli betur kulda en hita. Veirur eru margar frostþolnar en fer það nokkuð eftir gerð veiranna og ekki síst eftir því í hvaða umhverfi veiran er. Vísindamenn sem vinna við veirurannsóknir geyma veirur í sermisríkum frumuræktunarvökva við -80°C. Hægt er að geyma þær á þann hátt árum saman ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er hirsi og hvernig er það notað?

Hirsi (e. millet) er samheiti yfir fjölda grastegunda sem ræktaðar eru víða um heim vegna fræjanna. Algengasta tegundin og sú sem mest er ræktuð er perluhirsi (Pennisetum glaucum, e. pearl millet), en aðrar mikilvægar tegundir eru til dæmis refaskottshirsi (Setaria italica, e. foxtail millet), prosohirsi (Panicum ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig verka hraðamælar í flugvélum, hvernig geta þeir mælt réttan hraða?

Heildarþrýstingur (e. pressure) sem verkar á flugvél á flugi samanstendur af stöðuþrýstingi (e. static pressure) og hreyfiþrýstingi (e. dynamic pressure). Stöðuþrýstingur er sá þrýstingur sem stafar af loftþrýstingi loftmassans sem flugvélin er í. Hreyfiþrýstingur er sá þrýstingur sem verkar til dæmis á frambrún v...

Fleiri niðurstöður