Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 428 svör fundust

category-iconEfnafræði

Af hverju lýsir luminol þegar það kemst í snertingu við blóð?

Luminol (C8H7O3N3) er hvítt eða gulleitt, kristallað efni sem leysist auðveldlega upp í vökva. Þegar það oxast, það er bætir við sig súrefnisfrumeindum (O), gefur það frá sér einkennandi bláa ljómun. Þetta er eitt af því sem hægt hefur verið að nýta við rannsóknir á sakamálum. Þeir sem rannsaka vettvang glæpa v...

category-iconLögfræði

Fær móðir sjálfkrafa forsjá yfir barni fæðist það utan sambúðar?

Já, samkvæmt 2. málsgrein 30. greinar barnalaga nr. 20/1992 er meginreglan sú að móðir fær sjálfkrafa forsjá yfir barni fæðist það utan hjúskapar eða sambúðar. Þessi regla tekur mið af þörfum barnsins við upphaf ævinnar. Þó eru undantekningar frá þessari meginreglu. Samkvæmt 1. mgr. 33. gr. barnalaga geta fore...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hægt að fá garnaflækju ef maður veltir sér niður langa brekku eða snýr sér mikið á skrifstofustól?

Garnaflækja er af ýmsum gerðum. Garnaflækja í miðgirni er algengust í nýburum sem hafa meðfæddan galla eftir snúningsvillu í myndun meltingarvegarins á fósturskeiði. Garnaflækja í hluta þarmanna (e. segmental volvulus) getur komið fyrir á hvaða aldri sem er, oftast hjá fólki sem hefur tilhneigingu til þessa vegna...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndaðist Ha Long Bay í Víetnam?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvernig myndaðist Ha Long Bay, eitt af sjö undrum veraldar? (jarðfræðileg skýring) Á Ha Long Bay-svæðinu í norðaustur Víetnam eru um 1600 eyjar sem flestar eru óbyggðar og ósnortnar. Svæðið þykir sérstakt bæði vegna landslags og líffræðilegs fjölbreytileika og er á heimsminj...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er storkukerfi?

Storkukerfið er flókið ferli sem fer í gang þegar skemmdir verða á æðakerfinu. Blæðing leiðir til dauða ef líkaminn bregst ekki við. Storkukerfið stuðlar að því að blóðið storknar sem er þáttur í blæðingarstöðvun (e. hemostasis) og lífsnauðsynlegur þáttur í samvægi líkamans (e. homeostasis). Í grófum dráttum fer b...

category-iconHugvísindi

Hver er meginmunurinn á rökgreiningarheimspeki og meginlandsheimspeki?

Á tuttugustu öld urðu til tveir meginstraumar í vestrænni heimspeki, rökgreiningarheimspeki annars vegar og svokölluð meginlandsheimspeki hins vegar. Þessi skipting heimspekinnar á sér að vísu miklu lengri forsögu. En hún er einnig svolítið villandi. Munurinn á þessum meginstraumum innan heimspekinnar er ekki fyll...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið sagt mér hver aðferðafræðin við úrkomumælingar er?

Úrkoma er mæld með nokkrum gerðum mælitækja. Hér á landi eru nú um 80 mannaðar veðurstöðvar sem mæla úrkomu. Úrkoma er einnig mæld á um 60 sjálfvirkum stöðvum sem Veðurstofan og Landsvirkjun reka. Mönnuðum stöðvum fer fækkandi en sjálfvirkum fjölgandi. Magn úrkomu er gefið upp í millimetrum (mm), 5 mm úrkoma j...

category-iconVeðurfræði

Hvað eru vindstrókar og hvernig myndast þeir?

Flestir vindsveipir myndast þar sem vindhraði eða vindátt taka snöggum breytingum. Á það bæði við á örsmáum mælikvarða, til dæmis við húshorn, jafnt sem í stórum veðurkerfum, jafnt lóðrétt og lárétt. Þeir staðir sem valda rofi í straumi, til dæmis skarpar brúnir í landslagi, eru sérlega líklegir myndunarstaðir. Sö...

category-iconUmhverfismál

Er það satt að plasteyjur, miklu stærri en Ísland, fljóti um heimshöfin?

Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona: Hvað getið þið sagt mér um ruslaeyjur Kyrrahafsins? Hvað getið þið sagt mér um plasteyjuna í Kyrrahafinu? Er hún til og er hún 14 sinnum stærri en Ísland? Það er satt að svokallaðar „plasteyjur“ fljóti um heimshöfin. Reyndar er ekki um að ræða eyjur í orðsins fyllst...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða nöfn eru notuð á vindstigin og hver er saga íslenskra vindstigaheita?

Veðurhæðar er nú að jafnaði getið í hraðaeiningunni metrar á sekúndu (m/s) enda er hann nú mældur með hraðamælum. Áður var notast við mat sem byggðist á svokölluðum Beaufort-kvarða. Kvarðinn sá hefur lengst af verið 13 stiga, lægst núll, hæst 12. Við matið var notast við töflu sem ber áhrif vindsins saman við mæld...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að sanna að 0,999... = 1 með venjulegum reikningsaðferðum?

Spyrjandi setur spurningu sína upphaflega fram sem hér segir:Ég heyrði þessa skýringu á að 1 væri = 0,99.. óendanlega oft:\(x = 0,99...\) \(10x = 9,99...\) \(10x - x = 9\) eða \(9x = 9\) \(x = 1\)Er þetta rétt?Spurningin vísar í svar Jóns Kr. Arasonar við spurningunni Er talan 0,9999999... = 1? og er lesanda...

category-iconVísindi almennt

Hefur einhver hlotið Nóbelsverðlaun tvisvar sinnum?

Alls hafa fjórir einstaklingar hlotið Nóbelsverðlaunin tvisvar sinnum, ein kona og þrír karlar. Það eru þau Marie Curie, Linus Pauling, Frederick Sanger og John Bardeen. Pólsk-franska vísindakonan Marie Curie(1867-1934) hlaut Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 1903 og í efnafræði 1911. Hún var þar með fyrst al...

category-iconGátur og heilabrot

Gáta: Hvernig getur Jón gamli mælt út mjólkina?

Jón gamli var bóndi í Árnessýslu og gamaldags í háttum. Hann rak bú sitt líkt og faðir hans hafði gert forðum og hélt fast í gamla siði. Jón hafði til dæmis aldrei komist upp á lagið með að nota mjólkurvélar, en mjólkaði þess í stað sjálfur í könnur og bar í hús. Það var svo einn fagran Hvítasunnudag að Jón gam...

category-iconHeimspeki

Gengur heimspeki út á það eitt að flækja hlutina svo mikið fyrir manni að maður kaffærist í eigin svörum?

Þetta er góð spurning og viðbrögð við henni meðal heimspekinga eru sjálfsagt ólík. En samkvæmt minni afstöðu til heimspeki er svarið tvímælalaust: Nei, heimspeki gengur ekki út á að flækja hlutina. Heimspekin spyr eins og barn. Hún gerir ekki ráð fyrir að nokkuð sé fyrirfram vitað. Heimspekileg spurning kann að...

category-iconLæknisfræði

Hvaða hlutverk hefur gallblaðran og hvaða áhrif hefur það á líkamann ef hún er tekin?

Til að skilja starfsemi gallblöðru er nauðsynlegt að vita hvert hlutverk galls er í meltingu fæðunnar. Gallið myndast í lifrinni og mikilvægasti hluti þess eru gallsölt, sem gegna lykilhlutverki við meltingu á fitu. Gallsaltasameindin er samsett úr stórum óhlöðnum sterakjarna og nokkrum hliðarkeðjum sem tengjast k...

Fleiri niðurstöður